16:05
Síðdegisútvarpið
4. júlí
Síðdegisútvarpið

Við ræddum smitandi hundahósta við Þóru Jónasdóttur hjá MAST sem sagði faraldur ekki í gangi.

Talsverður grútur rann frá fiskiðjuveri Eskju í gær og mengaði fjörur í Eskifirði. Það er aðeins rúmur mánuður síðan slíkur leki varð síðast en í þetta sinn er mengunin öllu verri. Sævar Guðjónsson gistihúseigandi á Mjóeyri er grútspældur yfir því að þetta gerist ítrekað því þessu fylgi mikill óþrifnaður og vond lykt. Við heyrðum í Sævari.

Flest höfum við heyrt af tyggjókallinum svokallaða, en hann heitir annars Guðjón Óskarsson og hefur getið sér gott orð fyrir að fara um borgina með búnað sinn og hreinsa upp tyggjóklessur í þúsundatali. Um liðna helgi setti Guðjón af stað nýtt verkefni Klessulaus 101 þar sem hann setur sér metnaðarfull markmið og býður almenningi að styðja við verkefnið og gott málefni í leiðinni.

Fyrr á árinu setti tæknifyrirtækið Advania markaðsherferð í gang sem unnin var með hjálp gervigreindar og vakti herferðin athygli vegna óvenjulegra mynda. Þegar Halldór Baldursson skopteiknari og yfirkennari við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík rak augun í efnið hugsaði hann með sér að skólinn mætti ekki missa af þessari gervigreindarbylgju. Í kjölfarið hafði hann samband við fyrirtækið og upp úr því kom til samstarfs nemenda Myndlistaskólans og Advania um að endurgera herferðina með augum myndlistanemana en skilyrðið var þó að notast yrði áfram við gervigreind. Halldór sagði frá.

Ýmsar breytingar hafa orðið á framboði veitinga- og verslana í Flugstöð Leifs Eiríksson undanfarið. Nýir söluaðilar hafa komið inn og aðrir kvatt, sumir halda áfram og aðrar líta við í stutta stund, í svokölluðum pop-up stíl. Nýjasta útspilið er pulsuvagn frá Bæjarins bestu, en hann er þó ekki í boði fyrir alla. Við slógum á þráðinn til Gunnhildar Erlu Vilbergsdóttur deildarstjóra verslunar- og veitinga hjá ISAVIA.

Með síauknum fjölda ferðamanna eykst þörfin fyrir fjölbreytta afþreyingu af ýmsum gerðum. Boðið hefur verið upp á perlur íslenskra sönglaga í Hörpu undanfarin sumur við vinsældir ferðafólks. Við heyrðum meira af þessu og fengum til okkar listrænan stjórnanda tónleikanna Bjarna Thor Kristinsson.

Tónlist:

KLARA ELIAS - Nýjan stað.

ELO - Don't bring me down.

GUÐMUNDUR R - Einmunatíð.

BLONDIE - Picture this.

HARRY STYLES - Sign Of The Times.

HERBERT GUÐMUNDSSON - Ástarbál.

TOM PETTY - I Won't Back Down.

CEASE TONE, RAKEL & JÓIPÉ - Ég var að spá.

DUA LIPA - Dance The Night.

CELEBS - Dómsdags dans.

Var aðgengilegt til 03. júlí 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,