20:00
Hvað getum við gert?
Velsældarhagkerfi
Hvað getum við gert?

Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.

Hagvöxtur og verg þjóðarframleiðsla eru þau hugtök sem notuð eru til að lýsa velgegni samfélaga frekar en hamingja og velferð samfélagsþegnanna. Eitt af lykilatriðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar er að breyta afstöðu okkar til verðmæta og þær Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra íslands, hafa stofnað samtök um þessa afstöðubreytingu.

Var aðgengilegt til 03. júlí 2022.
Lengd: 7 mín.
Dagskrárliður er textaður.
,