22:05
Mýrin
Íslensk mynd frá 2006 gerð eftir samnefndri sögu Arnalds Indriðasonar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður á vettvang glæps í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Við fyrstu sýn virðist þetta tilhæfulaus árás á roskinn ógæfumann, en ekki er allt sem sýnist. Annars staðar í bænum er örvæntingarfullur faðir að reyna að komast til botns í því hvað það var sem dró unga dóttur hans til dauða. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Var aðgengilegt til 25. nóvember 2023.
Lengd: 1 klst. 30 mín.
Ekki við hæfi yngri en 12 ára.
Aðgengilegt eingöngu á Íslandi.
e
Dagskrárliður er textaður.