Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Sigríður Rún Tryggvadóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Er Reykjavíkurborg á hausnum og reksturinn í molum eða er staðan eðlileg í ljósi aðstæðna og vel haldið um mál? Við veltum því fyrir okkur með Þórði Snæ Júlíussyni ritstjóra Kjarnans þegar við lögðumst yfir nýsamþykkta fjárhagsáætlun höfuðborgarinnar. Við töluðum líka um kjarasamninginn sem undirritaður var í gær, leigufélagið Ölmu og húsaleiguna og auðsöfnun efnaðasta fólksins í samfélaginu.
Við starfslok verður iðulega einhver stærsta breytingin á lífi fólks. Þá hefst þriðja æviskeiðið, sem á að vera besta æviskeiðið að mati Guðfinnu Bjarnadóttur. Hún ásamt fleirum hefur sett á fót námskeið til að undirbúa fólk sem best fyrir þetta tímabil í lífinu. Við forvitnuðumst um það.
Arthúr Björgvin Bollason var líka með okkur í dag og fór meðal annars yfir hið svokallaða valdaránsmál í Þýskalandi, þar sem þrjú þúsund lögreglumenn tóku þátt í stærstu lögregluaðgerð frá stríðslokum.
Umsjónarmenn Morgunvaktarinnar eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Ó þú - GDRN og Magnús Jóhann
Just the way you are - Diana Krall
Küssen kann man nicht alleine - Max Raabe
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Útvarpsfréttir.
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Arnrún María Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri, segir frá Lausnahringnum sem varð til í lýðræðislegu samstarfi kennara og barna í leikskólanum Brákarborg. Aðferðirnar byggjast meðal annars á að leitað sé að lausnum sem börn og fullorðnir geta notað saman til að leysa vandamál.
Umsjón: Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur safnað 8 milljónum evra, eða jafnvirði 1,2 milljarða króna, frá fjárfestum til að koma á markað nýrri tækni í hljóðhönnun. Tæknin sem Treble Technologies þróar þykir bylting í því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóðupplifanir og nýtist í mörgum greinum. Finnur Pind, doktor í hljóðverkfræði, er stofnandi og framkvæmdastjóri Treble, kom í þáttinn í dag og útskýrði fyrir okkur hvað þetta er sem þau eru að hanna og söguna á bak við hugmyndina.
Bræðurnir Eyjólfsson er einstök verslun á Flateyri sem hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Verslunin er rekin af Eyþór Jóvinssyni, hann er langafasonur stofnanda verslunarinnar og er því fjórði ættliður fjölskyldunnar sem tekur við rekstrinum. Auk þess að selja notaðar bækur eftir vigt er verslunin með gott úrval nýrra bóka ásamt vestfirskum gæðavörum. Þá flytur verslunin inn mörg erlend vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að hafa starfað í meira en 100 ár. Í Gömlu bókabúðinni er einnig hægt að ferðast 70 ár aftur í tímann með því að heimsækja kaupmannsíbúðina sem er í sama húsnæði, en hún hefur haldið sér nánast óbreytt frá því að verslunarstjórinn Jón Eyjólfsson lést árið 1950. Við hringdum í Eyþór Jóvinsson í þættinum í dag.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í dag talaði hún við okkur um kuldakastið þessa dagana og svo litum við aðeins til jólaveðursins.
