
Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Arnór Blomsterberg flytur.

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, segir að þrátt fyrir samtöl við sveitarstjórnarfólk fyrir kosningar í vor þá valdi málefnasamningar sveitarstjórna um landið miklum vonbrigðum. Þar er lítið, ef eitthvað, fjallað um réttindi, tækifæri og hagsmuni fatlaðs fólks.
Trúarsöfnuðurinn Sameiningarkirkjan, eða svokallaðir Moonies eða moonistar, eru í deiglunni eftir morðið á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans ? en morðingi Abes kenndi söfnuðinum um að féflétta móður sína. Söfnuðurinn var hvað mest áberandi á sjöunda og áttunda áratugnum og þekktur fyrir gríðarstór fjöldabrúðkaup ? umsvif hans hafa þó verið mun meiri. Vera Illugadóttir fór yfir sögu og starfsemi safnaðarins.
Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd, var gestur Amöndu Guðrúnar Bjarnadóttur fréttamanns á Akureyri. Þau ræddu tækjaeign barna og ungmenna og skaðlega umræðu sem þau upplifa á netinu.
Tónlist:
Ég leitaði blárra blóma - Hörður Torfason,
Miss You - Rolling Stones,
The Needle and the Damage done - Neil Young,
Pretty Face - Sóley Stefánsdóttir.
Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.
Gestur úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
Svavar Georgsson var ungur þegar hann leiddist út á ranga braut. Hann var heimilislaus í mörg ár og bjó meðal annars í tjaldi í rjóðri í Breiðholti í tvö ár. Fyrir tæpum þremur árum sneri hann lífi sínu við til þess að geta verið til staðar fyrir börnin sín og einbeitir sér í dag að því að reyna verða betri maður og láta gott af sér leiða til samfélagsins. Við heyrum sögu Svavars í dag.

Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjón: Kristján Kristjánsson.

Útvarpsfréttir.

