Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ungabörn verða bólusett við RS-veirunni næstu tvo vetur. Þetta var tilkynnt fyrir helgi. Veiran veldur oft erfiðum veikindum hjá minnstu börnunum og miklu álagi á spítala. Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar í dag og ræddi um bólusetningar.
Björn Malmquist var á sínum stað. Viðskiptahagsmunir Íslands og skjól í tollastríðinu sem nú er hafið milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna komu við sögu, Björn ræddi við Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins. Söguleg dómsuppkvaðning í Frakklandi og allsherjarverkfall í Brussel voru líka rædd.
Stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hafa uppfært áætlanir og sent almenningi leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að búa sig undir hættuástand eins og hamfarir eða stríð. Evrópusambandið gerði slíkt hið sama í síðustu viku, og í dag kynnir Rauði krossinn hér á Íslandi uppfærðar leiðbeiningar um viðbúnað almennings í hvers kyns neyðarástandi. Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, sagði frá því.
Tónlist:
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Uppáhellingarnir, Sigríður Thorlacius - Gettu hver hún er.
Van Morrison - Problems.



Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Rokkabillýtónlistin naut vinsælda í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar á árunum 1980 til 1981 og talsvert lengur. Nokkur lög frá þessum tíma hljóma í þættinum. Fyrsta lagið er Greased Lightning með John Tavolta úr kvikmyndinni Grease. Stray Cats flytja lögin Runaway Boys, Rock This Town, Your Baby Blue Eyes og My One Desire. Billy Burnette flytur lögin Tear It Up, Honey Hush. Don't Say No og Gimme You og Shakin' Stevens syngur lögin This Ole House, Marie Marie, You Drive Me Crazy og Green Door.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Alþjóðlega kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish 2025 fer fram dagana 3.–13. apríl í Bíó paradís og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Sýndar verða um 30 alþjóðlegar verðlaunamyndir, sem flestar hafa ekki verið sýndar hér á landi. Að auki verður ítalskt horn á dagskrá þar sem ítalskri kvikmyndagerð verður fagnað með mat og víni. Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina en gestum verður gefinn möguleiki á að greiða það sem það hefur tök á að greiða ef áhugi er á að styrkja hátíðina. Við ræddum við Dögg Mósesdóttur framkvæmdastýru hátíðarinnar og Berg Bernburg, en kvikmynd hans Veðurskeytin er opnunarmynd hátíðarinnar og Íslandsfrumsýning.
Það er mánudagur og því kom Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, til okkar í það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um erfðamálin, en þau brenna á mörgum og því miður hafa margar fjölskyldur lent í erfiðleikum þegar kemur að þeim. Hvað ber að hafa í huga, hvað ber að varast og fleira með Georgi í dag.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var María Anna Þorsteinsdóttir, íslenskufræðingur, en hún var íslenskukennari, prófarkalesari, handritagrúskari og útgefandi. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María Anna talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Morgun í Yemen e. Susan Abulowa
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson
Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur
Kvár e. Elias Rúni
Nýja testamentið
Tímarit Máls og menningar
Grimms ævintýri og íslenskar þjóðsögur
Tónlist í þættinum í dag:
Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins, texti Jón Sigurðsson)
Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange, texti Björn Bragi Magnússon)
Síðasta sjóferðin / Brimkló (Steve Goodman, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útgjöld til utanríkis- og varnarmála aukast hlutfallslega mest í fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Mikið fé fer í heilbrigðis-, félags- og samgöngumál. Tekjur af kílómetragjaldi, veiðum, laxeldi og ferðamönnum eiga að standa undir auknum útgjöldum.
Franski stjórnmálaleiðtoginn Marine Le Pen var í morgun sakfelld fyrir fjármálamisferli. Hún má ekki bjóða sig fram í opinbert embætti næstu fimm árin, sem þýðir að áform hennar um forsetaframboð eftir tvö ár eru í uppnámi. Hópur annarra úr Þjóðfylkingunni, flokki Le Pen, voru einnig sakfelldir.
Heilbrigðisstofnanir á Mjanmar ráða ekki við álagið eftir jarðskjálftana á föstudag. Fleiri en tvö þúsund hafa fundist látin, hundraða er enn saknað og björgunarfólk vinnur í kappi við tímann.
Atvinnuvegaráðherra vonar að framboð á leiguhúsnæði aukist með breytingum á lögum um heimagistingu. Nauðsynlegt hafi verið að koma skikki á málaflokkinn
Útvarp, rafhlöður, kerti og skyndihjálpartaska er meðal þess sem Rauði krossinn mælir með að fólk eigi í viðlagakassa ef neyðarástand skapast.
Körfuknattleikssamband Íslands kynnir nýjan landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta í hádeginu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Air Atlanta hefur um árabil haft erlendar flugfreyjur í vinnu hjá sér í gegnum starfsmannaleigu á Möltu. Flugfreyjurnar eru meðal annars frá löndum eins og Indonesíu og Malasíu. Þær eru með um 50 dollara, tæplega, sjö þúsund krónur, í laun á dag,
Baldvin Már Hermannsson forstjóri Air Atlanta segir í svari við spurningum Þetta helst um launakjör flugfreyjanna að erfitt sé að bera laun saman á milli landa.
