Þriðja þáttaröðin um Elías, unga og áhugasama björgunarbátinn. Hann er ósvífinn, fjörugur og mikils metinn í heimabæ sínum. Vinir Elíasar skipta honum öllu máli og leggur hann í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum.
Skrekkur, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík.
Bein útsending frá úrslitum hæfileikakeppninnar Skrekks 2024 í Borgarleikhúsinu þar sem grunnskólanemar í Reykjavík keppa. Kynnar eru þau Egill Andrason og Helga Salvör Jónsdóttir.
Dagskrárgerð: Þuríður Davíðsdóttir. Stjórn útsendingar: Sturla Hólm Skúlason.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld kynnumst við tveimur Dýrfinnum sem koma hvor úr sínum heimshlutanum, við hittum mann sem gekk yfir landið, við skoðum vefnað sem er eins og var á landnámsöld og við hittum krakka í Skagafirði sem tóku málin í sínar hendur þegar leiktækin á skólalóðinni voru orðin léleg.
Íslensk heimildarþáttaröð í fjórum hlutum um mannskæð snjóflóð sem féllu á byggðina í Norðfirði 20. desember 1974 og sópuðu burt öllu sem á vegi þeirra varð.
Í þættinum er fjallað um leitina að fólki sem grófst undir snjóflóðinu, hjálpina sem barst frá nærliggjandi fjörðum, áfallið, sorgina og jólahátíðina 1974.
Loft hefur svifið um loftin blá frá örófi alda án þess að lenda nokkurn tímann á jörðu. Það kynnist ævintýralegri tilvist mannsbarna í gegnum sjónaukann sinn og endurspeglar sjálft sig í þeim.
Loftfarið er alveg að gefa sig og Loft missir alla von um að finna galdraklútinn sinn aftur. Á meðan er Áróra veik heima og býr til galdraseyði með týnda klútnum sem nú er orðinn hennar.
Krökkunum í skátabúðunum leiðist en Sunna deyr ekki ráðalaus heldur fer hún með krakkana í kappát en maturinn er ekki fyrir alla. Ætli þau þurfi að borða eitthvað myglað?
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Önnur þáttaröð þessara íslensku dramaþátta. Benedikt Ríkharðsson snýr aftur í stjórnmál eftir að hafa tekið sér leyfi frá embætti forsætisráðherra vegna geðhvarfa. Hann kemur auga á ýmis konar ranghugmyndir stjórnkerfisins um samfélagið sem honum reynist erfitt að fá breytt enda brennimerktur vegna fordóma í garð geðsjúkdóma. Aðalhlutverk: Ólafur Darri Ólafsson og Aníta Briem. Leikstjórn: Arnór Pálmi Arnarson og Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt mætir andstöðu vegna fjármögnunar geðheilbrigðismála sem hefur í för með sér árekstra við aðra ráðherra og áhyggjur af stöðugleika hans. Hegðun hans verður óstöðugri og Steinunn og Grímur eiga erfitt með að takast á við afleiðingarnar. Steinunn dýpkar þátttöku sína í stjórnmálum en Grímur er klofinn milli hollustu og metnaðar.
Norsk kvikmynd frá 2016 í leikstjórn Eriks Poppe. Árið 1940 tekst Þjóðverjum að hernema Ósló og aðrar helstu borgir Noregs. Hákon VII Noregskonungur flýr til norðurhluta landsins á meðan Þjóðverjar reyna að koma leppstjórn Vidkuns Quisling til valda. Framtíð Noregs er í höndum konungsins sem þarf annaðhvort að samþykkja hernám Þjóðverja eða standa með bandamönnum. Aðalhlutverk: Jesper Christensen, Anders Baasmo og Karl Markovics. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Heimildarmynd um sellóleikarana Luka Sulic og Stjepan Hauser sem eru meðal skærustu stjarna í heimi sígildrar tónlistar í dag. Í myndinni skyggnumst við á bak við tjöldin í lífi þeirra og sjáum hvernig þeir finna leiðir að halda rónni í hringiðu heimsfrægðar.
The second season of this Icelandic drama series. Benedikt Ríkharðsson returns to politics after taking a leave of absence from the post of prime minister, due to living with bipolar disorder. He finds various misconceptions in the political system about society that he finds difficult to change, as he is stigmatised because of prejudice against mental illness. Starring Ólafur Darri Ólafsson and Anita Briem. Directors: Arnór Pálmi Arnarson and Katrín Björgvinsdóttir.
Benedikt faces opposition over the financing of mental health issues, which leads to conflicts with other ministers and concerns about his own stability. His behaviour becomes more unstable and Steinunn and Grímur find it difficult to deal with the consequences. Steinunn leans more into politics while Grímur is torn between loyalty and ambition.