14:50
Landakort
Birki á Skeiðarársandi
Valin myndskeið úr Landanum þar sem áhugaverðir staðir eru skoðaðir og merkilegir Íslendingar heimsóttir. Dagskrárgerð: Gísli Einarsson og Karl Sigtryggsson.
Á Skeiðarársandi er að vaxa upp einn stærsti birkiskógur landsins, en talið er að þar hafi birki fyrst sáð sér um 1996 og nú nær útbreiðsla þess yfir um 40 ferkílómetra af sandinum og hæstu trén eru orðin um þrír og hálfur metri á hæð. Þóra Ellen, prófessor í grasafræði, og Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, ásamt fleiri náttúruvísindamönnum hafa í tæpa tvo áratugi fylgst með útbreiðslu birkisins á Skeiðarársandi. Síðustu tvö ár hafa þær nýtt sér dróna til að mynda og kortleggja birkið á sandinum.
Var aðgengilegt til 20. mars 2021.
Lengd: 7 mín.
e
Engin dagskrá.