Tónlist í þættinum í dag:
Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason)
Tendrun / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Hjörtur Ingvi Jóhannsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir)
Christmas time is coming / Dolly Parton (Benjamin Franklin Logan)
And so it goes / Tommy Emmanuel (Billy Joel)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir stofnandi Trés lífsins.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þýska lögreglan og öryggissveitir réðust nú á miðvikudagsmorgninum 7. desember í eina umfangsmestu aðgerð í sögu Sambandslýðveldisins. Um 3.000 manns tóku þátt í 130 samstilltum rassíum um landið allt, og sumum utan landsteinanna, sem beindust gegn hópi fólks sem grunað er um að hafa skipulagt valdaránstilraun og árás á þýska þingið, Reichstag. 22 meðlimir hópsins og þrír stuðningsmenn voru handteknir í aðgerðunum og á meðal þeirra voru prins, dómari og fyrrum þingmaður öfgahægripopúlistaflokksins Alternative für Deutschland, og fyrrverandi herstjóri í fallhlífasveit þýska hersins. Rannsóknin á hópnum sem staðið hafði yfir um þó nokkuð skeið leiddi í ljós að hópurinn varð til í kringum valdaránsdraumóra og samsæriskenningar. Einnig hafði hann tengingu við Reichsbürger hreyfinguna sem hafnar réttmæti Sambandslýðveldisins og vill endurvekja hið þýska Reich sem leið undir lok þegar Nasistar biðu lægri hlut í heimsstyrjöldinni síðari. Snorri Rafn Hallsson fjallar um hindraða valdaránstilraun Reichsbürger og öfgahægrið í Þýskalandi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sorp er samfélagslegt mál. Hvert eitt og einasta okkar hendir einhverju daglega, og samkvæmt lögum og reglum sem taka gildi um áramótin eigum við að bæta flokkunina, sérstaklega þegar kemur að lífrænum úrgangi. Fyrir sum sveitarfélög, eins og þau á höfuðborgarsvæðinu, er þetta mikið stökk - en önnur eru komin lengra og við ætlum forvitnast um hvernig þetta hefur gengið hjá Ísafjarðarbæ. Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Ísafjarðabæjar.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opnað á föstudaginn. Og það þrátt fyrir að lítið hafi snjóað. Við forvitnumst um snjóframleiðslu og undirbúning opnunar Hlíðarfjalls á eftir og spjöllum við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Svo er málfarsspjall. Ef við nennum. Hvað þýðir það að nenna? Er það að vera latur og áhugalaus? Og hvaða leiðindi eru þetta þá í jólalaginu kunna Ef ég nenni sem Helgi Björns syngur. Eða er kannski eitthvað meira við þetta orð? Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fer yfir það með okkur.
Útvarpsfréttir.
Lofthelgin býður hlustendum að fljóta frjálslega í tíma og rúmi á lignu hafi hughrifatónlistar. Frá endurómi fortíðar til nýjustu strauma 21. aldarinnar leitum við heimshornanna á milli að réttri stemningu og andrúmslofti til að leiða hlustandann á ný mið andans. Út fyrir endimörk algleymis.
Umsjón er í höndum Friðriks Margrétar-Guðmundsson.
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) var einn af merkustu mönnum Evrópu á 18. öld, Hann var heimspekingur og rithöfundur sem átti furðu mikinn þátt í að móta skoðanir nútímafólks á bæði manninum og náttúrunni, en var líka einstakur brautryðjandi í sjálfsævisöguskrifum. Játningar hans eru bæði djúpur og einstaklega skemmtilegur vitnisburður um það. Í þessum þætti verður sagt frá Rousseau og svo gluggað í nokkra kafla um æsku hans og ástir!
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður segist vera á ákveðnum krossgötum á sínum ferli, og að verkin sem hangi uppi um þessar mundir í Hverfisgalleríi beri þess vitni. Í nýju verkunum sjáum við enn glitta í litapallettu úr fyrri verkum, en Guðmundur hefur sagt skilið við tákn og myndmál sem vísa út fyrir sjálft verkið. Þess í stað tala litir, áferð, form og andrúmsloft sínu máli. Kannski, kannski er hans þriðja einkasýning í Hverfisgalleríi, en hann var tilnefndur til Íslensku Myndlistarverðlaunanna 2019 fyrir sína aðra sýningu þar. Við heyrum í Guðmundi í þætti dagsins.
Og við leiðum hugann að vettvangi sígildrar og samtímatónlistar með Þráni Hjálmarssyni. Þráinn fjallar í pistli dagsins um hlutverk sýningarstjóra, listrænna stjórnenda og stofnana þegar kemur að efnisvali og miðlun á tónlist.