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, blóm, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Guðmundur Pálsson.
Við ætlum að fræðast aðeins um villigarða og hugmyndafræðina þar að baki, þetta er í einföldustu mynd sú pæling að leyfa náttúrunni í garðinum þínum sem og annars staðar að gera það sem hún vill, án þess að mannfólkið sé alltaf að slá, stinga upp og vesenast eitthvað. Einn þeirra sem hefur tileinkað sér þetta er Rúnar Ingi Hannah og við ræðum við hann.
Í dag hefst heilmikið ferðalag æskuvinanna Grétars Gústavssonar og Karls Friðrikssonar. Þeir ætla að aka Vestfjarðahringinn á gömlum dráttarvélum, svipuðum þeim sem þeir óku um í sveitinni fyrir nokkrum áratugum. Ferðalag vinnanna er til styrktar góðu málefni - það er söfnun Barnaheilla fyrir Vináttu, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einleti. Við heyrum í þeim félögum.
Ása Baldursdóttir kemur svo til okkar og mælir með forvitnilegu og skemmtilegum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, hún lítur reglulega við hjá okkur í Sumarmálum. Í dag ætlar Ása að fjalla um trójuhest sem er ekki allur þar sem hann sýnist - eins og er gjarnan með trójuhesta - hlaðvarpsseríu þar sem dularfullt bréf leikur aðalhlutverkið sem og sjónvarpsþætti, heimsendaþætti, þar sem veira tekur yfir og Drottninguna eftir Árna Ólaf Ásgeirson, þætti sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Netflix.
Fugl og blóm dagsins verða líka á sínum stað.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Umsjón hefur Rakel Garðarsdóttir framleiðandi og stofnandi Vakandi.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.
Stjórnarandstöðuþingmenn af Suðurnesjum óttast að starfsemi Vísis og stór hluti af kvóta Suðurnesjamanna verði fluttur af svæðinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast hvorki um störf né kvóta Grindvíkinga.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir það hljóma afskaplega illa ef rukka á veggjöld í jarðgöngum. Íbúar á svæðinu þurfi daglega að fara um jarðgöng til að sækja þjónustu.
16 milljarða króna styrkur Evrópusambandsins til Carbfix er mikil viðurkenning fyrir íslenska nýsköpun segir framkvæmdastýra fyrirtækisins.
Landsbankinn og Íslandsbanki reikna með að verðbólga mælist á bilinu 9,2 til 9,3 prósent í júlí, sem yrði sú mesta í tæplega þrettán ár.
Forsætisráðherra Srí Lanka hefur skipað her og lögreglu landsins að grípa til allra tiltækra ráða til að halda stjórnarandstæðingum í skefjum. Neyðarástandi hefir verið lýst yfir og forsetinn er flúinn úr landi.
Ríflega þúsund Danir hafa sótt um bætur vegna aukaverkana af bólusetningu gegn kórónuveirunni. 32 umsóknir hafa verið samþykktar.
Víkingingur féll úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær eftir viðureign við sænska stórliðið Malmö.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Nú geisar gróðureldur sem ógnar hundruðum risarauðviða í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Eldarnir breiðast hratt út og búið er að loka hluta þjóðgarðsins. Eldurinn hefur margfaldast síðustu sólahringa og í gær höfðu brunnið ríflega 2.700 akrar af gróður- og skóglendi í þessum heimsfræga þjóðgarði Bandaríkjanna, sem eru sömuleiðis heimkynni risarauðviðarins, eða risafurunnar, það fer eftir því hverja þú spyrð - en þetta eru óumdeilanlega stærstu lífverur jarðarinnar. Og þessi stórkostlegu tré eru í útrýmingarhættu. Slökkviliðsfólk Kaliforníu er nú, eins og svo oft áður, í kapphlaupi við tímann til að reyna að hefta útbreiðslu eldanna - en ekki síst til að bjarga þessum forsögulegu verum frá eyðileggingu.
Í Þetta helst í dag lítum við til Kaliforníu, opnum gamlar blómabækur og fáum álit sérfræðings á þessum stórmerkilegu plöntum sem ganga undir alls konar nöfnum, en eru þó alls ekki furur.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson segir hlustendum frá hljóðrás ævi sinnar og leikur tónlistina úr eigin lífi.
Umsjón: Ragnar Kjartansson.
Umsjón: Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Þröstur Helgason ræðir við forvitnilegt fólk um reynslu þess og viðhorf.
Gestur þáttarins er Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Umræðan um orkumál, fleiri vatnsaflsvirkjanir og aðra orkukosti fór af stað með endurnýjuðum krafti í desember síðastliðnum eftir að nýr stjórnarsáttmáli var kynntur með því markmiði að Ísland myndi ná kolefnishlutleysi árið 2040 eða eftir 18 ár. Umræðan hefur síðan að miklu leyti snúist um orkuskort og mögulega virkjunarkosti til þess að bæta úr þeim skorti. Ég ætla að ræða við Höllu Hrund um þessa flóknu stöðu, möguleikana á því að ná kolefnishlutleysi eftir átján ár, virkjunarkosti, náttúruverndar- og loftslagssjónarmið sem og aðrar áskoranir og tækifæri í orkumálum þjóðarinnar.

Útvarpsfréttir.

Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar. Kafað verður á dýpið, og spjallað við fjölbreytta listamenn á léttu nótunum.
Við hefjum þátt dagsins á viðtali við rithöfundinn Kamillu Einarsdóttur. Þessa dagana er hún að pakka lífi sínu ofan í kassa og flytja eftir 12 ár í sömu íbúð. Þema viðtalsins er því flutningar og valdi hún lög í þemanu.
Um þessar mundir stendur yfir Lista- og menningarhátíð fjarðabyggðar, Innsævi, við fengum Önnu Róshildi Benediktsdóttur hingað í Tengivagninn sem er ein þeirra listamanna sem tekur þátt í hátíðinni í ár. Hún ætlar að setja upp örverk í vinnslu, GMT, ásamt vinkonum sínum úr Listaháskóla Íslands.
Katelin Marit Parsons er nýdoktor við Árnastofnun og rannsakar handrit skálda og vesturfara. Í sumar verður hún með pistlaröð um pappír og í sínum öðrum pistli fjallar hún um Papýrus. Papýrus var notaður við skriftir árþúsundum saman en hætt var að framleiða lengjur úr papýrus um það leyti sem handritamenning barst fyrst til Íslands. Papýrus er þó ekki alveg óþekktur hérlendis, þökk sé sænskum Nóbelsverðlaunahafa.
Við heyrum brot úr kistu Ríkisútvarpsins frá árinu 1946. Jón Múli Árnason fékk danskan tónlistarmann í heimsókn í þáttinn Lög og létt hjal, sem lék fyrir hann lög á ukulele.

Útvarpsfréttir.

Fréttir
Útvarpsfréttir.
Bæjarstjóri Akraness segir að gæta verði jafnræðis í útfærslu veggjalda svo íbúar landsbyggðarinnar verði ekki hlunnfarnir. Bæjaryfirvöldum hugnist illa ef gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum yrði hafin á ný.
Heilbrigðisráðherra segir fjórðu bólusetninguna fyrir 60 ára og eldri gegn COVID-19 verða í boði í haust miðað við þau áform sem eru uppi. Lyfjastofnun og sóttvarnarstofnun Evrópu mælast til þess að 60 ára og eldri fái fjórða skammtinn.
Borgarfulltrúi í Moskvu þarf að sitja tvo mánuði í gæsluvarðhaldi áður en réttarhöld hefjast yfir honum fyrir að hafa gagnrýnt innrás rússneska hersins í Úkraínu. Hann á tíu ára fangelsi yfir höfði sér verði hann sakfelldur.
Stjarneðlisfræðingur segir að vænta megi margra uppgötvana í stjörnufræði á næstu árum með tilkomu nýs geimsjónauka.
Breti sem skipulagði 14 daga hjólahringferð um Ísland bíður enn eftir hjólinu sínu, 10 dögum eftir komuna til landins.

Brot úr Morgunvaktinni.

Spennum beltin og ferðumst hringinn með KrakkaRÚV! Stórskemmtilegir fjölskylduþættir fyrir ferðalanga á ferð um Ísland. Þjóðsögur og ævintýri, bílaleikir, fróðleiksmolar og sögur frá krökkum á öllum aldri. Í hverjum þætti er spurningakeppni þar sem kemur í ljós hvaða fjölskyldumeðlimur veit mest um Ísland...nú eða hlustaði best á þáttinn!
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Jóhannes Ólafsson.
Í þessum þætti ferðumst við um Vestfjarðarkjálkann, jafnvel þó við vitum ekki alveg afhverju hann er kallaður kjálkinn. Sérfræðingar þáttarins koma frá ýmsum stöðum á Vestfjörðum en það eru Kormákur Elí frá Hólmavík, Urður frá Ísafirði og þau Lara Alexandra og Guðmundur Sævar frá Patreksfirði. Þjóðsaga þáttarins fjallar um fyrstu landnámskonuna í Bolungarvík, hana Þuríði sundafylli, og rifrildi sem hún átti við bróður sinn en það fór alveg gjörsamlega úr böndunum. Ef þið leggið vel við hlustir allan þáttinn þá er klárt mál að þið vinnið spurningakeppnina í lokin!

Veðurstofa Íslands.

Dánarfregnir.

Sumartónleikar Sambands evrópskra útvarpsstöðva.
Hljóðritun frá tónleikum sellóleikarans Stevens Isserlis og píanóleikarans Connie Shih á Pau Casals tónlistarhátíðinni í Barcelona, 15. júní s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Camille Saint-Saëns, Ludwig van Beethoven, Julius Isserlis og Sergej Rakhmanínov.
Umsjón: Sigrún Harðardóttir.

