Vandaðir þættir þar sem hugur og skynjun barna eru örvuð á sjónrænan hátt án orða.
Emilía uppgötvar að litli rauði hvolpurinn hennar að nafni Kátur hefur vaxið um þrjá metra á einni nóttu.
Símon er hress og skemmtileg kanína sem tekst á við alls kyns áskoranir og lærir af mistökum sínum.
Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Huggulegir þættir þar sem snjómaðurinn les úr sínum uppáhaldsbókum fyrir litlu mýsnar í bókabúðinni.
Vinirnir Begga og Fress leika sér að tölum og leysa saman ýmsar þrautir og gátur.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Hinrik hittir einhvern nýjan á hverjum degi og lendir í ótrúlegustu uppákomum.
Tillý býr í gulu húsi með fimm góðum vinum. Krókódíl, svíni, hænu, fíl og kanínu. Þau sýna og sanna að vináttan er það besta í heimi.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Kærulausi unglingurinn Don Diego þjálfar sig í skylmingum þar sem hann ætlar sér að takast á við það mikla óréttlætti sem samlandar hans eru beittir af ógnarstjórninnisem þar ræður ríkjum. Hann verður framúrskarandi skylmingamaður og tekursér nafnið sem mjög margir þekkja, Zorro.
Uppátækjasömu vinirnir Bolli og Bjalla sem búa á skrifborði hins 12 ára gamla Bjarma snúa aftur með skemmtilegasta sjónvarpsþátt veraldar: Stundina okkar.
Einnig fáum við að fylgja við Bjarma í skólann og kynnast skemmtilegur skólafélögum hans. Hvort sem það er óhefðbundum íþróttatímum, heimshorna heimilisfræði, skemmtilegri hljómsveitaræfingu eða tilraunir á frítíma.
Leikarar: Níels Thibaud Girerd og Ásthildur Úa Sigurðardóttir
Leikstjóri: Agnes Wild
Framleiðandi: Erla Hrund Halldórsdóttir
Þessi næst síðasti þáttur ársins er í tveim hlutum en í þessum fyrri hluta hverfur kakan í krúsinni úr herberginu hans Bjarma og spæjaraálfurinn Spæjó Pípudóttir mætir til að ráða ráðgátuna ásamt tryggum samstarfsálfi, Penna Gormsson.
Bjarmi lærir allt um saxófón í skólahljómsveitinni og þær Hekla og Ólafía komast að því hvað hendurnar á þeim eru ógeðslega ógeðslegar.
Brot úr tónlistarþáttunum Tónatal í umsjón Matthíasar Más Magnússonar. Þættirnir voru teknir upp árið 2021.
Beinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Bein útsending frá keppni í boðgöngu karla á HM í skíðaskotfimi.
Beinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Bein útsending frá seinni ferð í svigi kvenna á HM í alpagreinum.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Söngvakeppnin hefst á morgun en undirbúningur fyrir hana hefur staðið yfir í margar vikur. Kastljós skyggndist á bakvið tjöldin og spjallaði við fólkið sem sér til þess að herlegheitin skili sér til áhorfenda heima í stofu.
Fjölskyldur og fólk á öllum aldri er boðið velkomið í Safnahúsið þessa dagana þar sem sýningin Viðnám stendur yfir. Hún er allt í senn; fræðsla, listasýning og tilraunastofa.
Við Austurströnd á Seltjarnarnesi var að opna ný búð sem rekin er af sjálfboðaliðum og allur ágóði rennur beint til Kvennaathvarfsins.
Beinar útsendingar frá keppni í HM í skíðaskotfimi.
Bein útsending frá keppni í boðgöngu kvenna á HM í skíðaskotfimi.
Bein útsending frá spurningakeppni framhaldsskólanna. Spurningahöfundar og dómarar eru Laufey Haraldsdóttir, Jóhann Alfreð Kristinsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir. Sjórn útsendingar: Sturla Holm Skúlason.
Í þessum þætti mætast lið Tækniskólans og Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk jafnt í borg sem sveit og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Hafsteinn Vilhelmsson, Sigrún Þuríður Runólfsdóttir og Þórdís Claessen. Dagskrárgerð: Magnús Atli Magnússon, Jóhannes Jónsson, Björgvin Kolbeinsson og Elvar Örn Egilsson.
