Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.
Sá fyrri af tveimur þáttum um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þættinum segir frá leið Laufeyjar frá Dalvík til Parísar þar sem hún lærði listfræði og hóf síðan virka þátttöku í íslensku myndlistarlífi.
Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 að heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.
Nokkuð er af tónlist í þessum þætti
Mona Heftre: Tantout rouge Tantout bleu
Francoise Hardy: Le premier bonheur du jour og Il n´ya pas dámour heureux
Tónlist úr kvikmyndinni Les Parapluies de Cherbourg, lagið Departe
Guðmundur Andri Thorsson: Og Dillidó
Edith Piaff: Sous le Ciel de Paris
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum þætti les umsjónarmaður jólaguðspjallið en þó ekki hið alkunna jólaguðspjall Lúkasar heldur frásögn af fæðingu og fyrstu dögum Jesú sem er að finna í hinu svonefnda Arabíska barnæskuguðspjalli, sem er - þrátt fyrir nafnið - kristið verk frá því á 5. öld. Frásögnin er ítarlegri en hjá Lúkasi og þarna kemur fram að Jesúbarnið var strax við fæðingu farið að gera kraftaverk og lækna margvíslega sjúkdóma, allt frá holdsveiki til getuleysis, og rak út illa anda í stórum stíl.
Tónlist að morgni jóla.
Sóley Björk Einarsdóttir trompetleikari, Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari, Emil Þorri Emilsson slagverksleikari, Jón Þorsteinn Reynisson harmóníkuleikari og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari flytja tónlist eftir Johann Sebastian Bach, Domenico Gabrielli, Jean Baptiste Lully, Marc-Antoine Charpentier o.fl. í hljóðritun sem gerð var í Akureyrarkirkju á síðasta ári fyrir Ríkisútvarpið.
Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.
Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.
Í síðari þætti Líf með list, um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París, er rætt við Laufeyju um einstakar sýningar sem hún stjórnaði um og eftir síðustu aldamót.
Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 á heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.
Svolítil tónlist líka í þessum þætti:
Sous le ciel de Paris með Parisi taeva all; Le droit a la paresse með Georges Moustaki; Hljóðrás við verk Rúríar, Fossar í voða (Endangered Waters), tekið af netinu; Hljóðrás úr verki Gabríelu Friðriksdóttur við verkið Tetralógía – north.
Þá heyrast fáeinir gítartónar úr prívatupptöku, Sólveig Genevois leikur.
Zao de Sagazan La sympohonie des éclairs.
Veðurstofa Íslands.
Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.
Leitin að elstu súrdeigsmóður Íslands tekur óvænta stefnu einn morguninn þegar Ragnheiður Maísól er að fara með dóttur sína í leikskólann. Frá leikskólanum berst leitin vestur á Strandir, þaðan austur á Seyðisfjörð, því næst til Baskalands og loks suður til Reykjavíkur þar sem í ljós kemur að háöldruð súrdeigsmóðir leynist í ísskáp einum þar í borg. Og þetta er engin venjuleg súrdeigsmóðir heldur súrdeigsmóðir sem veltir upp stórum spurningum, m.a. um líffræðilegan fjölbreytileika og sjálft hagkerfið.
Í þættinum er rætt við Gunnar Þorra Pétursson, Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur, Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur og Sigríði Þorgeirsdóttur.
Lesarar eru Björn Þór Sigbjörnsson, Gígja Hólmgeirsdóttir, Kristján Guðjónsson og Jóhannes Ólafsson.
Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.
Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir
Útvarpsfréttir.
Risastórar skemmur rísa nú á varnarsvæði hersins á Miðnesheiði. Þær eiga að hýsa „flugvöll í boxi“ sem hægt verður að koma upp hér á landi eða annars staðar þar sem þörf kanna að verða á. Þetta segir skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Grunur er um að olíuflutningaskip tengt Rússlandi hafi átt þátt í skemmdum á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands í gær. Þetta er þriðji sæstrengurinn í Eystrasalti sem skemmist á rúmum mánuði.
Hættustig er í gildi á veginum um Súðavíkurhlíð. Snjóflóð féll á veginn í morgun og íbúar í Súðavík eru innlyksa.
Fimm fréttamenn hjá palestínskri sjónvarpsstöð voru drepnir í árás á útsendingarbíl á Gaza í morgun. Ísraelsmenn segjast hafa verið að uppræta hryðjuverkamenn.
Veitur gera ekki ráð fyrir að þurfa að skerða heitt vatn í kuldakastinu fram undan, en hvetja fólk engu að síður til þless að fara sparlega með vatnið. Frost gæti farið niður fyrir tuttugu stig í næstu viku.
Það verður að tryggja fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, segir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun. Stjórnvöld verði að samþykkja stefnu um skaðaminnkun.
Rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir settist niður ásamt Ahmed Almamlouk og Fadiu Redwan sem flúðu til Íslands frá Gaza og túlkurinn Khalid Omer gerði þeim kleift að tala saman. Úr varð útvarpsleikverkið Þau sjá okkur ekki í myrkrinu sem byggir á þessum samtölum en þar gefst hlustendum færi á að kynnast sjónarhorni fólks sem hrakið er á flótta frá heimilum sínum og ratar alla leið til Íslands í leit að vernd.
Hljóðvinnsla: Gísli Kjaran Kristjánsson
Höfundur og leikstjóri: Kristín Eiríksdóttir
Seinni hluti verksins byggir á frásögn Fadiu Redwan.
Leikari: Ilmur Kristjánsdóttir
Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit að svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.
Barokkhópurinn Amaconsort flytur leikhústónlist og dansa frá Englandi og Hollandi í eigin útsetningum.
Flytjendur eru blokkflautuleikarinn Lea Sobbe . Lena Rademann barokkfiðluleikari, gömbuleikarinn Martin Jantzen og Halldór Bjarki Arnarson sem leikur á sembal.
Hljóðritun frá tónleikum á tónlistarhátíðinni Reykjavík Early Music Festival sem fram fór í Norðurljósum, Hörpu í mars sl.
Jóhannes Ólafsson fjallar um rithöfundinn Han Kang frá Suður-Kóreu sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár. Verðlaunin hlýtur Han fyrir ákafan og ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar hve brothætt mannlífið er eins og segir í umsögn nóbelsnefndarinnar. Han hefur hlotið fjölda virtra verðlauna fyrir verk sín og hún vakti fyrst alþjóðlega athygli fyrir skáldsöguna Grænmetisætan sem kom út á ensku 2015. Han er fyrsti höfundurinn frá Suður-Kóreu og fyrsta konan frá asíu til að hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Farið er yfir feril Han Kang og rýnt í nokkrar bækur hennar í þættinum.
Kvöldfréttir útvarps
Óvenjulegur hátíðarþáttur fyrir venjulegt fólk.
Fólkið úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „Með okkar augum" skoðar ýmsar hliðar jólahátíðarinnar.
Yfirumsjón: Elín Sveinsdóttir.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tíunda árið í röð velur Guðni Tómasson sérvalda tónlist fyrir jóla-undirbúninginn á aðfangadegi, á meðan sósan mallar í pottinum og strokið er af helstu flötum heimilisins. Í þessum þætti verður litið um öxl og umsjónarmaður velur lög úr þáttum liðinna ára, sem eru ómissandi rétt áður en helgi jólanna færist yfir.
Ævintýri í tali og tónum.
Flytjendur: Drengjakór Dómkirkjunnar í Berlín og Fílharmoníusveitin í Berlín. Seymon Bychkov stjórnar.
Sögumaður: Hallmar Sigurðsson.
eftir Jónas J. Rafnar. Þorsteinn Ö. Stephensen les.
(Áður á dagskrá 1962)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Gestur Svipmyndar í dag er engin önnur en Herdís Egilsdóttir, kennari og rithöfundur.
Herdís fæddist á Húsavík þann 18. júlí árið 1934 og fagnaði því níræðisafmæli sínu í sumar. Hún hóf kennslu í Ísaksskóla árið 1953 og starfaði þar í 45 ár, eða fram til ársins 1998. Herdís hefur skrifað fjölda bóka, leikrit, sjónvarpsefni og námsefni fyrir börn. Þar á meðal eru bækurnar um Pappírs-Pésa og Siggu og skessuna og kennsluhandbók í lestri sem nefnist Það kemur saga út úr mér. Herdís hefur þróað merkilegar kennsluaðferðir, á borð við Landnámsaðferðina, sem vakið hafa mikla athygli. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar og segist hvergi nærri hætt.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Í þættinum er fjallað um heiðin jól og tengsl þeirra við kristnu jólin. Rætt verður við Öldu Völu Ásdísardóttir um jólahald hjá Ásatrúarmönnum nútímans og lesið úr fornum textum sem segja frá heiðnu jólahaldi á Íslandi og í Noregi fyrir kristnitöku. Einnig verður fjallað um tengsl forn-rómversku Satúrnusarhátíðarinnar við jólin og leiknir verða jólasöngvar sem taldir eru varðveita heiðin minni, en þar á meðal er gamall enskur jólasöngur: "The Boar´s Head Carol" (Villigaltar-jólasöngurinn).
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Lesarar: Hallgrímur Ólafsson og Guðrún Þórðardóttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Rúnar Róbertsson verður með hlustendum þar sem huggulegheitin ráða ríkjum og boðið verður upp á ljúfa stund þar sem jafnvel er best að láta fara vel um sig í náttfötunum.
Rúnar Róberts vaknaði snemma þennan annan dag jóla og mætti á náttbuxunum í vinnuna.
Lagalisti:
08:00
GDRN og Magnús Jóhann ásamt KK - Það sem jólin snúast um.
David Gray - Sail Away.
Sting - Shape Of My Heart.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
Kjalar - Jólaboð hjá tengdó.
Michael Marcagi - Scared To Start.
James - Laid.
Maggie Rogers - In The Living Room.
