Rán er ung og hress stelpa sem styttir sér stundir með ímynduðu vinkonu sinni. En hún Rún virðist raunverulegri en flestir.
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Litlu lundasystkinin Úna og Bubbi búa á eyjunni Lundakletti. Þau lenda sífellt í nýjum ævintýrum með vinum sínum.
Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Ævintýralegasta spurningakeppni sögunnar. Lestrarhestar og bókaormar töfrast inn í Söguspilið og þurfa að takast á við þrautir og spurningar sem byggja á þekktum barnabókum, þjóðsögum, kvikmyndum og ljóðum.
Kötturinn er mættur enn á ný með fleiri spurningar og sögurnar lifna svo sannarlega við. Álfaliðið: Helena Lapas og Margét Anna Lapas
Dvergaliðið: Bjartur Einarsson og Stormur Kiljan Traustason
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn.
Í Húllumhæ í dag: Nýjustu rannsóknir Jakobs og Snorra í Miðaldafréttum benda til þess að sterk tengsl séu á milli Kára Stefánssonar og Snorra-Eddu, við kynnum okkur Upptaktinn og Söngkeppni Samfés. Heimsmarkmið dagsins er númer 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.
Þáttastjórnandi:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Fram komu:
Aron Gauti Kristinsson
Steinunn Kristín Valtýsdóttir
Jakob Birgisson
Snorri Másson
Þórdís Linda Þórðardóttir
Bríet Ísis Elfar
Handrit og framleiðsla:
Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson
Nýir skemmtiþættir í anda Gettu betur þar sem kraftmikil lið áhugafólks og atvinnumanna á völdum sérsviðum takast á í léttum og spennandi spurningaleik. Dómari er Örn Úlfar Sævarsson. Spurningahöfundar: Örn Úlfar Sævarsson og Margrét Erla Maack. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson. Framleiðsla: RÚV.
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir í lokaþætti vetrarins voru engar aðrar en Katrín Jakobsdóttir, Alma D. Möller og Kristín Jónsdóttir. Daði Freyr Eurovision-fari leit einnig við í stutt spjall.
Litið var yfir farinn Vikuveg og Berglind Festival skautaði yfir viðburðarríkt ár Festivalsins.
Aron Can lokaði svo vetrinum með pompi og prakt ásamt GDRN með flutningi á laginu Flýg upp.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Einar Rafnsson.
Í Kilju vikunnar flytur rithöfundurinn Bergsveinn Birgisson magnað kvæði, Hornsteinsljóð að húsi íslenskunnar. Þetta er kvæði sem hann orti og flutti þegar lagður var hornsteinn að Húsi íslenskra fræða á sjálfan handritadaginn. Við förum á bókmenntaslóðir í Kópavogi, einkum þó við Kópavogslækinn og gamla þingstaðinn sem er rétt hjá hraðbrautinni sem liggur í gegnum bæinn. Þarna koma meðal annarra við sögu Árni Magnússon, Matthías Jochumsson og Vilmundur Jónsson landlæknir. Ármann Jakobsson ræðir við okkur um sakamálasögur í tilefni af því að komin er út ný glæpasaga eftir hann sem nefnist Skollaleikur. Ása Marin segir okkur frá bókinni Yfir hálfan hnöttinn. Hún segir að þetta sé skálduð ferðasaga, en bókin gerist á ferðalagi um endilangt Vietnam. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Nickel-strákana eftir Colson Whitehead, sem fékk Pulitzer verðlaunin í fyrra, Eld í höfði eftir Karl Ágúst Úlfsson og Bál tímans eftir Arndísi Þórarinsdóttur.
Heimildarþáttaröð frá BBC þar sem David Attenborough fjallar um jörðina, fjölbreytileika hennar og náttúruöflin sem móta lífið hér. Þættirnir eru talsettir á íslensku.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir Halla Ólafsdóttir og Arnar Björnsson. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum förum við upp á Gunnólfsvíkurfjall sem er nokkuð óvenjulegur vinnustaður, við fáum okkur kúrdískan Kebab, tökum í sundur og setjum svo saman bíla, dönsum fyrir Duchenne og við hittum Doctor Victor, tónlistarmann og lækni.
Viðmælendur:
Alexander ?Lexi? Kárason
Ásgrímur Örn Alexandersson
Halldór Halldórsson
Hulda Björk Svansdóttir
Ingvar Sverrir Einarsson
Júlían Aðils Kemp
Ólafur Björn Sveinsson
Pálmi Elvar Adolfsson
Rahim Rostami
Victor Guðmundsson
Ægir Þór Sævarsson
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Íslenskum kvikmyndum fjölgar á seinni hluta fyrsta áratugar þessarar aldar. Margar þeirra má kalla rammíslenskar. Þær gerast flestar í nútímanum en sækja efnivið í sögu og sagnaarf eða skoða samfélagsgerð og samskiptavenjur. Á sama tíma koma fram margar myndir þar sem umheimurinn er áberandi á yýmsa vegu. Því er meðal annars spurt, hvað er íslensk kvikmynd? Fjallað er sérstaklega um kvikmyndir Sólveigar Anspach en auk þess myndirnar Mýrin, Börn, Foreldrar, Skrapp út, Brúðguminn og Kaldaljós.
Sænsk heimildarmynd um veitingastaðinn Frantzén / Lindeberg í Stokkhólmi. Staðurinn hefur verið sæmdur tveimur Michelin-stjörnum og náði 20. sæti á lista yfir bestu veitingastaði heims. Fjallað er um sköpunarferlið við gerð staðarins og matseðilsins og rýnt í hvað felst í velgengninni.
Önnur þáttaröð Rabbabara í stjórn Atla Más Steinarssonar þar sem við kynnumst ferskasta fólkinu í íslensku rappsenunni og sjáum á þeim óvæntar hliðar.
Einn stærsti tónlistarmaður síðasta árs, Auður, er gestur Atla Más í þættinum! Þú vilt ekki missa af þessari sprengju!
Sígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
„Við komum saman reglulega til að kenna hver annarri og rifja upp það sem við erum sjaldan að gera. Sumar eru alltaf í spuna en minna í flókagerð og þá er gott að rifja það upp annað slagið. Svo er þetta líka afsökun fyrir því að hittast og borða góðan mat og kjafta og hlæja saman" segir Maja Siska, ein af Spunasystrum, handverkshópi í Árnessýslum. Spunasystur hafa vakið verðskuldaða athygli síðustu misseri fyrir handverk úr íslenskri ull og fyrir líflegar kynningar á ullarvinnslu í ýmsum myndum.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lögin sem valin voru til þátttöku í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem haldin var í Rotterdam í Hollandi árið 2021, skoðuð frá öllum hliðum. Fastir álitsgjafar eru þau Helga Möller og Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórnandi þáttarins er Felix Bergsson. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.