Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!
Fyrir Poppý kisukló er ekkert verkefni of erfitt og ekkert vandamál óleysanlegt. Ímyndaraflið keyrir ævintýri hennar áfram og það er nóg af þeim hjá Poppý og vinum hennar.
Ólíku eðlukrúttin Bubbi, Gunna og Tobbi eru fjörugir og skemmtilegir vinir sem búa í ævintýraheimi þar sem ekkert er ómögulegt.
Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.
Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.
Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.
Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.
Í þessum þætti flytja hljómsveitakrakkarnir í Stundin rokkar geggjað rokklag. Hrannar Þór æfir sig í því að galdra og í lokaþættinum af Víkingaþrautinni þurfa víkingurinn og krakkarnir að keppa við sjálfan Loka í hnefatafli.
Í þáttunum Húllumhæ er menning og fjör í forgrunni. Við förum í leikhús, hlustum á tónlist, rýnum í bækur og sjáum hvað unga fólkið í landinu er að fást við. Þáttastjórnendur eru Iðunn Ösp Hlynsdóttir og Árni Beinteinn.
Í Húllumhæ í dag: HM30 - nýir þættir um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Upptakturinn - Birgir Bragi Gunnþórsson, Nei sko! - Sturlaðar staðreyndir um Mars og frumsýning á Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu
Þáttastjórnandi:
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Fram komu:
Sævar Helgi Bragason
Aron Gauti Kristinsson
Steinunn Kristín Valtýsdóttir
Birgir Bragi Gunnþórsson
Aníta Erla Lísudóttir
Stefán Örn Eggertsson
Júlía Dís Gylfadóttir
Kristbjörg Katla Hinriksdóttir
Þórey Hreinsdóttir
Handrit og framleiðsla:
Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson
Gísli Marteinn tekur á móti góðum gestum á föstudagskvöldum í vetur og fer með þeim yfir helstu atburði vikunnar í stjórnmálum, menningu og mannlífi. Persónur og leikendur koma í spjall og brakandi fersk tónlistaratriði koma landsmönnum í helgarstemninguna. Stjórn útsendingar: Ragnar Eyþórsson.
Gestir þáttarins eru rithöfundurinn Einar Kárason og fjölmiðlafólkið Elín Hirst og Snæbjörn Ragnarsson.
Gísli Marteinn fór yfir Fréttir Vikunnar og Berglind Festival hitti nokkrar af vinsælustu hlaðvarpsstjörnum þjóðarinnar.
Teitur Magnússon lokaði þættinum með laginu Líft í mars?
Íslenska óperan varð 40 ára á árinu 2020. Að því tilefni lítum við til baka og minnumst góðra stunda.
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í klifri á Reykjavíkurleikunum.
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í crossfit á Reykjavíkurleikunum.
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í pílukasti á Reykjavíkurleikunum.
Sígildir breskar teiknimyndir um ævintýri hins seinheppna herra Bean.
Norskir þættir þar sem fylgst er með dýralæknum að störfum.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Garðar H. Guðjónsson blaðamaður og Guðni Hannesson ljósmyndari hafa sett upp sýningu um brunahana á Akranesi. Þeir hafa ljósmyndað alla brunahana á Akranesi og sett saman fróðleik um hverja tegund fyrir sig.
Lottó-útdráttur vikunnar.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Útsendingar frá árlegu alþjóðlegu íþróttamóti í Reykjavík.
Bein útsending frá keppni í dansi á Reykjavíkurleikunum.
Matthías Már Magnússon tekur á móti tónlistarfólki sem veitir innsýn í líf sitt og flytur nokkur af vinsælustu lögunum sínum í bland við nýjar ábreiður. Í þáttunum fá áhorfendur að sjá nýjar hliðar á mörgu af áhugaverðasta tónlistarfólki landsins.
Í síðasta þætti Tónatals fer Mugison yfir sögu sína sem tónlistarmaður ásamt því að flytja nokkur lög eftir sig og sína helstu áhrifavalda. Umsjón: Matthías Már Magnússon.