Íslensk teiknmynd um jólasveinana. Leikstjóri: Gunnar Karlson. Höfundur: Jóhann Ævar Grímsson og framleiðand:r Haukur Sigurjónsson. Sagan er hluti af Jólastund snjóbarnanna. Samansafn ævintýra frá norðurlöndunum fyrir alla fjölskylduna.
Allt sem tengt er jólunum, tónlist, sögur, fræðsla og fíflagangur.
Í tilefni jólanna fáum við jólasögu úr æsku Gloríu.
Gloría ung: Gríma Valsdóttir
Afi: Ellert Ingimundarson
Amma: Sigrún Edda Björnsdóttir
Móðir: Þórunn Arna Kristjánsdóttir
Faðir: Hallgrímur Ólafsson
Ungabarn: Ásgerður Svala Gunnarsdóttir
Björgunarsveitamenn: Benedikt Karl Gröndal, John Ingi Matta, Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson Útvarpsþulur: Sigvaldi Júlíusson
Talsett teiknimynd frá 2011. Árið er 1910 og skrímsli leikur lausum hala í Parísarborg. Það er í höndum vinanna Emils og Raúls að hafa hendur í hári þess. Skrímslið reynist hins vegar vera ofvaxin og meinlaus fló og vinirnir slást í för með söngkonunni Lucille og sérvitrum vísindamanni til þess að bjarga því frá metorðagjörnum lögreglustjóra.
Íslensk heimildarmynd frá 2022. Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson framdi óvenjulegan gjörning í Moskvu árið 2022 þar sem hann endurskapaði bandarísku sápuóperuna Santa Barbara. Þættirnir nutu gífurlegra vinsælda í Rússlandi árið 1992, eftir fall Sovétríkjanna, og voru eins konar gluggi rússneskra sjónvarpsáhorfenda inn í vestræna lifnaðarhætti. Leikstjóri: Gaukur Úlfarsson.
Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna þar sem úrvalslið gleðigjafa takast á í léttum og fjörugum spurningaleik í anda Gettu betur. Spyrill: Guðrún Dís Emilsdóttir. Dómari: Örn Úlfar Sævarsson. Stjórn upptöku: Ragnar Eyþórsson.
Jól: Guðmundur Pálsson, Kristinn Óli Haraldsson (Króli) og Sigríður Beinteinsdóttir.
Áramót: Ari Eldjárn, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og Örn Árnason.
Leikararnir Karl Ágúst Úlfsson, Randver Þorláksson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason sýna áhorfendum samtíðaviðburði frá nýju sjónarhorni. Stjón upptöku: Björn Emilsson.e.
Danskir þættir um kökubakstur og eftirréttagerð. Mette Blomsterberg útbýr kræsingar.
Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.
Í þessari síðustu Kilju fyrir jól verður farið vestur á Rauðasand og spjallað við Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing um Dauðadóminn. Það er bók sem hún hefur skrifað um örlög Bjarna Bjarnasonar á Sjöundá sem var tekinn af lífi fyrir morð árið 1805. Steinunn hefur ýmsar efasemdir um þetta fræga sakamál. Stefán Máni segir frá spennusögu sinni Dauðinn einn var vitni og Benný Sif Ísleifsdóttir ræðir um nýja skáldsögu sína sem nefnist Speglahúsið. Kafalda er skáldsaga eftir Úlfar Þormóðsson, hrollvekja sem gerist í náinni framtíð - hann segir okkur frá henni. Þá er að nefna Einar Örn Gunnarsson með smásagnasafnið Krydd lífsins og Hildi Knútsdóttur með ungmennabókina Kaisu og Magdalenu. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Syni himnasmiðs eftir Guðmund Andra Thorsson, Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn, Moldina heita eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og Gólem eftir Steinar Braga.
Franskir heimildarþættir sem fjalla um sögu hljóðs og hljóðfæra.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs - Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í jólaþætti Landans skyggnumst við inn í fortíðina og fjöllum um jólahald í heiðnum sið. Við förum í kirkjugarðinn með manni sem hefur tekið að sér að sjá um leiði fallinna hermanna og kynnum okkur hina einstöku Dúabíla, leikfangabíla sem famleiddir voru á Dýrafirði á sínum tíma. Við sláumst einnig í för með konu sem ætlar að ganga hringinn í kringum hnöttinn, fáum að vita hvernig tónverk verða til og fylgjumst með fornleifauppgreftri í Odda á Rangárvöllum.