Okkur bárust þær fréttir í síðustu viku að Hildigunnur BIrgisdóttir verður fulltrúi Íslands á næsta Feneyjartvíæringi, sumarið 2024. Af því tilefni rifjum við upp samtal við Hildigunni frá því í febrúar síðastliðnum, þegar hún hélt sína aðra einkasýningu í gallerí i8. Á sýningunni sem hún kallaði Frið, velti listakonan fyrir sér ekki minni hugtökum en fegurð og sannleika, en einnig því sem henni er oft svo hugleikið: hversdagsleikanum og hinu alltumlykjandi neyslusamfélagi.
Umsjón: Halla Harðardóttir
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í gær bárust fréttir af andláti tónskáldsins Angelo Badalamenti sem átti afar langan og farsælan feril að baki. Við förum yfir feril hans og ræðum við tónlistarmanninn Úlf Eldjárn, sem er með hljómborðið með í för, og útskýrir hvers vegna Twin Peaks tónlistin, þemalag Lauru Palmer, er svona drungalegt.
Við rifjum upp viðtal sem Kristján Guðjónsson tók í janúar fyrr á þessu ári ræðir við tölvunarfræðinginn Hafstein Einarsson, um gervigreindarlist, en nú hefur nánast önnur hver manneskja á samfélagsmiðlum sótt sér forritið Lensa AI og látið gervigreind teikna af sér andlitsmyndir í fantasíu-stíl.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærð fyrir að bana sjúklingi með því að neyða ofan í hann mat.
Neytendasamtökin vara við frumvarpi matvælaráðherra um tímabundna hagræðingu í sláturiðnaði og segja það aðför að neytendum. Hagsmunasamtök bænda styðja frumvarpið og vilja sum ganga lengra.
Kuldatíð gæti orðið til þess að loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að loka fimm laugum á Suðurlandi.
Óvenju mörg covid-smit hafa greinst á sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu. Heimsóknir hafa verið takmarkaðar og grímuskylda starfsfólks tekin upp á ný.
Konur voru nær ósýnilegar við undirritun samninga í gær segir formaður BSRB - og telur það óásættanlegt. Tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur og fyrsta skrefið gæti verið að setja kynjakvóta í samninganefndir.
Lögregla í Belgíu hefur lagt hald á eina og hálfa milljón evra við rannsókn á mútumáli sem skekur Evrópuþingið. Þingkona og þrír til viðbótar eru í haldi vegna málsins.
-----
Einsleitni samninganefnda í nýafstöðnum samningum stingur Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB í augu. Samningar á opinbera markaðnum eru lausir í vor og hún segir ekki stefnt að skammtímasamningi. Gildistími samninga sem undirritaðir voru í gær er rúmt ár, samið um tæplega 7% hækkun verðbólgan er nú meira en 9%. Sonja fagnar því að samningar hafi náðst en hefur áhyggjur af því að kaupmáttur sé ekki tryggður. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr.
Evrópuþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að svipta grísku þingkonuna Evu Kaili embætti varaforseta þingsins. Hún er grunuð um að hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá stjórnvöldum í Katar. Forseti Evrópuþingsins svipti Kaili embættinu til bráðabirgða, en þingið þurfti að staðfesta þá ákvörðun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.
Enn eimir af fordómum í harð fólks með geðrænan vanda. Á síðustu árum hafa fordómar í garð fólks með þunglyndi minnkað, en minna hefur dregið úr fordómum í garð fólks með geðklofa. Um fjórir af hverjum tíu segjast mótfallnir því að manneskja með geðklofaeinkenni gegni opinberu embætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands sem hún vann ásamt Geðhjálp.
Árið 2006 var gerð sambærileg könnun um viðhorf og fordóma í garð fólks með einkenni þunglyndis og geðklofa. Ný könnun var lögð fyrir í ár til að meta hvað hefur breyst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigrúnu.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingima
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum ætlum við að fjalla um sögu símans. Síminn er tæki sem allir þekkja og nota reglulega. Hver er saga hans? Hver fann upp símann? Hver var næstur á eftir honum? Hvað er sveitasími? Hvað er að liggja á línunni? Hvað er NMT - farsími og gemsi?
