Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Krúttlegir teiknimyndaþættir um litla hafbúa sem eru saman í bekk og elska að syngja og dansa. Kennarinn þeirra er hress gullfiskur sem kennir þeim ýmislegt um lífið og tilveruna.
Ástsælu Múmínálfarnir sem allir þekkja úr smiðju Tove Jansson mæta aftur og lenda í fleiri skemmtilegum ævintýrum.
Hressir teiknimyndaþættir um ævintýri sjóræningjanna í Daufhöfn og Matthildi vinkonu þeirra. Byggðir á samnefndum bókum í þýðingu Braga Valdimars Skúlasonar.
Hvernig ætli lífið sé fyrir mann sem er bara 15 cm hár?
Þáttaröð um samband mannsins við dýr, allt frá skordýrum og býflugum til sela. Kolbrún Vaka hittir skemmtilegt fólk sem varpar ljósi á sérstakt samband okkar mannfólksins við dýrin. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.
Í þættinum fer Kolbrún vaka í meðferð til fuglafælni, við heimsækjum bæinn Strandarhöfða þar sem tík hefur tekið að sér móðurlaust lamb, hittum systurnar Glódísi og Védísi sem hafa kennt hestunum sínum ótrúlegustu hluti og heimsækjum býflugnabændur.
Þáttaröð frá 2013 úr smiðju Ævars Vísindamanns. Ævar er nú kominn í nýja og enn stærri tilraunastofu í samstarfi við Sprengjugengið hjá HÍ, Marel og Vísindavefinn. Íslenskt hugvit verður haft að leiðarljósi, alvöru- og ímyndaðir vísindamenn birtast ljóslifandi fyrir augum áhorfenda og gerðar verða lífshættulegar tilraunir, þegar Ævar þorir. Dagskrárgerð: Eggert Gunnarsson.
Egill Helgason fær til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Fanney Birna Jónsdóttir hefur umsjón með Silfrinu í dag. Í fyrri hluta þáttar ræða pólitíkina í siðustu viku þau Diljá Mist Einarsdóttir hrl og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Katrín Baldursdóttir atvinnulífsfræðingur, María Rut Kristinsdóttir aðstoðarmaður formanns Viðreisnar og Stefán Pálsson sagnfræðingur. Í seinni hluta þáttar koma þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og ræða efnahagsmálin.
Danskur heimildarþáttur um Dani sem búa í Japan. Langt er á milli Danmerkur og Japans, bæði landfræðilega og menningarlega, en þó býr fjöldi Dana í Japan. Jakob Thygesen hittir fjögur þeirra og ræðir meðal annars við þau um reglur, siðvenjur og óttann við jarðskjálfta.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir Halla Ólafsdóttir og Arnar Björnsson. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon og Jóhannes Jónsson.
Í þættinum kynnum við okkur kolefnisbókhald íslenskra skóga, við ferðumst yfir fjallvegi á mjólkurbíl, búum til malbik, við tökum í spil, borðspil, og við sjáum skeiðar verða að skartgripum.
Viðmælendur:
Auður Kjartansdóttir
Bjarki Kjartansson
Erla Hezal Duran
Gísli Ásberg Gíslason
Íris Vilhjálmsdóttir
Sævar Hreiðarsson
Sveinn Andri Sigurðsson
Tinna Húnbjörg
Tómas V. Albertsson
Vilhjálmur Þór Matthíasson
Þuríður Matthíasdóttir
Þáttaröð í tíu hlutum um íslenskar kvikmyndir allt frá fyrri hluta 20. aldar til samtímans. Í hverjum þætti er ákveðið tímabil tekið fyrir, fjallað um kvikmyndir þess tímabils og sýndir valdir hlutar úr þeim. Rætt er við á annað hundrað kvikmyndagerðarmenn, leikara og kvikmyndasérfræðinga um verkin og margvíslega fleti íslenskrar kvikmyndagerðar. Leikstjóri: Ásgrímur Sverrisson.
Í kvikmyndum frá fyrri hluta 20. aldar og fram undir lok 6. áratugarins má sjá löngun til að takast á við þetta nýja tjáningarform af bjartsýni og áræðni en einnig erfiðar aðstæður og brostna drauma. Rýnt er meðal annars í myndirnar Fjalla-Eyvindur, Saga Borgarættarinnar, Ævintýri Jóns og Gvendar, Hadda Padda, Björgunarafrekið við Látrabjarg, Milli fjalls og fjöru, Síðasti bærinn í dalnum, Ágirnd og Salka Valka.