Fyrrverandi flugmaður hjá Air Atlanta, Hollendingum Sjoerd Willinge Prins var í viðtali við Þetta helst í síðustu viku og ræddi hann um það sem hann taldi vera illa meðferð Air Atlanta á sér þegar hann starfaði hjá félaginu. Sjoerd segir að hann hafi verið skilinn einn eftir, launalaus og með himinháan sjúkrahúsreikning eftir að veiktist í starfi sínu sem verktaki á vegum Air Atlanta í Kenía í Afríku.
Frá árinu 2020 til ársins 2023 hafa eigendurnir greitt sér út arð upp á 135 milljónir dollara. Með fyrirhugaðri arðgreiðslu síðasta árs fer þessi upphæð í rúmlega 170 milljónir dollara. Í íslenskum krónum talið og út frá verðlagi hvers nema arðgreiðslurnar út úr flugfélaginu rúmlega 23 milljörðum íslenskra króna.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við höldum áfram í Póllandi í þætti dagsins. Pólskar bókmenntir á íslensku, við víkkum netið örlítið og lítum á þýðingarsöguna. Pétur Magnússon dagskrárgerðarmaður á rás 1 hefur mikinn áhuga á efninu og nefnir nokkur skáld, bækur og einstök ljóð sem hafa haft áhrif á hann.
Þá fjöllum við líka um nýja þýðingu á bók eftir Olgu Tokarczuk sem hlaut nóbelsverðlaunin í bókmenntum 2019. Hús dags, hús nætur kom út fyrir skemmstu, skáldsaga frá 1998 sem skaut Olgu á stjörnuhiminninn. Árni Óskarsson þýðir en hann þýddi einnig skáldsögu Olgu Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu, við ræðum stuttlega við hann um þýðinguna og heyrum líka brot úr viðtali við Olgu Tokarczuk þegar hún var hér á landi 2006 og Jórunn Sigurðardóttir en bæði hún og Sjón tóku viðtöl við höfundinn.
Viðmælendur: Olga Holownia, Pétur Magnússon, Árni Óskarsson og Olga Tokarczuk.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Hvernig persóna er Fíasól og í hverju lendir hún í nýjustu bókinni? Þessum spurningum ætla rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir og bókaormurinn Aníta Tryggvadóttir að svara. Kristín Helga segir okkur líka hvernig Fíasól fékk nafnið sitt og af hverju þau Halldór Baldursson byrjuðu að skrifa bækur um leikskólabarnið Oddnýju Lóu. Bókaormurinn Aníta telur upp hvaða bækur hún hefur verið að lesa og hvaða bók er hennar uppáhalds.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóðritun frá tónleikum sellódeildar Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá 21. mars sl.
Flytjendur:
Herdís Anna Jónasdóttir söngkona og sellóleikararnir Bryndís Halla Gylfadóttir, Margrét Árnadóttir, Hrafnkell Orri Egilsson, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir,Sigurður Bjarki Gunnarsson, Sigurgeir Agnarsson, Steiney Sigurðardóttir og Urh Mrak.
Efnisskrá:
Astor Piazzolla - Árstíðirnar í Buenos Aires (1965) Sumar - Allegro úts. James Barralet
Brasilískt þjóðlag - Casinha Pequenina úts. Bruno Lima/Hrafnkell Orri Egilsson
Þórður Magnússon - Scherzo (2005/2025)
Heitor Villa-Lobos -Bachianas Brasileiras nr. 5 (1938) Aria (Cantilena) / Adagio Dança (Martelo) Allegretto
Astor Piazzolla - Árstíðirnar í Buenos Aires (1965) Vor - Allegro úts. James Barralet
Magnús Blöndal Jóhannsson - Sveitin milli sanda (1962) úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Astor Piazzolla - Libertango (1974) úts. Hrafnkell Orri Egilsson
Nú vil ég enn í nafni þínu - ísl þjóðlag úts Þórður Magnússon
Einnig hljómar í þættinum:
Sinfónía númer 2 eftir Arvo Pärt.
Made in - eftir Adéle Viret
Ibuyile I'Africa (Africa is back) eftir Abel Selaocoe

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpssagan Jón eftir Ófeig Sigurðsson.
Hjalti Rögnvaldsson les.
(2014)
Tuttugasti og fyrsti lestur.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Alþjóðlega kvikmynda- og bransahátíðin Stockfish 2025 fer fram dagana 3.–13. apríl í Bíó paradís og boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Sýndar verða um 30 alþjóðlegar verðlaunamyndir, sem flestar hafa ekki verið sýndar hér á landi. Að auki verður ítalskt horn á dagskrá þar sem ítalskri kvikmyndagerð verður fagnað með mat og víni. Í ár verður ókeypis aðgangur inn á hátíðina en gestum verður gefinn möguleiki á að greiða það sem það hefur tök á að greiða ef áhugi er á að styrkja hátíðina. Við ræddum við Dögg Mósesdóttur framkvæmdastýru hátíðarinnar og Berg Bernburg, en kvikmynd hans Veðurskeytin er opnunarmynd hátíðarinnar og Íslandsfrumsýning.
