11:03
Sumarmál
Hamingjuljósmyndir, hlaðvörp, torgin í Kópavogi og fugl dagsins
Sumarmál

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. [email protected]

Við fengum Kára Sverris, ljósmyndara, í þáttinn í dag til að segja okkur frá nýju verkefni þar sem hann er að auglýsa eftir þáttakendum í. Eftir að hafa verið tískuljósmyndari í fjölda ára og tekið myndir fyrir fræg fyrirtæki og tímarit þá ákvað hann að fara í nýja átt þar sem hann hugsar ekki um staðlaðar útlitsímyndir heldur leitar hann að því hvað gerir fólk hamingjusamt og ætlar að reyna að fanga það á mynd. Kári útskýrði þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar í dag, eins og síðustu sumur, og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum og jafnvel líka einhverju til að horfa á þegar til dæmis viðrar ekki vel til útivistar. Í dag fjallaði Ása um hið afar vinsæla hlaðvarp If Books Could Kill, ástarblekkingar í hlaðvarpinu Love, Janessa og vandræði í einu dramatískasta eldhúsi sem nokkur hefur stigið fæti inn í, sem sagt í sjónvarpsþáttaröðinni The Bear.

Við skruppum svo suður í Kópavog í góða veðrinu og töluðum við Soffíu Karlsdóttur, forstöðukonu menningarmála í Kópavogi. Nú stendur yfir hugmyndasamkeppni sem allir Kópavogsbúar geta tekið þátt í en hún snýst um að fá hugmyndir um nýtingu á torgum og svæðum í miðbænum. Hvað er sniðugt að setja þarna og hvað vantar?

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað eftir fyrsta lag.

Tónlist í þættinum:

Á Mallorca / South River Band (Ólafur Þórðarson og Helgi Þór Ingason)

Bad Moon Rising / Creedence Clearwater Revivial (John Fogerty)

Sumarvísa / Þorgerður Ása (Mats Poulson og Iðunn Steinsdóttir)

You Keep Me Hanging On / Supremes (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,