Innrás froskanna og fleiri kvikinda

1. þáttur: Þegar garðurinn fylltist af froskum

Snemma vors lóðsar Karen Kjartansdóttir, íbúi við Melás í Garðabæ, Arnhildi um garðinn sinn - stóran og gróðursælan garð þar sem árum saman hafa dúkkað upp froskdýr. Karen rifjar upp froskafár liðinna ára og allt sem þeim fylgdi.

Leitin uppruna froskanna er hafin og ekki úr vegi ráðgjöf um vísindaleg vinnubrögð.

Frumflutt

17. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Innrás froskanna og fleiri kvikinda

Innrás froskanna og fleiri kvikinda

Undanfarin ár hefur tegund látið á sér kræla í Garðabæ: froskdýr. Í Innrás froskanna og fleiri kvikinda rekur Arnhildur Hálfdánardóttir slóð froskdýranna út og suður í tíma og rúmi, en þó aðallega götu fyrir götu í hinu gamalgróna Ásahverfi. Undir niðri krauma stærri spurningar um heim sem er breytast á áður óþekktum hraða og áhrif þess á lífríkið allt í kringum okkur.

Umsjón, dagskrárgerð og samsetning: Arnhildur Hálfdánardóttir

Sögumaður: Benedikt Sigurðsson

Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen

Þættir

,