Það er mánudagur og því kom Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálum, til okkar í það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um erfðamálin, en þau brenna á mörgum og því miður hafa margar fjölskyldur lent í erfiðleikum þegar kemur að þeim. Hvað ber að hafa í huga, hvað ber að varast og fleira með Georgi í dag.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var María Anna Þorsteinsdóttir, íslenskufræðingur, en hún var íslenskukennari, prófarkalesari, handritagrúskari og útgefandi. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. María Anna talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Morgun í Yemen e. Susan Abulowa
Sporðdrekar e. Dag Hjartarson
Eldri konur e. Evu Rún Snorradóttur
Kvár e. Elias Rúni
Nýja testamentið
Tímarit Máls og menningar
Grimms ævintýri og íslenskar þjóðsögur
Tónlist í þættinum í dag:
Saga farmannsins / Óðinn Valdimarsson (Marty Robbins, texti Jón Sigurðsson)
Hvítu mávar / Helena Eyjólfsdóttir (Walter Lange, texti Björn Bragi Magnússon)
Síðasta sjóferðin / Brimkló (Steve Goodman, texti Þorsteinn Eggertsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Sérstök umræða um stöðu og framtíð Þjóðkirkjunnar verður á Alþingi í dag. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar, er málshefjandi og hann verður gestur minn í upphafi þáttar ásamt Víði Reynissyni, þingmanni Samfylkingarinnar og formanni allsherjar- og menntamálanefndar.
Sagnfræðingarnir Stefán Pálsson og Valur Gunnarsson ræða stöðuna í alþjóðamálunum, fullyrðingar Baldurs Þórhallssonar, stjórnmálafræðings, um að það sé líklega eingöngu tímaspursmál hvenær bandarískir ráðamenn tali um mikilvægi þess að þeir ráði yfir Íslandi og deilur um viðhorf rússneskra stjórnvalda til þessara mála.
Mikið eldingaveður var á sunnanverðu landinu í gær og var sundlaugum til að mynda lokað á þeim forsendum. Ég ræði við Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðing, um veður sem þetta og áhrif.
Mikið hefur verið deilt síðustu daga um frumvarp um leiðrétt veiðigjöld, arðsemi í sjávarútvegi og helstu hagtölur sem varpa ljósi á greinina. Ég ætla að ræða þau mál við Þórólf Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, og Ingva Þór Georgsson, framkvæmdastjóra Aflamiðlunar.
Við förum yfir íþróttir helgarinnar með fulltrúa íþróttadeildarinnar venju samkvæmt á mánudegi.
Og Besta deildin í knattspyrnu er að hefjast í vikunni og Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben eins og hann betur þekktur, ræðir sumarið framundan en hann stýrir umfjöllun um deildina á Stöð 2 Sport.



Létt spjall og lögin við vinnuna.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útgjöld til utanríkis- og varnarmála aukast hlutfallslega mest í fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Mikið fé fer í heilbrigðis-, félags- og samgöngumál. Tekjur af kílómetragjaldi, veiðum, laxeldi og ferðamönnum eiga að standa undir auknum útgjöldum.
Franski stjórnmálaleiðtoginn Marine Le Pen var í morgun sakfelld fyrir fjármálamisferli. Hún má ekki bjóða sig fram í opinbert embætti næstu fimm árin, sem þýðir að áform hennar um forsetaframboð eftir tvö ár eru í uppnámi. Hópur annarra úr Þjóðfylkingunni, flokki Le Pen, voru einnig sakfelldir.
Heilbrigðisstofnanir á Mjanmar ráða ekki við álagið eftir jarðskjálftana á föstudag. Fleiri en tvö þúsund hafa fundist látin, hundraða er enn saknað og björgunarfólk vinnur í kappi við tímann.
Atvinnuvegaráðherra vonar að framboð á leiguhúsnæði aukist með breytingum á lögum um heimagistingu. Nauðsynlegt hafi verið að koma skikki á málaflokkinn
Útvarp, rafhlöður, kerti og skyndihjálpartaska er meðal þess sem Rauði krossinn mælir með að fólk eigi í viðlagakassa ef neyðarástand skapast.
Körfuknattleikssamband Íslands kynnir nýjan landsliðsþjálfara kvennalandsliðsins í körfubolta í hádeginu.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Í þetta skiptið ræðum við við Oyama, sem er að gefa út plötuna Everyone Left. Oyama hafa lengi verið þekkt fyrir draumkennt og hávært shoegaze hljóð sem blandar saman kraftmiklum gítartónum og melódískri fegurð. Við förum yfir nýju plötuna, ferilinn og hljóðheim sveitarinnar