Ferðalög og útivist. Fróðleikur og skemmtun. Fólk og náttúra. Fugl dagsins, blóm, fjöll og firnindi. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar. sumarmal@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Gunnar Hansson og Guðmundur Pálsson.
Við ætlum að fræðast aðeins um villigarða og hugmyndafræðina þar að baki, þetta er í einföldustu mynd sú pæling að leyfa náttúrunni í garðinum þínum sem og annars staðar að gera það sem hún vill, án þess að mannfólkið sé alltaf að slá, stinga upp og vesenast eitthvað. Einn þeirra sem hefur tileinkað sér þetta er Rúnar Ingi Hannah og við ræðum við hann.
Í dag hefst heilmikið ferðalag æskuvinanna Grétars Gústavssonar og Karls Friðrikssonar. Þeir ætla að aka Vestfjarðahringinn á gömlum dráttarvélum, svipuðum þeim sem þeir óku um í sveitinni fyrir nokkrum áratugum. Ferðalag vinnanna er til styrktar góðu málefni - það er söfnun Barnaheilla fyrir Vináttu, sem er forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einleti. Við heyrum í þeim félögum.
Ása Baldursdóttir kemur svo til okkar og mælir með forvitnilegu og skemmtilegum hlaðvörpum og sjónvarpsþáttum, hún lítur reglulega við hjá okkur í Sumarmálum. Í dag ætlar Ása að fjalla um trójuhest sem er ekki allur þar sem hann sýnist - eins og er gjarnan með trójuhesta - hlaðvarpsseríu þar sem dularfullt bréf leikur aðalhlutverkið sem og sjónvarpsþætti, heimsendaþætti, þar sem veira tekur yfir og Drottninguna eftir Árna Ólaf Ásgeirson, þætti sem eru aðgengilegir á streymisveitunni Netflix.
Fugl og blóm dagsins verða líka á sínum stað.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Umsjónarfólk segir frá tímabili í ævi sinni og leikur tónlist sem endurspeglar tímann eða atburði sem sagt er frá.
Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson segir hlustendum frá hljóðrás ævi sinnar og leikur tónlistina úr eigin lífi.
Umsjón: Ragnar Kjartansson.
Umsjón: Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri.
Gestur úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
Svavar Georgsson var ungur þegar hann leiddist út á ranga braut. Hann var heimilislaus í mörg ár og bjó meðal annars í tjaldi í rjóðri í Breiðholti í tvö ár. Fyrir tæpum þremur árum sneri hann lífi sínu við til þess að geta verið til staðar fyrir börnin sín og einbeitir sér í dag að því að reyna verða betri maður og láta gott af sér leiða til samfélagsins. Við heyrum sögu Svavars í dag.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Nú geisar gróðureldur sem ógnar hundruðum risarauðviða í Yosemite-þjóðgarðinum í Kaliforníu. Eldarnir breiðast hratt út og búið er að loka hluta þjóðgarðsins. Eldurinn hefur margfaldast síðustu sólahringa og í gær höfðu brunnið ríflega 2.700 akrar af gróður- og skóglendi í þessum heimsfræga þjóðgarði Bandaríkjanna, sem eru sömuleiðis heimkynni risarauðviðarins, eða risafurunnar, það fer eftir því hverja þú spyrð - en þetta eru óumdeilanlega stærstu lífverur jarðarinnar. Og þessi stórkostlegu tré eru í útrýmingarhættu. Slökkviliðsfólk Kaliforníu er nú, eins og svo oft áður, í kapphlaupi við tímann til að reyna að hefta útbreiðslu eldanna - en ekki síst til að bjarga þessum forsögulegu verum frá eyðileggingu.
Í Þetta helst í dag lítum við til Kaliforníu, opnum gamlar blómabækur og fáum álit sérfræðings á þessum stórmerkilegu plöntum sem ganga undir alls konar nöfnum, en eru þó alls ekki furur.

