18:30
Undiraldan
Jólasnafs fyrir alla, skál!
Undiraldan

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .

Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Við höldum áfram að fagna kröftugri jólaútgáfu á íslenskri tónlist í Undiröldunni með nýju jólalögum frá Baggalúti, Cacksakkah, Elínu Snæbrá, Degi Sigurðsyni, Eiríki Erni Norðdahl og Örnu.

Lagalistinn

Baggalútur - Jólasnafs

Cacksakkah - Ég elskessi jól

Elín Snæbrá - Kyrrð og ró

Dagur Sigurðsson - Jólin okkar

Eiríkur Örn Norðdahl - Frankensleikir

Arna - Fyrstu jólin með þér

Var aðgengilegt til 13. desember 2023.
Lengd: 30 mín.
,