PartyZone '95

PartyZone á Innipúkanum

Þættirnir okkar í júlí sem báru þemaheitið PartyZone´95 slógu alveg í gegn og var ákveðið skella í einn aukaþátt um Verslunnarmannahelgina. Við verðum í beinni útsendingu frá Innipúkanum í Reykjavík, en við hreiðrum um okkur á Skemmtistaðnum Röntgen á Hverfisgötu. Drekkhlaðinn þáttur handa ykkur Ásamt því taka stöðuna á hátíðinni munum við handvelja 90´s klassikera sem við náðum ekki koma til skila í þáttunum okkar í júlí. PartyZone verður áberandi á hátíðinni í ár þar sem Frimann og Yamaho munu loka hátíðinni á Sunnudagskvöldið með PartyZone´95 þemanu. Við verðum með Dj sett frá þeim í þættinum til hita ykkur upp. DJ Andrés sem einnig er spila á hátíðinni undir merkjum Más & Nielsen velur skemmtilega 90s lagaþrennu.

Frumflutt

8. ágúst 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
PartyZone '95

PartyZone '95

PartyZone, Dansþáttur Þjóðarinnar fer aftur í tímann og rifjar upp gullaldartímabil í danstónlistinni, sjálfan 10. áratuginn. Þátturinn var í loftinu á laugardagskvöldum á þessum árum og naut mikilla vinsælda, fyrst á Framhaldskólastöðinni Útrás, svo á upphafsárum Xins 977 og svo hér á Rás 2. Það liggur beinast við kalla þáttinn PartyZone '95 í höfuðið á einum af fjórum mixuðum safndiskum þáttarins sem komu út á árunum 94-97. Dansslagarar þáttarins á þessum árum verða spilaðir og hlustendur fluttir í tímavél á tryllt dansgólf tíunda áratugarins hvort sem það voru mislögleg reif, Uxi 95, Rósenberg eða Tunglið

Þættir

,