Heimspekilegar vangaveltur fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Síðasta Kilja fyrir jól er efnismikil. Jón Kalman Stefánsson kemur í myndver og ræðir um bók sína Fjarvera þín er myrkur. Við birtum niðurstöðurnar í kosningunni um verðlaun bóksalanna eins og hvert ár - og líka tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Ragnar Axelsson segir frá bókinni Hetjur Norðurslóða en þar birtast myndir hans af grænlenskum sleðahundum. Kristín Björg Sigurvinsdóttir spjallar um Dóttur hafsins, það er fyrsta bók hennar - hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Óskar Sólnes segir frá bókinni Kórdrengur í Kaupmannahöfn og Ásgeir Jónson seðlabankastjóri er í viðtali um bók sína um Jón Arason biskup. Gagnýnendur þáttarins fjalla um eftirtaldar bækur: Bráðina eftir Yrsu Sigurðardóttur, Höfuðbók eftir Ólaf Hauk Símonarson, Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur og Þín eigin undirdjúp eftir Ævar Þór Benediksson.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Hafsbotninn í kringum Ísland er ekki eins vel kortlagður og halda mætti. Víða eru stór svæði ómæld eða fyrri mælingar orðnar gamlar og úreltar. Hafsbotninn breytist líka vegna strauma og því þarf stöðugt að uppfæra eldri mælingar - um það sjá starfsmenn sjómælingasviðs Landahelgisgæslunnar en Landhelgisgæslan ber ábyrgð á sjómælingum og sjókortagerð hér á landi.
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Á Skeiðarársandi er að vaxa upp einn stærsti birkiskógur landsins, en talið er að þar hafi birki fyrst sáð sér um 1996 og nú nær útbreiðsla þess yfir um 40 ferkílómetra af sandinum og hæstu trén eru orðin um þrír og hálfur metri á hæð. Þóra Ellen, prófessor í grasafræði, og Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, ásamt fleiri náttúruvísindamönnum hafa í tæpa tvo áratugi fylgst með útbreiðslu birkisins á Skeiðarársandi. Síðustu tvö ár hafa þær nýtt sér dróna til að mynda og kortleggja birkið á sandinum.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Úr Jólastundinni okkar 2017.
Hér keppa þau Hrafnhildur Kjartansdóttir og Kristófer Geir Hauksson á móti jólasveininum (Björgvin Franz Gíslason) sem er búinn að týna jólaskapinu sínu.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Tónleikaupptaka sem gerð var í desember 2020 í Fríkirkjunni í Reykjavík í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins. Ellen Kristjánsdóttir, KK og Jón Ólafsson flytja gömlu góðu íslensku jólalögin sem ómuðu úr viðtækjum landsmanna á fyrstu áratugum Rásar 1. Stjórn upptöku: Salóme Þorkelsdóttir.
Íslenska óperan varð 40 ára á árinu 2020. Að því tilefni lítum við til baka og minnumst góðra stunda.