Þetta og margt fleira skemmtilegt, sniðugt og forvitnilegt í þættinum.
Sérfræðingur þáttarins er: Frímann Ingi Helgason.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hjóðritun frá tónleikum Útvarpshljómsveitarinnar í Frankfurt á tónlistarhátíðinni Barock+ í október s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Francesco Maria Veracini, Antonio Vivaldi, Toshio Hosokawa og Johann Sebastian Bach.
Einleikari og stjórnandi er blokkflautuleikarinn Maurice Steger.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Sorp er samfélagslegt mál. Hvert eitt og einasta okkar hendir einhverju daglega, og samkvæmt lögum og reglum sem taka gildi um áramótin eigum við að bæta flokkunina, sérstaklega þegar kemur að lífrænum úrgangi. Fyrir sum sveitarfélög, eins og þau á höfuðborgarsvæðinu, er þetta mikið stökk - en önnur eru komin lengra og við ætlum forvitnast um hvernig þetta hefur gengið hjá Ísafjarðarbæ. Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður umhverfisnefndar Ísafjarðabæjar.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opnað á föstudaginn. Og það þrátt fyrir að lítið hafi snjóað. Við forvitnumst um snjóframleiðslu og undirbúning opnunar Hlíðarfjalls á eftir og spjöllum við Brynjar Helga Ásgeirsson forstöðumann skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Svo er málfarsspjall. Ef við nennum. Hvað þýðir það að nenna? Er það að vera latur og áhugalaus? Og hvaða leiðindi eru þetta þá í jólalaginu kunna Ef ég nenni sem Helgi Björns syngur. Eða er kannski eitthvað meira við þetta orð? Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur fer yfir það með okkur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Sprotafyrirtækið Treble Technologies hefur safnað 8 milljónum evra, eða jafnvirði 1,2 milljarða króna, frá fjárfestum til að koma á markað nýrri tækni í hljóðhönnun. Tæknin sem Treble Technologies þróar þykir bylting í því hvernig hægt er að hanna hljóð og skapa hljóðupplifanir og nýtist í mörgum greinum. Finnur Pind, doktor í hljóðverkfræði, er stofnandi og framkvæmdastjóri Treble, kom í þáttinn í dag og útskýrði fyrir okkur hvað þetta er sem þau eru að hanna og söguna á bak við hugmyndina.
Bræðurnir Eyjólfsson er einstök verslun á Flateyri sem hefur verið í rekstri frá árinu 1914 og er elsta upprunalega verslun Íslands. Allar innréttingar eru upprunalegar, sem og mörg verslunartæki sem eru enn í notkun. Verslunin er rekin af Eyþór Jóvinssyni, hann er langafasonur stofnanda verslunarinnar og er því fjórði ættliður fjölskyldunnar sem tekur við rekstrinum. Auk þess að selja notaðar bækur eftir vigt er verslunin með gott úrval nýrra bóka ásamt vestfirskum gæðavörum. Þá flytur verslunin inn mörg erlend vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að hafa starfað í meira en 100 ár. Í Gömlu bókabúðinni er einnig hægt að ferðast 70 ár aftur í tímann með því að heimsækja kaupmannsíbúðina sem er í sama húsnæði, en hún hefur haldið sér nánast óbreytt frá því að verslunarstjórinn Jón Eyjólfsson lést árið 1950. Við hringdum í Eyþór Jóvinsson í þættinum í dag.
Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom svo í sitt vikulega veðurspjall í dag. Í dag talaði hún við okkur um kuldakastið þessa dagana og svo litum við aðeins til jólaveðursins.
Tónlist í þættinum í dag:
Allt er gott um jólin / Bjarni Arason (Bjarni Arason og Kristinn G. Bjarnason)
Tendrun / Katrín Halldóra Sigurðardóttir (Hjörtur Ingvi Jóhannsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir)
Christmas time is coming / Dolly Parton (Benjamin Franklin Logan)
And so it goes / Tommy Emmanuel (Billy Joel)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Í gær bárust fréttir af andláti tónskáldsins Angelo Badalamenti sem átti afar langan og farsælan feril að baki. Við förum yfir feril hans og ræðum við tónlistarmanninn Úlf Eldjárn, sem er með hljómborðið með í för, og útskýrir hvers vegna Twin Peaks tónlistin, þemalag Lauru Palmer, er svona drungalegt.
