Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
Teiknimyndaþættir um Ronju ræningjadóttur sem byggðir eru á þekktri sögu Astrid Lindgren. Ronja elst upp hjá ræningjum í skógum Skandinavíu. Líf hennar tekur stakkaskiptum þegar hún kynnist strák sem reynist vera sonur andstæðings föður hennar.
Víkingaprinsessan Guðrún býr úti í óbyggðum og á í sterku samband við náttúruna og dýrin.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
Teiknimyndaþættir um Lóu sem er 12 ára og býr með mömmu sinni í stórborg. Lóu finnst hún ekki lengur vera barn og ekki alveg vera unglingur ennþá og reynir að takast á við allar þær tilfinningar sem vakna þegar unglingsárin eru að hefjast.
Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro.
Hvernig ætli sumir hlutir sem við erum mjög vön hafi verið fundnir upp? Stórfurðulegu steinaldarmennirnir sýna okkur sínar misheppnuðu tilraunir.
Fræðslumynd UNICEF - Hreyfingarinnar 2023. UNICEF - Hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni og markmiðið er að börn fræðist um réttindi sín og þá auðvitað allra barna og finnist þau um leið áorka einhverju í þágu jafnaldra sinna sem búa við lakari lífskjör eða hafa þurft að leggja á flótta vegna stríðs eða náttúruhamfara. Um 80 börn sem komu að gerð myndarinnar með einum eða öðrum hætti.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Anja Sæberg og Bjarni Kristbjörnsson
Í Húllumhæ: Við sjáum brot úr nýju fræðslumyndbandi UNICEF-hreyfingarinnar og Elísabet Thoroddsen kíkir til Emmu Nardini í Krakkakiljunni:
Umsjón:
Anja Sæberg
Fram komu:
Ævar Þór Benediktsson
Snæ Humadóttir
Hilmar Máni Magnússon
Ásdís Fjeldsted
Embla Karítas Magnúsdóttir
Elísabet Thoroddsen
Emma Nardini Jónsdóttir
Handrit og dagskrárgerð:
Karitas M. Bjarkadóttir
Þættir þar sem Snorri Helgason og Bergur Ebbi fjalla um íslensk dægurlög og setja í samhengi við tísku og tíðaranda. Þættirnir eru byggðir á vinsælu hlaðvarpi þeirra sem hóf göngu sína árið 2014.
Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla þjóðlagið Nú vil ég enn í nafni þínu við sálm Hallgríms Péturssonar í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar. Lagið er í útgáfu Hamrahlíðarkórsins frá 1993 undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Við sögu koma íslenska skammdegið, skólasund, Hockey pulver og strætisvagnar. Leikstjórn: Allan Sigurðsson.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Geirmundur Valtýsson hefur skemmt landsmönnum í áratugi og er hvergi nærri hættur. En hann er líka bóndi og heldur bæði hesta og sauðfé. Kastljós kynnti sér skagfirsku sveifluna til að hita upp fyrir helgina.
Við rýndum í húsbílavertíðina framundan; hverjir eru áfangastaðir húsbílaeigenda og að hverju þarf að huga fyrir sumarið.
Siggi Gunnars er staddur í Bítlaborginni Liverpool þar sem Eurovision fer fram í ár. Hann skoðar borgina innan sem utan og kynnir áhorfendum undraveröld Eurovision-aðdáandans. Siggi sýnir okkur allan sirkusinn í kringum keppnina, talar við blaðamenn, aðdáendur og stjörnurnar. Framleiðsla: RÚV. Upptökustjórn: Gísli Berg og Árni Beinteinn Árnason.
Íslensk þáttaröð í átta hlutum um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu og/eða líkamlega fötlun af ýmsum toga. Í þáttunum fylgjumst við með fólki á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum og með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Dagskrárgerð: Elín Sveinsdóttir. Framleiðsla: SERES hugverkasmiðja.
Í þessum þætti segir Unnur Hrefna Jóhannsdóttir sögu sína. Hún greindist með geðhvörf og flogaveiki á árum áður en hefur alla tíð haft trú á styrkleikum sínum og lífskrafti.
Íslensk heimildarþáttaröð í sex hlutum þar sem skyggnst er inn í heim tvíbura og sagðar persónulegar sögur. Í þáttunum er fylgst með því líffræðilega undri sem á sér stað þegar tvíburar verða til og þeim sterku tengslum sem virðast fylgja flestum tvíburum út lífið. Hvaða helstu áskoranir bíða tvíbura, búa þeir yfir meiri samkennd en aðrir, hversu samtaka í lífinu eru þeir og hugsa þeir jafnvel eins? Umsjón og framleiðsla: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Eiríkur Ingi Böðvarðsson.
Hrefna Erna og Eyjólfur Aðalsteinn deila átakanlegri sögu. Þau misstu annan tvíburadrenginn sinn á meðgöngu. Hrefnu fannst erfitt að halda meðgöngunni áfram eftir áfallið og enn erfiðara að fæða eitt lifandi barn og annað andvana. Einnig er skyggnst inn í líf hjóna sem ræða opinskátt um álagið sem fylgir því að eignast tvö börn í einu. Andvökunætur, veikindi, stöðugt áreiti og þörf fyrir umönnun getur tekið sinn toll og sumir foreldrar örmagnast.
