Konungur millistríðsjassins

Fats Waller meistari pípuorgelsins og skálmpíanóstílsins

Thomas Wright ,,Fats” Waller er óefað einn af stórmeisturum djasspíanósins og setti punktinn yfir þróun skálmpíanóstílsins. Hann er eini djassleikarinn sem hefur haft fullt vald á pípuorgelinu, en lék einnig á hammondorgel seinni hluta æfinnar. Hann stjórnaði einni helstu gleðihljómsveit djassins: ,,Fats Waller and his rhythm”, þar sem söngur hans og hvatningarhróp til félaga sveitarinnar gerðu hann vinsælasta djassleikara áranna milli stríða og ekki gleyma öllum lögunum sem hann samdi, hvort sem það voru söngvar fyrir söngleiki á Broadway. Ain´t misbehaving, Black and blue og Honeycukle rose, eða píanóverk á við Handful of keys, sem löngu eru orðin klassísk.

Fyrsti þátturinn er fyrst og fremst um píanó- og orgelleik Fats Waller, auk þess heyrum við lög sem hann hljóðritaði með vinum sínum áður en rýþma -bandið kom til sögunnar 1934. Við heyrum líka það fyrsta sem hann hljóðritaði sem söngvari við eigin undirleik á píanó.

Frumflutt

26. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Konungur millistríðsjassins

Konungur millistríðsjassins

Þættir um tónlistarmanninn Fats Waller sem hefur haldið meiri vinsældum en flestir bandarískir tónlistarmenn millistríðsáranna þó hann hafi horfið af sjónarsviðinu 1943 aðeins 39 ára gamall.

Umsjón: Vernharður Linnet.

Þættir

,