Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Raforkuverð til heimila og fyrirtækja hefur ekki hækkað meira síðan 2009 nú í ár. Fyrirtæki segja sum hver að hærra raforkuverð eigi þátt í því að þau verði að hækka vöruverð. ASÍ segir að stjórnvöld hafi mistekist að vernda almenning fyrir verðhækkunum á raforku og vill að gripið verði í taumana. Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, eru gestir Kastljóss.
Íslendingar virðast orðnir metvitaðari um mataræði sitt um hátíðarnar. Sífellt fleiri kjósa að sleppa því að borða saltan mat marga daga í röð sem hefur orðið til þess að minna álag er á hjartadeild Landspítalans um jólin en áður var.
Í fyrstu þáttaröð Útsvars frá vetrinum 2007-2008 keppa 24 stærstu bæjarfélög landsins sín á milli í skemmtilegum spurningaleik. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Dómari og spurningahöfundur er Ólafur Bjarni Guðnason. Útsendingu stjórnar Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti keppa lið Kópavogs og Álftaness. Fyrir hönd Kópavogs keppa Örn Árnason leikari, Hafsteinn Viðar Hafsteinsson laganemi og Víðir Smári Petersen laganemi. Fyrir hönd Álftaness keppa Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður, Guðmundur Andri Thorsson sem fæst við ritstörf og Vigdís Ásgeirsdóttir söngnemi.
Þættir frá 2014 þar sem íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn flytja lög í myndveri RÚV. Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson og upptöku stjórnaði Helgi Jóhannesson.
Valdimar, GusGus, Margrét Eir og Páll Rósinkrans og Leoncie.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld fræðumst við um hönnunarverkefnið Misbrigði, við förum á rúningsnámskeið þar sem allir nemendurnir eru konur, við verslum í bókabúð Barnanna á Grenivík og við förum á jólatónleika með fjölskyldunni á Skerðingsstöðum í Dölum.
Þættir fyrir alla fjölskylduna sem fjalla um fólkið sem hjálpar okkur hinum að komast í jólaskapið. Það eru til dæmis þau sem hlaupa í skarðið fyrir jólasveinana þegar þeir eru vant við látnir, fólkið sem heldur jólaböllin, ber út póstinn og föndrar skrautið, svo fátt eitt sé nefnt.
Í þættinum kynnumst við aðstoðarmanni jólasveinanna í póstburði.
Álfarnir Þorri og Þura fara létt með að bíða eftir jólunum enda eru þau hugmyndaríkir fjörkálfar og bestu vinir. Með gleði, söng og samveru líður tíminn hraðar.
Á meðan Þorri og Eysteinn sofa vært byrjar ljósið í lampanum að blikka. Þura rankar við sér og sér hvað leynist í lampanum.
Talsett norskt jóladagatal. Selma er 9 ára munaðarlaus stelpa sem býr hjá hinni ströngu Rut. Selma á þá ósk heitasta að eignast alvöru fjölskyldu og biður jólasveininn um hjálp.
Keppni í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Þegar tíminn er hálfnaður draga keppendur babb-spjöld. Að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu. Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.
Það er sérdeilis spennandi skapandi þraut í dag þar sem skaparar og keppendur eiga að búa til jólateiknimyndasögu á 10 mínútum. Þau þurfa bæði að skrifa söguna og teikna myndir - tekst þeim það? Við sjáum til með það! Hermikrákan er á sínum stað og hljóðkútarnir hjálpa til við að safna stigum fyrir liðin. Skaparar og keppendur eru: Dreki Jónsson Nína Sólveig Svavarsdóttir Victor Breki Ólafsson Sigrún Ásta Magnúsdóttir
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Íslensk tónlistarmyndbönd.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Fróðlegir danskir þættir þar sem þáttastjórnendur rannsaka matinn sem við borðum dags daglega.
Sérstakur jólaþáttur um hina litríku og lífsglöðu Larkin-fjölskyldu. Þættirnir gerast í Kent-sýslu á Englandi um 1950 og eru byggðir á sígildri sögu H. E. Bates, The Darling Buds of May, eða Maíblómin. Aðalhlutverk: Bradley Walsh, Joanna Scanlan og Sabrina Bartlett.
Nýjustu fréttir og íþróttir kvöldsins. Alla mánudaga til fimmtudaga.
Veðurfréttir
Þýsk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum byggð á lífi Aenne Burda, stofnanda þýska útgáfufyrirtækisins Burda. Hún mótaði ekki aðeins tísku þýsku þjóðarinnar á fimmta áratug síðustu aldar heldur átti hún einnig stóran þátt í efnahagslegri uppbyggingu landsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Aðalhlutverk: Katharina Wackernagel, Jean-Yves Berteloot og Lior Kudrjawizki. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.