10:30
Kiljan
Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Síðasta Kilja fyrir jól er efnismikil. Jón Kalman Stefánsson kemur í myndver og ræðir um bók sína Fjarvera þín er myrkur. Við birtum niðurstöðurnar í kosningunni um verðlaun bóksalanna eins og hvert ár - og líka tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Ragnar Axelsson segir frá bókinni Hetjur Norðurslóða en þar birtast myndir hans af grænlenskum sleðahundum. Kristín Björg Sigurvinsdóttir spjallar um Dóttur hafsins, það er fyrsta bók hennar - hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Jón Óskar Sólnes segir frá bókinni Kórdrengur í Kaupmannahöfn og Ásgeir Jónson seðlabankastjóri er í viðtali um bók sína um Jón Arason biskup. Gagnýnendur þáttarins fjalla um eftirtaldar bækur: Bráðina eftir Yrsu Sigurðardóttur, Höfuðbók eftir Ólaf Hauk Símonarson, Herbergi í öðrum heimi eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur og Þín eigin undirdjúp eftir Ævar Þór Benediksson.

Var aðgengilegt til 20. mars 2021.
Lengd: 45 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliður er textaður.
Engin dagskrá.
,