Við rifjum upp viðtal sem Kristján Guðjónsson tók í janúar fyrr á þessu ári ræðir við tölvunarfræðinginn Hafstein Einarsson, um gervigreindarlist, en nú hefur nánast önnur hver manneskja á samfélagsmiðlum sótt sér forritið Lensa AI og látið gervigreind teikna af sér andlitsmyndir í fantasíu-stíl.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Loðnuveiði er hafin norður af landinu en töluvert af loðnu var þar að sjá um helgina. Við hringdum í áhöfnina á Beiti NK sem hefur verið á veiðum austan við Kolbeinseyjarhrygg.
Um 2000 íslenskir minkar verða hryggjarstykkið í að koma danskri minkarækt aftur á koppinn eftir massaslátrun dýranna þar í landi í kjölfar Covid faraldursins. Við ræddum við Einar E. Einarsson formann loðdýrabænda um málið.
Leiðist börnunum okkar einhverntímann? Í gær birtist grein á Vísi þar sem samasemmerki er dregið á milli aukinnar vanlíðunar barna og mikillar samfélagsmiðlanotkunar þeirra, til dæmis Youtube. Við ræddum málið við tvo höfunda greinarinnar, þau Daðey Albertsdóttur sálfræðing hjá Geðheilsumiðstöð barna og Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Samtök atvinnulífsins og VR, Landssamband íslenskra verzlunarmanna og samflot tækni- og iðnmanna, skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Með gerð kjarasamninganna sem voru undirritaðir í gær er búið að semja fyrir hönd flestra aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Efling á þó enn eftir að semja og við ræddum við Sólveigu Önnu Jónsdóttur.
Við ræddum einnig við Claudiu Wilson, lögmann Hussein Hussein og fjölskyldu hans en héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að brottvísun fjölskyldunnar í nóvember væri ólögleg.
Kjarninn fjallaði um það í vikunni að ríkasta 0,1 prósentið á Íslandi hafi ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007. Við ræddum þróun í eigna- og tekjuskiptingu við Þórólf Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Í lok þáttar kemur svo okkar allra besta vísindanörd, Sævar Helgi Bragason, og eys úr skálum visku sinnar.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 13. desember 2022
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Brunaliðið - Jóla Jólasveinn
Bruno Mars - Talking to the moon
Supertramp - Give a little bit
GDRN & Baggalútur - Myrra
Eurythmics - Winter wonderland
Rick James - Give it to me baby
Jón Jónsson & Friðrik Dór - Jólabróðir
Public Enemy - Give it up
Sigrún Stella - Circles
Harry Styles - Music for a sushi restaurant
Emmsjé Gauti - Það eru jól
Prins Polo & Hirðin - Ég er klár
10:00
Brother Grass - Jólarós
Charles Bradley - Changes
Pearl Jam - State of love and trust
Geir Ólafs - Jóladraumur
Inhaler - Love will get you there
Chris Rea - Driving home for Christmas
Assocation - Never my love
Kings of Leon - On call
Huey Lewis & the News - Hip to be Squere
Omar Apollo - Evergreen
De?lacy Hideaway
Íslensku Dívurnar - Hugurinn fer hærra
11:00
Morðingarnir - Jólafeitabolla
Náttúra - My magic key
Julee Cruise - Falling
Moby - Go
Helgi Björns - Gjöf merkt þér
Gorillaz - Baby queen
Sóldögg - Hugsa um þig
Björk - Human behaviour
Rakel Pálsdóttir - Jólin með þér (Plata vikunnar)
Pink - Never gonna not dance again
Bland í poka - Gul, rauð, græn og blá
Elín Hall - Vinir
12:00
HeiðaTrúbador - Jólahitt
Kid Creole & Coconuts - Annie, I?m not your daddy
Ragnheiður Gröndal - Jólakveðja
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Kalli stökk inn í Poppland í dag og leysti af með glæsibrag.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
