ok

Sorrí!

Sorrí, Jón Ásgeir

Það er óhætt að segja að samband Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og þeirra fjölmiðla sem hann átti á sínum tíma hafi verið flókið. Árið 2009 hóf ég störf hjá Fréttablaðinu og í fyrstu vikunni minni í starfi tókst mér að fara verulega í taugarnar á honum með færslu á Facebook. Við Jón Ásgeir höfum aldrei talað saman um skrifin sem urðu til þess að hann vildi að ég yrði rekinn. Þar til nú.

Frumflutt

19. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sorrí!Sorrí!

Sorrí!

Fyrir 20 árum lét Atli Fannar Bjarkason sig dreyma um að starfa á fjölmiðlum. Hann flutti til Reykjavíkur með báðar hendur tómar og fékk tækifæri til að skrifa í dagblöð, ritstýra tímaritinu Monitor og koma fram í útvarpi og sjónvarpi. Hann flutti líka fréttainnslög í Vikunni með Gísla Marteini og stofnaði sinn eigin fjölmiðil, Nútímann sem hann tengist ekkert í dag.

Draumurinn rættist sem sagt en þegar hann horfir til baka sér hann að á þessum tíma hafi hann oft verið með bölvuð leiðindi við fólk sem átti það ekkert endilega skilið. Í þessum þáttum hittir hann þetta fólk og leggur spilin á borðið.

Umsjón: Atli Fannar Bjarkason.

,