Ævintýralegir danskir þættir fyrir alla fjölskylduna. Vinirnir Charly, Niels og Tania eru í fríi á Borgundarhólmi. Þegar Silje, vinkona þeirra, er sökuð um að hafa skemmt verðmætt listaverk á safni Oluf Høst eru þau staðráðin í að sanna sakleysi hennar og ná sökudólgnum. Málið reynist hins vegar stærra og flóknara en þau gerðu sér í hugarlund og fljótlega eru þau komin á hættulegar slóðir. Þættirnir eru framhald af þáttaröðinni Horfna rafherbergið. Aðalhlutverk: Marinus Refnov, Cecilia Loffredo, Bertil Smith og Lova Müller Rudolph.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Daglegt líf Hælbein fjölskyldunnar gengur sinn vanagang. Hins vegar er enginn dagur eins þegar Blæja og Bára eiga í hlut.
Þau Ylfa og Máni standa vaktina í eldhúsinu og kenna okkur hvernig á að elda og baka ýmislegt góðgæti. Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir. Umsjón: Ylfa Blöndal og Hilmar Máni Magnússon.
Ylfa og Máni útbúa jólalegan eftirrétt: Marengs og ís.
Hér er uppskriftin:
Marengstoppar
5 eggjahvítur
300 gr sykur
1/2 L rjómi
Ber að eigin vali
Leiðbeiningar:
Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær fara að freyða vel.
Setjið smám saman sykurinn út í og þeytið á fullum hraða þangað til blandan er orðin alveg stíf.
Þið eigið að geta snúið skálinni við og ekkert dettur úr henni.
Setjið deigið í sprautupoka og sprauta litla toppa á bökunnarpappír.
Bakið við 100 gráður í 30 mín eða þangað til topparnir losna frá pappírnum.
Þeytið rjóma og setjið í sprautupoka. Sprautið smá ofan á hvern marengs og setjið svo ber að eigin vali ofan á.
Ís
5 Eggjarauður
1 1/4 dl púðursykur
1/2 L þeyttur rjómi
1tsk vanilludropar
100 gr Toblerone eða annað sem krakkarnir vilja
Þeyttu eggjarauður og púðusykur vel saman.
Blandaðu þeytta rjómanum varlega saman við og vanilludropunum.
Saxaðu sælgætið smátt og blandaðu varlega saman við.
Settu í form og settu í frysti. ATH. þarf að geyma í frysti yfir nótt.
Umsjón:
Ylfa Blöndal
Hilmar Máni Magnússon
Abbe getur stöðvað tímann þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann vill. Þegar foreldranir hlusta ekki, stóri bróðir er alveg sama og heimurinn er ósanngjarn þá hrópar Abbe STOPP og þá stöðvast allt. Nú er það hann sem ræður.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Íþróttafréttir.
Veðurfréttir.
Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.
Upptaka frá fimmtíu ára afmælistónleikum Páls Óskars sem haldnir voru í Háskólabíói í mars 2022. Á tónleikunum stígur Páll Óskar á svið ásamt 17 manna hljómsveit og flytur uppáhaldslög sín af löngum ferli. Hljómsveitarstjóri er Ingvar Alfreðsson sem einnig útsetur öll lögin fyrir þetta sérstaka tilefni. Stjórn upptöku: Helgi Jóhannesson.
Bresk sakamálamynd í tveimur hlutum byggð á samnefndri skáldsögu eftir Agöthu Christie. Árið 1954 kemst hinn ungi Luke Fitzwilliam óvænt á slóð raðmorðingja þegar hann hittir fröken Pinkerton um borð í lest til Lundúna. Hún er á leið til lögreglunnar að tilkynna dularfull dauðsföll í heimabæ sínum sem morð. En þegar fröken Pinkerton finnst látin áttar Fitzwilliam sig á því að hann þarf að finna morðingjann áður en fórnarlömbin verða enn fleiri. Aðalhlutverk: David Johnsson, Mathew Baynton og Nimra Bucha. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Íslensk verðlaunakvikmynd frá 2021. Sauðfjárbændurnir María og Ingvar búa í fögrum en afskekktum dal og þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund en fljótlega taka óveðursský að hrannast upp yfir bænum. Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson. Aðalhlutverk: Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason og Björn Hlynur Haraldsson. Myndin er ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.
Sannsöguleg bresk þáttaröð frá 2023 eftir Russell T. Davies. Enska leikkonan Noele Gordon var ein skærasta stjarna Bretlands þegar hún lék í sápuóperunni Krossgötur á áttunda áratugi síðustu aldar. Á hápunkti frægðarinnar árið 1981 var hún skyndilega rekin úr þáttunum án nokkurra útskýringa. Aðalhlutverk: Helena Bonham Carter, Con O'Neill og Augustus Prew.
Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.
Icelandic, award-winning drama from 2021. Ingvar and María discover a mysterious newborn on their farm in Iceland. The unexpected prospect of family life brings them muhc joy, for a while. Director: Valdimar Jóhannsson. Main cast: Noomi Rapace, Hilmir Snær Guðnason and Björn Hlynur Haraldsson. Not suitable for children under 12 years.