Önnur þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Fjallssel, Hraun, Langholtspart, Mið-Kárastaði, Núpsstað og Selstaði. Umsjón: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.
Guðni Kolbeinsson heimsækir Núpsstað í Skaftárhreppi og ræðir meðal annars við eigandann, Hannes Jónsson. Þar bjó áður afi hans og alnafni, Hannes Jónsson, landpóstur.
Sögumaðurinn og rithöfundurinn Einar Kárason fer á sögufræga staði og segir frá fólki og atburðum sem þar urðu. Frásagnarlistin er í fyrirrúmi, vettvangur atburðanna í bakgrunni. Einar segir frá kvenskörungum á söguöld, sagnariturum, höfðingjum, biskupum og baráttunni um Ísland. Dagskrárgerð: Björn B. Björnsson.
Einar Kárason segir frá Gissuri Þorvaldssyni og deilum hans við Sturlunga. Í þættinum er sýnt frá Þingvöllum, við Apavatn, í Skálholti, við Kljáfoss í Borgarfirði og mynni Lundarreykjadals.
Nýir íslenskir lífstíls- og matarþættir þar sem þeir Dóri DNA og Gunnar Karl Gíslason, Michelin-kokkur, ferðast um landið, kynnast áhugaverðu fólki og fræðast um menningu, listir, mat og nýsköpun í nýtingu auðlinda. Á leið sinni á hvern áfangastað safna þeir hráefnum sem Gunnar Karl nýtir til matreiðslu í lok hvers þáttar með dyggri aðstoð heimamanna. Leikstjórn: Hannes Þór Arason. Framleiðsla: Gamli Blakkur, Fígúra og Lilja Jóns.
Gunnar Karl tekur á móti Dóra á flugvellinum á Akureyri og þeir félagar fara á heimaslóðir Gunnars á Norðurlandi. Þeir fara meðal annars á Öngulstaði, Hauganes, Siglufjörð og Velli í Svarfaðardal og gæða sér á kræsingum hvar sem þeir koma. Á Völlum ákveða þeir að blása til veislu fyrir nágrannana í gamla fjárhúsinu.
Upptaka úr sjónvarpssal frá 1967. Flutt eru lög eftir Sigfús Halldórsson. Flytjendur auk hans: Inga María Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Björnsdóttir og Steindór Hjörleifsson. Kynnir: Guðmundur Guðjónsson. Stjórnandi: Tage Ammendrup.
Heimildaþáttaröð í þremur hlutum frá BBC þar sem blaðakonan Samira Ahmed ferðast um Íran og fjallar um sögu og menningu landsins.
Þáttaröð þar sem draugatrú Íslendinga tekin til skoðunar ásamt annarri þjóðtrú, á borð við hjátrú og trú á álfa. Rætt er við ýmsa sérfræðinga og þá sem hafa haft persónuleg kynni af afturgöngum, álfum eða framliðnum. Rýnt er í hvernig draugatrú endurspeglar samfélagið, menninguna og síðast en ekki síst, sálarlíf og samvisku mannsins. Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir. Dagskrárgerð: Rakel Garðarsdóttir.
Þáttur um Íslandsmótin í rallý, torfæru og ýmsu öðru. Dagskrárgerð: Bragi Þórðarson.
Danskir ferða- og matreiðsluþættir. Sætabrauðsdrengurinn og ferðalangurinn Tobias Hamann-Pedersen leggur land undir fót og kynnist bakstri og lífi víða um heim.
Rick föndrar, málar og býr til allskonar skemmtilega hluti. Engar hugmyndir eru of stórar og hann ræðst á þær eins og ninja!
Í tilraunastofunni hjá Lísu gerist ýmislegt áhugavert. Ungir krakkar koma í heimsókn og hanna sínar eigin uppfinningar með henni og gera trylltar tilraunir.
Finnlands-sænskir þættir þar sem krakkar segja frá áhugamálum sínum.
Allskonar skemmtileg lög fyrir yngri kynslóðina.
Tveir kettir
Flytjandi: Bryndís Jakobsdóttir og Teitur Magnússon
Lag: Danskt þjóðlag
Texti: Hildigunnur Halldórsdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Stefania
Flytjandi: Kalush Orchestra
Íþróttafréttir.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Beinar útsendingar frá Eurovision í Liverpool.
Bein útsending frá úrslitakvöldi Eurovision í Liverpool. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.
Skemmtiatriði sem flutt var í hléi í Eurovision í Liverpool.
Kvikmynd frá 2012 með Al Pacino og Christopher Walken í aðalhlutverkum. Eftir að hafa setið inni í 28 ár fyrir vopnað rán er Val loks frjáls ferða sinna. Hann og félagi hans, Doc, ákveða að kalla gamla glæpagengið saman og fremja síðasta ránið áður en þeir setjast í helgan stein. Málin flækjast hins vegar þegar Doc fær fyrirskipun um að drepa Val. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Caroline Graham þar sem Barnaby lögreglufulltrúi glímir við morðgátur í ensku þorpi. Meðal leikenda eru Neil Dudgeon og Gwilym Lee. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Beinar útsendingar frá Eurovision í Liverpool.
Bein útsending frá úrslitakvöldi Eurovision í Liverpool. Þulur er Gísli Marteinn Baldursson. Útsendingin er á sama tíma á RÚV 2 með táknmálstúlkun.