12:00
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.

Í Kilju vikunnar flytur rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson magnað kvæði, Hornsteinsljóð að húsi íslenskunnar. Þetta er kvæði sem hann orti og flutti þegar lagður var hornsteinn að Húsi íslenskra fræða á sjálfan handritadaginn. Við förum á bókmenntaslóðir í Kópavogi, einkum þó við Kópavogslækinn og gamla þingstaðinn sem er rétt hjá hraðbrautinni sem liggur í gegnum bæinn. Þarna koma meðal annarra við sögu Árni Magnússon, Matthías Jochumsson og Vilmundur Jónsson landlæknir. Ármann Jakobsson ræðir við okkur um sakamálasögur í tilefni af því að komin er út ný glæpasaga eftir hann sem nefnist Skollaleikur. Ása Marin segir okkur frá bókinni Yfir hálfan hnöttinn. Hún segir að þetta sé skálduð ferðasaga, en bókin gerist á ferðalagi um endilangt Vietnam. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Nickel-strákana eftir Colson Whitehead, sem fékk Pulitzer verðlaunin í fyrra, Eld í höfði eftir Karl Ágúst Úlfsson og Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur.

Var aðgengilegt til 06. ágúst 2021.
Lengd: 37 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,