Dægurþættir frá árunum 1989-1994.
Gamanþættir frá 2009-2010 þar sem leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason bregða á leik, sprellfjörugir að vanda. Stjórn upptöku: Björn Emilsson.
Tónlistarþáttur frá 2013. Íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnar Helgi Jóhannesson.
Gestir í þessum þætti verða Björgvin Halldórsson, Mammút, 1860 og Björn Thoroddsen.
Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni er þáttaröð um ungt og áhugavert fólk sem skarar fram úr á hinum ýmsu sviðum. Skyggnst er inn í líf einnar persónu í hverjum þætti og henni fylgt eftir í sínu daglega lífi. Ragnhildur Steinunn leiðir okkur inn í líf þessara einstaklinga, ræðir við fjölskyldur þeirra og vini og kemst að því hvað þarf til þess að ná langt. Þessir þættir eru endursýndir.
Umsjónarmaður er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Stjórn upptöku og myndvinnsla er í höndum Eiríks I. Böðvarssonar.
Leikkonan Aníta Briem fékk stóra tækifærið í Hollywood þegar hún fór með eitt aðalhlutverkið í stórmyndinni „Journey to the Center of the Earth“. Aníta ræðir af einlægni við Ragnhildi Steinunni um skuggahliðar glamúrlífsins, kröfur kvikmyndaheimsins, lífið í Hollywood og kvikmyndirnar sem eru væntanlegar.
Arkitektinn Charlotte Thiis-Evensen heimsækir starfssystkini sín og sýnir áhorfendum hvernig þau búa.
Danskir þættir sem fjalla um einmanaleika hjá miðaldra fólki. Í þáttunum er rætt við fjóra einstaklinga sem upplifa sig einmana, þrátt fyrir að allt líti út fyrir að ganga vel hjá þeim út á við. Í þáttunum fara þau hvert sínar leiðir í tilraunum til að brjótast út úr einmanaleikanum.
Þáttaröð þar sem heimur íslenskrar sögu og sagna er kannaður með því að skoða muni sem tengjast sérstökum atburðum í sögu þjóðarinnar. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir og Sigurður Helgi Pálmason. Framleiðsla: Republik.
Í þessum þætti er fjallað um íslenskar orður og sögurnar á bak við þær. Íslensk heiðursmerki og orður hafa verið afhent frá 1836 og að baki hverju þeirra eru merkilegar sögur og hefðir. Í þættinum fjöllum við sérstaklega um merki sem er kallað heiðursmerki endurreisnar lýðveldisins. Orðan er sögð vera úr gulli - en er allt sem sýnist?
Egill Helgason fær til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Þóra Arnórsdóttir hefur umsjón með Silfri dagsins. Fyrst til hennar koma til að ræða málefni á vettvangi dagins þau Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, Eggert Benedikt Guðmundsson, forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs um loftslagsmál, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku og Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa. Munu þau meðal annars ræða loftslagsmálum og íslenskt atvinnulíf, loftslagsráðstefnuna í Glasgow framundan og það að stjórnarmyndunarviðræður eru farnar að hverfast um rammaáætlun, friðlýsingar og hálendisþjóðgarð ef marka má þá litlu fréttamola sem berast frá þeim.
Næstu viðmælendur eru þau Guðmundur Steingrímsson rithöfundur, og Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Þau munu spá í stjórnarmyndunarspil og COVID-19. Að lokum sest Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hjá Þóru. Vanda fer yfir nýjustu vendingar, grein Atlantic, hvaða breytingar er verið að gera, hvað er hæft í því að afreksfótboltamannakúltúrinn sé uppfullur kvenfyrirlitningar og mikilmennskubrjálæðis, hvaða hlutverki KSÍ gegni þá í að uppræta slíkt, hvernig hreyfingin geti áunnið sér traust almennings og stuðningsaðila að nýju ofl.
Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Apinn Skotti og fíllinn Fló eru bestu vinir og bralla ýmislegt skemmtilegt í skóginum ásamt vinum sínum.
Blæja er sex ára hundur sem er stútfull af óstöðvandi gleði. Allir venjulegir hlutir geta orðið ævintýri hjá Blæju og fjölskyldu hennar.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Mikið um að vera á hryllilegasta degi ársins, 2. Leiðtogar leita lausna við loftslagsvánni
Umsjón: Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Joga
Flytjandi: Hildur
Höfundur: Björk Guðmundsdóttir og Sjón
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.
Brot úr menningarumfjöllun liðinnar viku. Fjallað á snarpan og líflegan hátt um það sem efst er á baugi hverju sinni í menningar- og listalífinu, jafnt með innslögum, fréttaskýringum, gagnrýni, pistlum og umræðu. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson og Halla Oddný Magnúsdóttir.
Bláskel og hip hop, söltuð sítróna og lerkiberkisseyði er meðal þeirra listaverka sem borin eru fram á sýningunni Næmi næm næm í Ásmundarsal. Guðrún Sóley ræðir við Jóhönnu Rakel Jónsdóttur, Kjartan Óla Guðmundsson og Sindra Leifsson.
Sýningin Njála á hundavaði var nýverið frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Guðrún Sóley tekur leikara og höfunda sýningarinnar, Hjörleif Hjaratarson og Eirík Stephensen tali.
Sjálfstætt framhald þáttanna Hvað höfum við gert? Í þessum stuttu, hnitmiðuðu þáttum er fjallað um fjölbreyttar lausnir við loftslagsvandanum. Lausnirnar eru ólíkar, en eiga það allar sameiginlegt að gera lífið á jörðinni enn betra. Umsjón: Sævar Helgi Bragason. Framleiðandi: Sagafilm.
Hagvöxtur og verg þjóðarframleiðsla eru þau hugtök sem notuð eru til að lýsa velgegni samfélaga frekar en hamingja og velferð samfélagsþegnanna. Eitt af lykilatriðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar er að breyta afstöðu okkar til verðmæta og þær Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, Jacinda Arden, forsætisráðherra Nýja-Sjálands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra íslands, hafa stofnað samtök um þessa afstöðubreytingu.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir.
Sænsk þáttaröð um mikilvægi jákvæðrar líkamsímyndar. Blaðakonan og aðgerðasinninn Anni Emilia Alentola hittir fólk af öllum stærðum og gerðum og ræðir um líkamann og hvernig maður getur losað sig undan samfélagslegum normum.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt.
Umsjón: Kolbrún María Másdóttir og Gunnar Hrafn Kristjánsson.
Krakkafréttir dagsins: 1. Mikið um að vera á hryllilegasta degi ársins, 2. Leiðtogar leita lausna við loftslagsvánni
Umsjón: Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Lag: Joga
Flytjandi: Hildur
Höfundur: Björk Guðmundsdóttir og Sjón
Beinar útsendingar frá leikjum í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta.
Bein útsending frá leik Keflavíkur og KR í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta.