Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Þura kynnir Þorra fyrir jóla-ljósálfinum Ljósi og í sameiningu hjálpast þau að við að hughreysta Ljós.
Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hún er sérvitur, glaðvær og áhugasöm. Besti vinur hennar er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.
Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.
Talsett teiknimynd frá 2011 um íkornann Alvin og félaga hans sem njóta lífsins á skemmtiferðaskipi í góðu yfirlæti. Fríið tekur óvænta stefnu þegar þeir fara óvart fyrir borð og rekur á land á eyðieyju.
Fjölskyldu- og skemmtiþáttur frá 2018. Jón Jónsson fær til sín hressar fjölskyldur sem etja kappi í bráðfyndnum spurningaleikjum og þrautum. Dagskrárgerð: Rúnar Freyr Gíslason. Upptökustjórn: Þór Freysson.
Jólaþáttur Fjörskyldunnar.
Fjölskyldurnar Tómasarhagi og Illugagata keppa í Skissunni, Kvaðaspurningum, Gervigreind og fleiri leikjum.
Tómasarhagi: Margrét , Leifur, Dísa og Svava.
Illugagata: Sigurþór, Inga, Aron og Pétur.
Heimildarmynd um jólahald Íslendinga. Fyrir síðustu jól bauð RÚV öllum sem vildu að senda inn myndefni af sínum jólum, undirbúningi og hátíðarhöldum. Fjöldi fólks tók þátt og úr varð einlæg svipmynd af jólahaldi þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Ásgrímur Sverrisson.
Upptaka frá jólatónleikum Björgvins Halldórssonar sem haldnir voru í Laugardalshöll 17. desember 2022. Fram koma: Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Eyþór Ingi, Gissur Páll, Svala, Jóhanna Guðrún, Stefán Hilmarsson, Hera Björk, Vigdís Hafliðadóttir, Jólastjörnurnar 2022 og fleiri. Stjórn upptöku: Þór Freysson. Framleiðsla: RÚV og Sena.
Þættir þar sem matar- og tónlistarmenning á Íslandi er skoðuð með viðtölum við landsmenn. Gunnar Karl Gíslason og Sverrir Þór Sverrisson hitta fólk víða um land og kynna sér hefðir þeirra og lífsstíl.
Eru jól og áramót sama veislan eða tvær veislur sem renna saman í eina með skötu í forrétt? Gunnar Karl og Sveppi svara þessari spurningu. Þeir skiptast á jólagjöfum, fá sér skötu og eggjapúns og bjóða í áramótafögnuð með góðum vinum í listasafni í miðborg Reykjavíkur.
Jón Ólafsson, tónlistarmaður, fær til sín þekkt tónlistarfólk á aðventunni og leikur með þeim jólalög.
Gestir Jóns í þættinum eru Kristjana Stefánsdóttir og Þorsteinn Einarsson. Stjórn upptöku: Rúnar Freyr Gíslason.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Jólagarðurinn á Akureyri er umfjöllunarefni þessa þáttar.
Þáttastjórnandi vinnur hörðum höndum að því að útbúa Jólastundina þar sem hann fær til sín góða gesti og vel valin tónlistaratriði. Vandræði banka upp á þegar Bikkja mætir á svæðið og gerir allt til þess að skemma útsendinguna, með misgóðum árangri. Meðal leikenda eru: Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Ilmur Kristjánsdótti, Oddur Júlíusson og Magnús Þór Bjarnason. Handrit og leikstjórn: Erla Hrund Halldórsdóttir og Hekla Egilsdóttir.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Ljós segir Þorra og Þuru frá jóla-ljósálfum og heimkynnum þeirra. Afi kemur í heimsókn með fangið fullt af jólagjöfum og gömlu jólaskrauti.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Þáttaröð í sex hlutum þar sem fjallað er um sameiginlegar minningar íslensku þjóðarinnar á léttan og nýstárlegan hátt. Umsjónarmennirnir Margrét Blöndal og Felix Bergsson leggjast í fullkomlega óvísindalega mannfræðirannsókn til að reyna að skilja íslensku þjóðina betur. Að þessu sinni skoða þau ýmsa þætti í íslensku mannlífi sem flestir þekkja. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Sérstakur hátíðarþáttur í tilefni jóla þar sem Bergsson og Blöndal fara í minningarferðalag aftur til sjötta, sjöunda og áttunda áratugar síðustu aldar. Stórsveit Reykjavíkur kíkir í heimsókn og góðir gestir stíga á stokk með sveitinni. Umsjón: Felix Bergsson og Margrét Blöndal. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.
Upptaka frá jólatónleikum í Norðurljósasal Hörpu 20. desember 2022. Tónlistarkonurnar Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Ragnheiður Gröndal flytja öll sín uppáhalds jólalög ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar. Hljómsveitina skipa Eyþór Gunnarsson, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og Magnús Trygvason Elíassen. Stjórn upptöku: Þór Freysson. Framleiðsla RÚV í samstarfi við söngkonurnar.
Bresk jólamynd frá 2003 eftir Richard Curtis. Fylgst er með ólíkum Lundúnabúum í aðdraganda jóla. Sögur þeirra tengjast á mismunandi vegu og öll eru þau að leita að ástinni, hvert á sinn hátt. Kvikmyndin skartar úrvalsliði leikara, þar á meðal eru Alan Rickman, Bill Nighy, Colin Firth, Emma Thompson, Hugh Grant og Liam Neeson.