No Coffee At The Funeral - Vök
Feel It - Crooked Colours
Run The Credits - Oliver Sim
Allir dagar eru jólin með þér - Daði Freyr
How Does It Feel? - Sycamore Tree
Evergreen - Omar Apollo
Christmastime - The Smashing Pumpkins
Snow On The Beach - Taylor Swift & Lana Del Rey
Meira myrkur - Dr. Gunni & Kristjana Stefánsdóttir
Losing You - Solange
Með jólin í hjarta mér - Rakel Pálsdóttir
Fade Into You - Valerie June
Lullaby - Grace Ives
Right Here - Emilíana Torrini & The Colorist Orchestra
I Want A Love Like This - Everything Everyhting
Hér er ég kominn - Baggalútur
Kill Dem - Jamie XX
Bíttu mig - Freyjólfur & Celebs
Old Man - Beck
Stúfur - Baggalútur
Guru - Júníus Meyvant
Never Gonna Not Dance Again - Pink
Jólabróðir - Jón Jónsson & Friðrik Dór
Hurt - Arlo Parks
Please Come Home For Christmas - Eagles
Hurricane - Cannons
Bye Bye Honey - Superserious
Circumference - Working Men's Club
Make Me Smile - Steve Harley & Cockney Rebel
This Is Not Our World - Moby & Indochine
Dansaðu vindur - Eivör Pálsdóttir
Marea (We've Lost Dancing) - Fred Again & The Blessed Madonna
Dínamít - Úlfur Úlfur & Birnir
Velkominn desember - Alda Dís Arnardóttir
Crosswalk - Totally Enormous Extinct Dinosaurs
Eitt stundarbil - Hildur Vala
I'm Just High - Pixey
Everything I Know About Love - Laufey
Fyrir jól - Björgvin Halldórsson & Svala Björgvinsdóttir
Spitting Off The Edge Of The World - Yeah Yeah Yeahs & Perfume Genius
Thank God It's Christmas - Queen
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fimmta þáttaröðin af þáttunum Leitin að upprunanum var að klárast í sýningu á Stöð 2. Óhætt er að segja að þættirnir hafi vakið mikil viðbrögð og kallað fram ótrúlegustu tilfinningar hjá þeim sem hafa horft. Í nýjustu þáttaröðinni er fjallað um leit Ásu Nishanthi Magnúsdóttur að blóðmóður sinni en leitin hefur leitt til ótrúlegrar vendingar því konan sem Ása hélt að væri móðir sín samkvæmt mynd sem hún átti er í raun móðir Hörpu Sifjar Ingadóttur sem er fædd sama ár og Ása og einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir umsjónarmaður þáttanna kemur til okkar á eftir ásamt Ásu og Ívari Hlyni Ingasyni bróður Hörpu.
Vefsíðan sterkari út í lífið leit dagsins ljós fyrir nokkru síðan en markmiðið með síðunni er er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Nú hefur bæst við app til að hlaða í símann og við fáum að vita meira um þetta allt saman hjá þeim Önnu Dóru Frostadóttur sálfræðingi og Þórdísi Rúnarsdóttur sálfræðingur.
Á eftir verður farin ganga á Úlfarsfellið sem hefur yfirskriftina Útiljós á Úlfarsfelli. Gangan er góðgerðarganga til styrktar byggingu nýs Kvennaathvarfs en að göngunni standa Útilíf, Kvennaathvarfið og Útihreyfingin.
Helga María Heiðarsdóttir framkvæmdarstjóri Útihreyfingarinnar verður á línunni og segir okkur betur frá þessu.
Þetta byrjaði með því að einn fékk hugmynd á sunnudagsmorgni og kastaði á annan sem greip og skutlaði á þrjá sem voru strax tilíetta og þess vegna er ég búin að heimsækja fjórtán leikskóla í Garðabæ á mánudegi og færa þeim Obbuló í Kósímó; Duddur og Snyrtistofu. Við Halldór og Bjartur&Veröld gefum hundrað leikskólum fyrstu tvær bækurnar um Obbuló í jólagjöf. Það eru áttatíu og sex skólar eftir og við erum á leiðinni! Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson koma í þáttinn
Á þriðjudögum setjum við okkur í samband við RÚV á Akureyri en þá flytur Gígja Hólmgeirsdóttir okkur fréttir að norðan, við heyrum í Gígju að loknum fimm fréttum í dag.
Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um flug til Vestamannaeyja þrisvar í viku en Ernir hafði áður sinnt áætlunarflugi til Vestmannaeyja frá 2010 til september 2020 þegar því var hætt vegna minni eftirspurnar. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja er á línunni.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið ákærð fyrir að bana sjúklingi með því að neyða ofan í hann mat.
Neytendasamtökin vara við frumvarpi matvælaráðherra um tímabundna hagræðingu í sláturiðnaði og segja það aðför að neytendum. Hagsmunasamtök bænda styðja frumvarpið og vilja sum ganga lengra.
Kuldatíð gæti orðið til þess að loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar er búið að loka fimm laugum á Suðurlandi.
Óvenju mörg covid-smit hafa greinst á sjúkrahúsinu á Akureyri að undanförnu. Heimsóknir hafa verið takmarkaðar og grímuskylda starfsfólks tekin upp á ný.
Konur voru nær ósýnilegar við undirritun samninga í gær segir formaður BSRB - og telur það óásættanlegt. Tryggja verði að slíkt gerist ekki aftur og fyrsta skrefið gæti verið að setja kynjakvóta í samninganefndir.
Lögregla í Belgíu hefur lagt hald á eina og hálfa milljón evra við rannsókn á mútumáli sem skekur Evrópuþingið. Þingkona og þrír til viðbótar eru í haldi vegna málsins.
-----
Einsleitni samninganefnda í nýafstöðnum samningum stingur Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB í augu. Samningar á opinbera markaðnum eru lausir í vor og hún segir ekki stefnt að skammtímasamningi. Gildistími samninga sem undirritaðir voru í gær er rúmt ár, samið um tæplega 7% hækkun verðbólgan er nú meira en 9%. Sonja fagnar því að samningar hafi náðst en hefur áhyggjur af því að kaupmáttur sé ekki tryggður. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Sonju Ýr.
Evrópuþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að svipta grísku þingkonuna Evu Kaili embætti varaforseta þingsins. Hún er grunuð um að hafa þegið háar fjárhæðir í mútur frá stjórnvöldum í Katar. Forseti Evrópuþingsins svipti Kaili embættinu til bráðabirgða, en þingið þurfti að staðfesta þá ákvörðun. Ásgeir Tómasson fjallar um málið.
Enn eimir af fordómum í harð fólks með geðrænan vanda. Á síðustu árum hafa fordómar í garð fólks með þunglyndi minnkað, en minna hefur dregið úr fordómum í garð fólks með geðklofa. Um fjórir af hverjum tíu segjast mótfallnir því að manneskja með geðklofaeinkenni gegni opinberu embætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands sem hún vann ásamt Geðhjálp.
Árið 2006 var gerð sambærileg könnun um viðhorf og fordóma í garð fólks með einkenni þunglyndis og geðklofa. Ný könnun var lögð fyrir í ár til að meta hvað hefur breyst. Bjarni Rúnarsson ræddi við Sigrúnu.
Umsjón: Bjarni Rúnarsson.
Tæknimaður: Kormákur Marðarson.
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingima
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Við höldum áfram að fagna kröftugri jólaútgáfu á íslenskri tónlist í Undiröldunni með nýju jólalögum frá Baggalúti, Cacksakkah, Elínu Snæbrá, Degi Sigurðsyni, Eiríki Erni Norðdahl og Örnu.
