Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa grænmetisbuff, sósu, salat og hrísgrjón, sem er bæði holt og ótrúlega gott!
Hér er uppskriftin:
2 ½ dl Híðishrísgrjón
5 dl vatn
Salatblöð
Gúrka
Tómatar
Grænmetisbuff
Sinnepssósa:
1-2 msk agave sýróp
6 msk hreint sinnep
4-6 msk sýrður rjómi
200 ml eða meira af AB-mjólk eða hreinni jógúrt
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 200 gráður
Setjið hrísgrjón og vatn í pott og kveikið undir
Slökkvið á hellunni þegar suðan kemur upp og látið standa þangað til buffið er tilbúið
Setjið grænmetisbuffið inn í ofn og bakið í 10 mínútur
Á meðan útbúið þið sósu og salat
Sósa:
Hrærið saman sinnepi, agavesírópi, sýrðum rjóma, AB mjólk og sinnepsfræjum og smakkið til með agave sýrópi
Skerið niður salat og raðið öllu saman á disk