Sönggyðjurnar

Billie Holiday: Fremsta djasssöngkona allra tíma

Billie Holiday, sem oft var kölluð Lady Day, er merkasta listakona sem rytmísk tónlist hefur eignast. Allt frá því hún hljóðritaði fyrst með stórsveit Benny Goodman árið 1938 þar til hún fór síðast í hljóðver með hljómsveit Ray Ellis 1959, hljóðritaði hún slíkan fjölda meistaraverka engin þörf er á endurtaka nokkurt laganna sem leikið var í sex Billie Holiday þáttum sem voru á dagskrá RÚV í upphafi nýrrar aldar.

Frumflutt

18. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sönggyðjurnar

Sönggyðjurnar

Í þessum þáttum er fjallað um bandarískar sönggyðjur allt frá því Bessie Smith og hinar kröftugu blússöngkonur hófu hljóðrita með djasshljómsveitum til helstu djasskvenna okkar tíma einsog Dee Dee Bridgewater. Billie Holliday, Ella Fitzgerald og Sarah Vaughan eru drottningar djassins, en fjöldi annarra söngkvenna gerðu garðinn frægan þótt sjaldnar heyrist þær á öldum ljósvakans, nema þá gospelsöngkonan Mahalia Jackson og söngkonur sem voru á mörkum djass og popps einsog Nina Simone og Diana Washington. Samt sem áður eru þær margar sem ekki eiga skilið falla í gleymsku og verða kynntar í þessum þáttum jafnt sem hinar frægari.

Umsjón með þáttunum hefur Vernharður Linnet.

(Áður á dagskrá 2008)

Þættir

,