Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Heilbrigðismál er sá málaflokkur sem flestir kjósendur telja mikilvægastan í aðdraganda kosninga. Margt er þar að og þarf að bæta. Rætt var við Margréti Ólafíu Tómasdóttur, heimilislækni og formann Félags heimilislækna, um áherslur flokkanna og það sem hún telur brýnast að laga.
Þórhildur Ólafsdóttir í Úganda fjallaði um górillur.
Vera Illugadóttir sagði frá samningi sem Bretar og Maórar, frumbyggjar Nýja Sjálands, gerðu 1840 og staða þeirra í landinu í dag byggir á. Einn stjórnarflokkanna í landinu telur að Maórar njóti forréttinda og vill breyta því við litla hrifningu Maóra og margra annara.
Tónlist:
Ástarsæla - Hljómar,
Tasko Tostada - Hljómar,
Við saman - Hljómar.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Maó Alheimsdóttir, rithöfundur.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Útvarpsfréttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Útvarpsfréttir.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Heimsótt eru hjónin Merete Rabølle og Steinn Rögnvaldsson, bændur á Hrauni á Skaga. Steinn segir frá smábátaútgerð sinni sem hann rekur nú orðið frá Skagaströnd en áður var gert út frá Hrauni. Hann er með fimm tonna trillu sem hann gerir út í félagi við bræður sína og nágranna, bæði á línu og grásleppunet. Grásleppuhrognin vinna þeir sjálfir á Skagaströnd en selja fiskinn á fiskmarkaðnum þar. Steinn ræðir um útgerðina og veiðiskapinn, gæftir í vetur og ástandið í sjónum úti fyrir Norðurlandi sem hann segir að sé mjög gott um þessar mundir. Til dæmis kom krían upp pattaralegum ungum í fyrrasumar og nóg æti virðist vera fyrir hana og aðra sjófugla öfugt við það sem er vestan- og sunnanlands. Síðan segir Merete frá því hvernig leið hennar lá að Hrauni frá Danmörku þaðan sem hún er. Hún segir frá lífinu á Hrauni, búskapnum og hlunnindanýtingu en ræðir líka um framtíð byggðar á Skaga þar sem mjög hefur fækkað undanfarna áratugi, möguleikana sem hún sér, til dæmis að selja svalandi og frískandi norðanáttina.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Kvöldfréttir útvarps
Brot úr Morgunvaktinni.
Skemmtilegir þættir fyrir börn og fullorðna um barnamenningu af ýmsum toga. Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Í þættinum í dag förum við á spennandi myndlistarsýningu á Listasafni Reykjavíkur sem ber heitið Abrakadabra - töfrar samtímalistar. Við skoðum fjölbreytt listaverk sem innihalda meðal annars pípandi lyklakippur, loðið snjóhús, fljúgandi banana og huldukind. Viðmælendur eru ungu myndlistarunnendurnir Ilmur María Arnarsdóttir og Pétur Steinn Atlason, Ingibjörg Hannesdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir, verkefnastjórar fræðslu og miðlunar á Listasafni Reykjavíkur og bræðurnir Þórarinn, Ægir og Ingi sem skoðuðu sýninguna.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá kammertónleikum sem fram fóru í KoncertKirken í Kaupmannahöfn 19. júní sl. á tónlistarhátíðinni Festival&Friends.
Á efisskrá eru verk eftir Kaiju Saariaho, Claude Debussy, Enrique Granados og Robert Schumann.
Flytjendur: Lorenzo Colombo á slagverk, Johan Dalene á fiðlu, Sebastian Ilvonen á píanó, Michael Germer og Anna Agafia á fiðlur, Michael Grolid á víólu og Kristina Winiarski á selló.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
eftir Birgi Sigurðsson. Höfundur les.
„Hann var fastur í seigfljótandi neti lengst úti í myrkum geimnum. Hann reyndi að losa sig en möskvar myrkursins lögðust þéttar að honum. Skyndilega greindi hann ofurskært ljós í fjarska.“ - Þannig hefst þessi saga sem segir frá Arnari, manni á besta aldri sem kominn er á ákveðin endimörk í lífi sínu. Hjónabandi hans er í rúst, heilsan kannski á tæpu stigi, og Arnar ákveður að yfirgefa Reykjavík og snúa aftur á æskustöðvarnar í sveitinni. Þar tekur líf hans aðra stefnu og öðlast nýtt inntak. Hann nær eins konar viðkvæmu jafnvægi í sál sinni, en jafnframt gerast atburðir sem snerta hann djúpt. Sagan lýsir dramatísku uppgjöri, eins og fleiri verk höfundarins.
(Áður á dagskrá 2009)
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Útvarpsfréttir.
Í gær var sagt frá því að enn finnist kakkalakkar á landspítalanum. Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir kíkir til okkar.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum samgöngumál og borgarlínu í ljósi kosninganna. Ýmislegt nýtt kom fram í nýrri umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur lagt fram vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar, og fjallað var um í gær.
Björn Berg Gunnarsson mætir í sitt reglulega fjármálahorn.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Fidu Abo Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur, sem skipar fjórða sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi, og Ævar Kjartansson, fyrrverandi útvarpsmann, sem er í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Greint verður frá stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands klukkan hálf níu. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, verður hjá okkur og rýnir í ákvörðunina og áhrif hennar
Alþjóðadagur barna er í dag og þá kemur út árleg flaggskipsskýrsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um stöðu barna í heiminum (e. State of the World‘s Children). Skýrslan í ár ber yfirskriftina „Framtíð barnæskunnar í breytilegum heimi“ Birna Þórarinsdóttir segir okkur betur frá því.
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Bein útsending frá kjördæmafundum í aðdraganda kosninga.
Umsjón: Gréta Sigríður Einarsdóttir og Freyr Gígja Gunnarsson
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.