Landinn fjallar um eldsumbrot á Reykjanesskaga og hverju má búast við þar í framtíðinni. Við heimsækjum hagleiksmann á Siglufirði sem býr til agnarsmá Warhammer-módel. Við syngjum lögin hans Valgeirs Guðjónssonar með unglingakór Selfosskirkju, hittum hrossaræktendurna á Ketilsstöðum og Syðri-Gegnishólum og kynnumst breska uppistandaranum Kimi Tayler sem hefur sest að á Stöðvarfirði
Fræðsla fyrir börn og ungmenni um samskipti og líðan á netinu, áhorf á klám, fréttir og falsfréttir og ábyrga notkun samfélagsmiðla í tengslum við upplýsinga- og miðlalæsisviku á Íslandi. Fræðslan er byggð á niðurstöðum víðtækrar rannsóknar Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem nefnist Börn og netmiðlar.
Hvernig er hægt að bregðast við hópþrýstingi um að horfa á klám? Allt að þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur hafa horft á klám á netinu áður en þau ljúka grunnskóla. Í klámefni er staða kynjanna ójöfn og það hefur skaðleg áhrif á börn og ungmenni að horfa á klám áður en þau hafa náð aldri og þroska til að öðlast sjálf reynslu af kynlífi.
Rætt er við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, verkefnisstýru Jafnréttisskóla Reykjavíkur. Fulltrúar í ungmennaráðum Samfés og Samtakanna ?78 miðla af reynslu sinni.
Fótboltabaráttan heldur áfram og keppast Jamie og félagar um að gera liðið sitt sem sterkast. En með nýjum aðstoðarþjálfara og nýjum liðsmönnum koma ný átök. Bæði á vellinum og utan hans.
Við höldum áfram að kynnast matarmenningu heimsins. Fleiri krakkar fá vini sína í heimsókn og elda fyrir þá mat frá heimalandi sínu.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa grænmetisbuff, sósu, salat og hrísgrjón, sem er bæði holt og ótrúlega gott!
Hér er uppskriftin:
2 ½ dl Híðishrísgrjón
5 dl vatn
Salatblöð
Gúrka
Tómatar
Grænmetisbuff
Sinnepssósa:
1-2 msk agave sýróp
6 msk hreint sinnep
4-6 msk sýrður rjómi
200 ml eða meira af AB-mjólk eða hreinni jógúrt
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 200 gráður
Setjið hrísgrjón og vatn í pott og kveikið undir
Slökkvið á hellunni þegar suðan kemur upp og látið standa þangað til buffið er tilbúið
Setjið grænmetisbuffið inn í ofn og bakið í 10 mínútur
Á meðan útbúið þið sósu og salat
Sósa:
Hrærið saman sinnepi, agavesírópi, sýrðum rjóma, AB mjólk og sinnepsfræjum og smakkið til með agave sýrópi
Skerið niður salat og raðið öllu saman á disk
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Íþróttafréttir.
Beinar útsendingar frá Söngvakeppninni 2023 í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Stjórn útsendingar: Salóme Þorkelsdóttir og Þór Freysson.
Bein útsending frá fyrri undankeppni Söngvakeppninnar í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi. Í kvöld verða flutt fyrstu fimm lögin af tíu sem keppa til úrslita.
Grínsketsaþættir þar sem samskipti, íslensk menning, samfélagsmiðlar og allt sem er mannlegt er skoðað í kómísku ljósi. Handrit, aðalhlutverk og leikstjórn er í höndum Kanarí-hópsins, sem samanstendur af nýrri kynslóð grínista sem hafa gert það gott með leiksýningu og sjónvarpssketsum síðustu misseri.
Bresk gamanmynd frá 2020. Leikararnir og félagarnir Steve Coogan og Rob Brydon leggja hér Grikkland undir fót og feta í fótspor Ódysseifs með reisu frá Tróju til Íþöku. Eins og í fyrri ferðalögum þeirra vina eru gamanmál og góður matur í öndvegi. Leikstjóri: Michael Winterbottom.
Bresk sakamálamynd byggð á sögu eftir Ann Cleeves um Veru Stanhope rannsóknarlögreglukonu á Norðymbralandi. Með aðalhlutverk fara Brenda Blethyn og David Leon. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Beinar útsendingar frá HM í alpagreinum.
Bein útsending frá fyrri ferð í svigi kvenna á HM í alpagreinum.