
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fjöldi flugvalla í leiðarkerfi íslensku flugfélaganna glímir við manneklu þessa dagana sem komið hefur fram í töfum og jafnvel aflýsingu á flugum. Sums staðar, eins og á Schiphol í Amsterdam, er mannekla það mikil að Icelandair hefur þurft að grípa til þess ráðs að senda eigið starfsfólk utan til að aðstoða við hleðslu flugvéla og afgreiðslu farangurs. Er þetta gert til að halda áætlun enda gríðarlega kostnaðarsamt ef áætlun fer úr skorðum. Fólk á rétt á fébótum til að mynda ef það missir af tengiflug o.s.frv. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála hjá Icelandair, fór yfir þessi mál með okkur.
Í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík hafa ýmsar spurningar vaknað um samþjöppun í eignarhaldi á sjávarútvegsfyrirtækjum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir til að mynda á Facebook síðu sinni að yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni gefur þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra verður sterk gagnvart stjórnvöldum. Nú hefur líka verið bent á það að Síldarvinnslan er félag á markaði og eignahluturinn dreifður og því væri gegnsæi í eigendahópnum meiri en ella. En Oddný vill að stjórnmálamenn þori að taka lögin um fiskveiðistjórnunarkerfið til endurskoðunar. Tími nefnda og skýrslna um málið sé liðinn. Oddný var gestur okkar í Morgunútvarpinu.
Sumarið hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar fram að þessu og nú stefna lægðir að landinu. En verður þetta svona áfram eða eigum við von á betri tíð síðsumars? Við hringdum í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing og spáðum í veðurspilin.
Þegar gular viðvaranir koma ítrekað frá Veðurstofunni, í júlí af öllum mánuðum, er ekki úr vegi að kanna líkastöðuna á hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Fjöldinn allur af ferðamönnum eru á hálendinu og hluti þeirra ekki alltaf viðbúinn slíku veðri. Í síðustu viku var til að mynda nokkrum ferðamönnum bjargað köldum og hröktum af Hálendisvaktinni. Á línunni hjá okkur var Pétur Björnsson Guðmundsson björgunarsveitarmaður en hann var staddur í Dreka, norðan Vatnajökuls.
Tónlist:
Mono Town - Peacemaker.
Bastille - Shut off the lights.
Of Monsters and Men - Little talks.
George Ezra - Green green grass.
U2 - Beautiful day.
Una Torfadóttir - En.
Foreigner - Waiting for a girl like you.
Emilíana Torrini - Baby blue.
Sting - Brand new day.
Mannakorn - Sumar hvern einasta dag.
The Black Keys - Gold on the ceiling.
Friðrik Dór - Dönsum eins og hálfvitar.