Lagalistinn
Baggalútur - Jólasnafs
Cacksakkah - Ég elskessi jól
Elín Snæbrá - Kyrrð og ró
Dagur Sigurðsson - Jólin okkar
Eiríkur Örn Norðdahl - Frankensleikir
Arna - Fyrstu jólin með þér
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Kvöldvaktin að þessu sinni í lengri kantinum vegna undan úrslita leiks Króatíu og Argentínu á HM í knattspyrnu, en það þýðir að við fáum bara meira af nýrri tónlist og jólatónlist frá t.d. ; Teiti Magnússyni, Weyes Blood, Lana Del Rey, Offbít, Hot Chip, Ladytron, Teleman og fleirum og fleirum.
Lagalistinn
Sycamore Tree - Hér eru jól
Kósý og Heiða - Jólastelpa
Teitur - Jólin hljóta að vera í kvöld
She & Him - Holiday
Weyes Blood - It's Not Just Me, It's Everybody
Lana Del Rey - Did You Know That There's a Tunnel Under Ocean Blvd
Adele - jI Drink Wine
Offbít - Allt á hvolf
Flaming Lips - A Change at Christmas
King Gizzard and the Lizard Wizard - Hate Dancin'
Biig Piig - This Is What They Meant
Taylor Swift - Lavander Haze
Nakhane ft Perfume Genius - Do You Well
Hot Chip - Broken (Jacques Lu Cont Mix)
Kusk og Óviti - Morgun
Beach Weather - Sex, Drugs, Etc
Teleman - Short Life
Ladytron - City Of Angels
SpekrFreks - Greensleaves
LF System - Hungry For Love
The Streets - Let?s Push Things Forward
Bad Boy Chiller Crew - Jurgen Kropper
Maneskin - Loneliest
Willie Stratton - Christmas In Hawaii
Morrissey - Rebels Without Applause
That Petrol Emotion - Big Decision
Kaiser Chiefs - How 2 Dance
Billy Nomates - Spite
Dandy Warholes - Little Drummer Boy
Remi Wolf - Last Christmas
Árstíðir - Bringing Back the Feel
Prins Póló - Eigum við að halda jól
Titus Andronicus - Drummer Boy
Dr Gunni og Kristjana Stefáns - Meira myrkur
Blondie - Yuletide Throwdown
Röyksopp - Stay Awhile
Tove Lo - Grapefruit
John Denver - Please Daddy
Baggalútur, GDRN - Myrra
Phoebe Bridgers - So Much Wine
Mugison - Haustdansinn
Cigarettes After Sex - Pistol
Lucy Dacus - It's Too Late
Head and the Heart - What Are You Doing New Years Eve
Andy Svarthol - Hvítir mávar
Útvarpsfréttir.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Lagasmiðurinn og gítarleikarinn, - tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson varð 60 ára á árinu. Hann hélt upp á það með tónleikum í Háskólabíói, 22 október sl. og flutti með aðstoð góðs fólks mörg af sínum þekktustu lögum sem eru orðin mörg.
Þekktust eru auðvitað lögin sem hann samdi fyrir hljómsveitina sína stóru ? Sálina Hans Jóns Míns, sem hann var prímusmótur í í 30 ár.
Plötur Sálarinnar eru í það minnsta 12, en í raun soldið fleiri vegna þess að Sálin gerði eina plötu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, aðra með Gospelkór Reykjavíkur, og eina með Stórsveit Reykjavíkur.
Sálin sem kom fram sem leyninúmer á afmælistónleikum Gumma á dögunum gerði alveg helling á löngum tíma - annað en að skemmta Íslendingum á þessum einstöku Sálar-böllum sem svo margir hafa upplifað í gegnum tíðina og voru í raun bara miðnætur-tónleikar þar sem fólk stóð yfirleitt, dansaði og söng með, og öll músíkin eftir strákana í hljómsveitinni.
En Guðmundur Jónsson hefur gert margt annað en að spila með Sálinni og semja fyrir hana. Hann er í dag í tveggja manna blús-rokk-hljómsveitinni G.G. Blús, og rokkhljómsveitinni Nykur. Svo er hann líka að búa til jólamúsík og þar syngja þeir stór sjón-og tónleikarar (eins og þeir segja í Færeyjum), Jóhann Sigurðarson og Þór Breiðfjörð. Það er kallað Jóladraumur. Guðmundur Jónsson er gestur Rokklands í dag.