Erroll Garner

Úr djassklúbbum til tónleikahalla

Árið 1955 kom út hjá Columbiu breiðskífan „Concert by the Sea”. Hún seldist í milljón eintökum, en það sölumet var ekki slegið í djassi fyrr en „Kind of Blues” með Miles Davis kom út 1959. Í þá daga þurftu menn spara til eiga fyrir plötu - ekki var hægt grípa símann og hlusta fyrir smáaura á einhverri hljóðveitu. Garner var orðinn einn af hinum stóru á alþjóðasviði djassins og ekki minnkaði frægðin er hann samdi eina vinsælustu balöðu djasssögunnar „Misty” 1954. Vinsælustu söngvarar þessara ára hljóðrituðu það s.s. Sarah Vaughan og Johnny Matthis og Clint Eastwood notaði það meistaralega í mynd sinni „Play Misty for Me.” Það var ógleymaleg upplifun vera á tónleikum hjá Erroll Garner, en hann lést í janúar 1977, aðeins 55 ára gamall. Um tíma var efitt plötur Errolls Garners, eftir hann lagði risann Columbia velli í réttarhöldum um samningsbrot. Þá stofnuðu hann og umboðsmaður hans, Martha Glasher, plötufyrirtækið Octava Music og nálgst flestar plötur sveiflumeitarans Errolls Garners.

Frumflutt

6. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Erroll Garner

Erroll Garner

Vernharður Linnet fjallar um Erroll Garner, einn af helstu píanómeisturum sögunnar, í tveimur þáttum.

Þættir

,