Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta 2023 hefst á fimmtudaginn, 20. júlí. Allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á RÚV og flautað verður til leiks á fimmtudagsmorgun klukkan 7:00. Í þessum þætti Íþróttavarpsins förum við yfir riðlana átta með sérfræðingum RÚV á mótinu, Alberti Brynjari Ingasyni og Öddu Baldursdóttur. Hvaða lið verða best, hvaða lið koma á óvart, verða einhver lið í brasi? Við skoðum líka leikmenn sem vert er að fylgjast með þegar veislan hefst. Allar upplýsingar um mótið og leikjadagskrá má finna hér: https://www.ruv.is/frettir/ithrottir/hm-i-fotbolta-2023