Sycamore Tree - Hér eru jól.
Raven & Rún - Handan við hafið.
Coldplay - ALL MY LOVE.
The Black Keys ásamt DannyLux - Mi Tormenta.
09:00
Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius - Ekkert blóð.
Pálmi Gunnarsson - Allt í einu.
Frumburður ásamt Daniil - Bráðna.
Mark Ronson feat. Amy Winehouse - Valerie.
Dua Lipa - Dance The Night.
Culture Club - Time (Clock Of The Heart).
Robbie Williams - Forbidden Road.
George Michael - Praying For Time.
Adele - I drink wine.
Kaleo - All the pretty girls.
U2 - Country Mile.
Andrés Vilhjálmsson og Jónína Björt - Óopnuð jólagjöf.
10:00
Eyþór Ingi Gunnlaugsson - Hugarórar.
Peter Gabriel - Sledgehammer.
Jungle - Talk About It.
Björgvin Halldórsson - Jól.
GDRN og Unnsteinn Manuel - Utan þjónustusvæðis.
Grýlurnar - Ekkert Mál.
Myrkvi - Glerbrot.
Duran Duran - Ordinary World.
Tame Impala - The Less I Know The Better.
Sóldögg - Leysist Upp.
Egill Ólafsson - Hátíð Í Bæ.
Spice girls - Goodbye.
11:00
Fleetwood Mac - Dreams.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
Billy Strings - Gild the Lily.
Billie Eilish - Birds of a Feather.
Bríet & Ásgeir - Venus.
Snorri Helgason, Emmsjé Gauti og Valdimar Guðmundsson - Bara ef ég væri hann.
Wings - Let 'em in.
Hjálmar - Manstu.
Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.
Bruce Springsteen - Hungry Heart.
Johnny Cash - The little drummer boy.
Bob Dylan og Johnny Cash - Girl from the north country.
The Verve - Sonnet.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
ELO - Living Thing.
Tom Jones - (It looks like) I'll never fall in love again.
12:00
Flott - Ó, Grýla taktu þér tak
Helgi Björnsson - Himnasmiðurinn
Sigrún Stella - Circles
Útvarpsfréttir.
Risastórar skemmur rísa nú á varnarsvæði hersins á Miðnesheiði. Þær eiga að hýsa „flugvöll í boxi“ sem hægt verður að koma upp hér á landi eða annars staðar þar sem þörf kanna að verða á. Þetta segir skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Grunur er um að olíuflutningaskip tengt Rússlandi hafi átt þátt í skemmdum á sæstrengjum milli Finnlands og Eistlands í gær. Þetta er þriðji sæstrengurinn í Eystrasalti sem skemmist á rúmum mánuði.
Hættustig er í gildi á veginum um Súðavíkurhlíð. Snjóflóð féll á veginn í morgun og íbúar í Súðavík eru innlyksa.
Fimm fréttamenn hjá palestínskri sjónvarpsstöð voru drepnir í árás á útsendingarbíl á Gaza í morgun. Ísraelsmenn segjast hafa verið að uppræta hryðjuverkamenn.
Veitur gera ekki ráð fyrir að þurfa að skerða heitt vatn í kuldakastinu fram undan, en hvetja fólk engu að síður til þless að fara sparlega með vatnið. Frost gæti farið niður fyrir tuttugu stig í næstu viku.
Það verður að tryggja fjölbreyttari lyfjameðferð við ópíóíðafíkn, segir formaður Matthildar - samtaka um skaðaminnkun. Stjórnvöld verði að samþykkja stefnu um skaðaminnkun.
Bækurnar úr jólabókaflóðinu hafa ratað í hendur spenntra lesenda fyrir þessi jól að vanda og sögur þeirra glæða lífi í hátíðarhöld landsmanna. Skáldsögurnar hafa orðið til við ólíkar aðstæður hjá íslenskum rithöfundum, sum skrifa í skorpum á nóttunni, sum vakna snemma hvern morgun til að byrja sagnasmíðina og þar fram eftir götunum. Mörg eiga það sameiginlegt að hlusta á eitthvað á meðan skrifað er. Júlía Margrét Einarsdóttir fær til sín rithöfundana Braga Ólafsson og Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem segja frá ferlinu í skáldsagnagerð og kynna tónlistina sem setti tóninn og veitti þeim innblástur í skrifum á nýútkomnum bókum þeirra.
Kvöldfréttir útvarps
Laufléttir tónar um hátíðarnar.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Andrea Jóns situr vaktina að kvöldi annars í jólum og nýtur samverunnar með landsmönnum í jólafríi.
Útvarpsfréttir.
Upptaka frá jólatónleikum Páls Óskars Hjálmtýssonar og Moniku Abendroth í Háteigskirkju 1. des. sl. Á efnisskránni eru jólalög sem Palli og Monika hafa spilað mikið undanfarna tvo áratugi, auk þekktustu popplaga Palla í sérstökum útsetningum fyrir hörpu, strengjasveit og kórinn Huldur undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar.