Beinar útsendingar frá HM í frjálsíþróttum í Ungverjalandi.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.
Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
Ævintýralegir þættir um músafjölskyldu sem býr á lítilli plánetu.
Friðþjófur forvitni er forvitinn og yndislegur api sem getur oft á tíðum verið full ævintýragjarn. Fylgjumst með ævintýrum hans og mannsins með gula hattinn eiganda hans.
Stærðfræðiofurhetjurnar Millý, Geó og Bói hjálpa krökkum að læra tölur, form og mynstur.
Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Fallegir teiknimyndaþættir um óvenjulega vináttu bjarnarins Ernests og músarinnar Célestine.
Fjörugir þættir um sjóræningjastelpuna Rán og Sævar sem flýgur sinni eigin sjóflugvél.
Þættir um óteljandi ævintýri Strumpanna og Kjartans galdrakarls sem fara hér á kostum í Strumpabæ.
Róbert og hvolparnir mæta nýjum áskorunum og sanna enn og aftur að ekkert verkefni er of stórt fyrir litla hvolpa.
Fjörugir teiknimyndaþættir um ref, tvö villisvín og fugl sem eru orðin þreytt á að lifa villt í náttúrunni og verða sér úti um búninga til að dulbúast sem venjuleg gæludýr.
Vandaðir heimildaþættir frá BBC. David Attenborough fer með áhorfandann í ferðalag og sýnir furðuverur í náttúrunni.
Þættir frá 2002-2003 þar sem fjallað er um menningu og listir, brugðið upp svipmyndum af listafólki, sagt frá viðburðum líðandi stunda og farið ofan í saumana á straumum og stefnum. Umsjón: Jónatan Garðarsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Þiðrik Ch. Emilsson.
Menningarþættir fyrir ungt fólk frá 2002-2003. Í þáttunum er m.a. fjallað um tónlist og mannlíf, kynntar ýmsar starfsgreinar og fastir liðir eins og dót og vefsíða vikunnar verða á sínum stað.
Umsjón: Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Hjördís Unnur Másdóttir.
Skemmtiþættir frá árinu 2008. Þekktir tónlistarmenn koma í heimsókn og taka lagið með hljómsveit hússins sem Samúel Samúelsson í Jagúar stjórnar. Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og upptöku stjórnar Egill Eðvarðsson.
Skemmtiþættir frá árinu 2008. Þekktir tónlistarmenn koma í heimsókn og taka lagið með hljómsveit hússins sem Samúel Samúelsson í Jagúar stjórnar. Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og upptöku stjórnar Egill Eðvarðsson. Gestur þessa þáttar er Emilíana Torrini.
Beinar útsendingar frá HM karla í körfubolta.
Bein útsending frá leik Frakklands og Lettlands á HM karla í körfubolta.
Heimildarmynd um Sænsku akademíuna og hneykslismál innan hennar árið 2018. Hlutverk Sænsku akademíunnar er að styrkja stöðu sænsks máls og bókmennta auk þess að útdeila Nóbelsverðlaunum í bókmenntum. Hneykslið olli því að Nóbelsverðlaunanefndin leystist upp og verðlaunin voru sett á ís í fyrsta sinn í fimm ár.
Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.
Steindór og Margrét eru ein af mörgum hjónum sem voru saman í leiklistinni og ólu mestan sinn starfsaldur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó.
Þetta leikhúspar kynntist í Þjóðleikhúsinu og felldi strax hugi saman. Snurða hljóp þó á þráðinn hjá Margréti snemma á ferlinum, því hún veiktist þannig að um tíma leit út fyrir að hún yrði að leggja leiklistina á hilluna. Steindór hélt hinsvegar alltaf áfram að leika og var í ábyrgðarstöðum hjá Leikfélaginu. Þessi hjón hafa samanlagt gríðarlega mikla reynslu úr leikhúsinu og segja áhorfendum sögur af læknum og dópistum, klikkuðum kellingum og ástarkápum.
Bolli ákveður að vera með sýnikennslu. Hann bakar fyrir áhorfendur í Bakað með Bolla og kennir jóga en hlutir mættu ganga betur.
Ólafía og Hekla búa til lavalampa, Bjarmi og Alda fræðast um horn og Gleðiskruddurnar skoða sjálfsvinsemd.
Kári og Emil ætla að gera sína eigin hasarmynd og þurfa því að læra ýmislegt um tæknibrellur. Þá þarf að prufa og gera allskonar tilraunir.
Hver eru uppáhalds íslensku lögin þín úr núllinu? Þættir frá 2023 sem gerðir voru í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2.
Íþróttafréttir.
Fjallað er um Íslendinga sem settu svip sinn á íslenskt samfélag um sína daga með margvíslegum hætti. Þættirnir spegla jafnframt sögu þjóðarinnar og samtíð á ýmsum tímum, menningu, listir, stjórnmál og fleira. Þeir eru byggðir á efni úr safni RÚV á nærfellt hálfrar aldar tímabili. Dagskrárgerð: Andrés Indriðason.
Íslensk heimildarmynd frá 2022 sem gerð var í tilefni þess að 50 ár voru liðin síðan hafist var handa við að tengja raforkukerfi landsmanna umhverfis landið. Rakin er saga byggingar byggðalínu frá 1972-1984. Verkið var unnið af metnaði og framsækni eljusamra einstaklinga við krefjandi og frumstæðar aðstæður. Áður óbirt viðtöl við einstaklinga sem tileinkuðu líf sín byggðalínuævintýrinu, sem og persónulegar myndbandsupptökur frá þessum tíma, glæða söguna lífi.
Meinfyndnir danskir dramaþættir um átta ungar konur sem hafa landað draumastarfinu sem dansarar í stærstu revíu Danmerkur, Cirkusrevyen, árið 1975. Þær mæta kynjamisrétti og mótlæti á nýja vinnustaðnum og takast á við það í sameiningu. Meðal leikenda eru Marie Bach Hansen, Olivia Joof Lewerissa og Jakob Oftebro. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk mynd frá 2006 gerð eftir samnefndri sögu Arnalds Indriðasonar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður á vettvang glæps í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Við fyrstu sýn virðist þetta tilhæfulaus árás á roskinn ógæfumann, en ekki er allt sem sýnist. Annars staðar í bænum er örvæntingarfullur faðir að reyna að komast til botns í því hvað það var sem dró unga dóttur hans til dauða. Aðalhlutverk: Ingvar E. Sigurðsson, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Beinar útsendingar frá HM í frjálsíþróttum í Ungverjalandi.