22:05
Útihátíð
Annar þáttur: Inn í tjaldi
Útihátíð

Í þessum þáttum er skoðuð saga íslensku útihátíðarinnar sem var hér allsráðandi í sumarstemningunni á ofanverðri síðustu öld. Farið verður í ferðalag aftur í tímann með viðkomu í Atlavík, Húnaveri, Eldborg, Herjólfsdal og víðar. Fjöldi góðra gesta koma í þáttinn og segja sögur af liðnum útihátíðum sem ýmist gengu vel eða ekki eins vel.

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

Í öðrum þætti tökum við fyrir blómatíma íslensku útihátíðanna sem haldnar voru í fögrum skógarrjóðrum fjarri þéttbýlinu um land allt um Verslunarmannahelgarnar á níunda áratug síðustu aldar. Stuðmenn og Ringó í Atlavík, Bindindismót í Galtalæk, risahátíðir í Húnaveri og stöðugt fjör á Þjóðhátíð.

Viðmælendur í þættinum eru Erla Ragnarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Bjarni Ólafur Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Sigríður Beinteinsdóttir og Felix Bergsson.

Tónlistin í þættinum:

Ó Reykjavík - Sjálfsfróun

Fjöllin hafa vakað - EGO

Fornaldarhugmyndir - Lóla

Pamela - Dúkkulísur

Steini með Skriðjöklum

Elísa - Súellen

Sósa og salat - Stuðmenn

Þar sem hjartað slær: Fjallabræður

Lífið er yndislegt - Hreimur og fleiri

Blindsker - Bubbi og MX 21

Try for your best friend - KIKK

Tunglskinsdansinn - Stuðkompaníið

Apaspil - Nýdönsk

Birthday - Sykurmolarnir

Vertu þú sjálfur - SS Sól

Sódóma - Sálin hans Jóns míns

Umsjón og dagskrárgerð: Áskell Heiðar Ásgeirsson.

Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 10 mín.
e
Endurflutt.
,