Karl verður konungur

Þriðji þáttur

Karl 3. konungur er ríkisarfi í sögu Bretlands sem lengst hefur beðið eftir taka við völdum. Það hefur verið ólga í einkalífi konungs - samskipti hans við Harry prins, yngri son hans eru stirð og þá hefur Andrés prins, bróðir konungs, tengst ýmsum vafasömum málum, svo ekki fastar orði kveðið.

Vangaveltur hafa verið um hvort Breska samveldið lifi af þessi valdhafaskipti og þá eru blikur á lofti í efnahagslífi landsins. Hvernig konungur verður Karl og hver verða hans helstu verkefni? Til varpa ljósi á það er rætt við fólk víða að.

Umsjón: Anna Lilja Þórisdóttir.

Frumflutt

5. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Karl verður konungur

Karl verður konungur

Um leið og Elísabet Englandsdrottning lést í september 2022 á 97. aldursári eftir 70 ára valdatíð tók Karl sonur hennar við völdum. Hann er ríkisarfi í sögu Bretlands sem lengst hefur beðið eftir því taka við og ætti vera vel undirbúinn fyrir starfið.

Hvað hefur hann gert öll þessi ár? Hvernig voru uppvaxtarár hans og hvernig hefur lífshlaup hans verið. Hefur það undirbúið hann vel fyrir þetta hlutverk?

Karl verður krýndur 6. maí við afar hátíðlega athöfn sem byggir á fornum hefðum og venjum. Við skyggnumst bak við rauðu flauelstjöldin og skoðum hvernig konungur er krýndur og veltum fyrir okkur hversvegna yfirhöfuð verið framkvæma þessa athöfn. Þessa þriðja Bretakonungs sem ber nafnið Karl bíða ýmsar áskoranir, ekki síst í einkalífinu þar sem samskipti í nánustu fjölskyldu hans hafa verið stirð.

Hver er maðurinn sem tekur við þessu áberandi og valdamikla hlutverki? Við förum aftur í tímann og líka áfram og veltum fyrir okkur; hver er framtíð breska konungsveldisins. Til varpa ljósi á það er rætt við fólk úr ýmsum áttum.

Umsjónarmaður: Anna Lilja Þórisdóttir.

Þættir

,