PartyZone '95
PartyZone, Dansþáttur Þjóðarinnar fer aftur í tímann og rifjar upp gullaldartímabil í danstónlistinni, sjálfan 10. áratuginn. Þátturinn var í loftinu á laugardagskvöldum á þessum árum og naut mikilla vinsælda, fyrst á Framhaldskólastöðinni Útrás, svo á upphafsárum Xins 977 og svo hér á Rás 2. Það liggur beinast við að kalla þáttinn PartyZone '95 í höfuðið á einum af fjórum mixuðum safndiskum þáttarins sem komu út á árunum 94-97. Dansslagarar þáttarins á þessum árum verða spilaðir og hlustendur fluttir í tímavél á tryllt dansgólf tíunda áratugarins hvort sem það voru mislögleg reif, Uxi 95, Rósenberg eða Tunglið