Útvarpsfréttir.

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fjöldi flugvalla í leiðarkerfi íslensku flugfélaganna glímir við manneklu þessa dagana sem komið hefur fram í töfum og jafnvel aflýsingu á flugum. Sums staðar, eins og á Schiphol í Amsterdam, er mannekla það mikil að Icelandair hefur þurft að grípa til þess ráðs að senda eigið starfsfólk utan til að aðstoða við hleðslu flugvéla og afgreiðslu farangurs. Er þetta gert til að halda áætlun enda gríðarlega kostnaðarsamt ef áætlun fer úr skorðum. Fólk á rétt á fébótum til að mynda ef það missir af tengiflug o.s.frv. Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðsmála hjá Icelandair, fór yfir þessi mál með okkur.
Í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík hafa ýmsar spurningar vaknað um samþjöppun í eignarhaldi á sjávarútvegsfyrirtækjum. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir til að mynda á Facebook síðu sinni að yfirráð fárra aðila yfir fiskveiðiauðlindinni gefur þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra verður sterk gagnvart stjórnvöldum. Nú hefur líka verið bent á það að Síldarvinnslan er félag á markaði og eignahluturinn dreifður og því væri gegnsæi í eigendahópnum meiri en ella. En Oddný vill að stjórnmálamenn þori að taka lögin um fiskveiðistjórnunarkerfið til endurskoðunar. Tími nefnda og skýrslna um málið sé liðinn. Oddný var gestur okkar í Morgunútvarpinu.
Sumarið hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar fram að þessu og nú stefna lægðir að landinu. En verður þetta svona áfram eða eigum við von á betri tíð síðsumars? Við hringdum í Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðing og spáðum í veðurspilin.
Þegar gular viðvaranir koma ítrekað frá Veðurstofunni, í júlí af öllum mánuðum, er ekki úr vegi að kanna líkastöðuna á hálendisvakt Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Fjöldinn allur af ferðamönnum eru á hálendinu og hluti þeirra ekki alltaf viðbúinn slíku veðri. Í síðustu viku var til að mynda nokkrum ferðamönnum bjargað köldum og hröktum af Hálendisvaktinni. Á línunni hjá okkur var Pétur Björnsson Guðmundsson björgunarsveitarmaður en hann var staddur í Dreka, norðan Vatnajökuls.
Tónlist:
Mono Town - Peacemaker.
Bastille - Shut off the lights.
Of Monsters and Men - Little talks.
George Ezra - Green green grass.
U2 - Beautiful day.
Una Torfadóttir - En.
Foreigner - Waiting for a girl like you.
Emilíana Torrini - Baby blue.
Sting - Brand new day.
Mannakorn - Sumar hvern einasta dag.
The Black Keys - Gold on the ceiling.
Friðrik Dór - Dönsum eins og hálfvitar.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður: Brynjólfur Þór Guðmundsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason

Útvarpsfréttir.

Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Umsjón: Bjarni Daníel Þorvaldsson
Lagalisti:
Salóme Katrín - The Other SIde
Taylor Swift - Blank Space
The Beatles - Good Day Sunshine
Laufey - Everything I Know About Love
Elton John - Bennie and the Jets
Ásgeir - Dýrð í dauðaþögn
Björk - Big Time Sensuality
Beyoncé - Break My Soul
Inspector Spacetime - Kenndu mér
Ultraflex - Mi Vuoi
Tove Lo - No One Dies From Love
Charli XCX, Christine & The Queens, Caroline Polachek - New Shapes
Jón Jónsson - Fyrirfram
Red Hot Chili Peppers - Scar Tissue
Tame Impala, Diana Ross - Turn Up The Sunshine
Bubbi Morthens - Sunnudagur (með laugardagskvöld í fanginu)
Celebs - Kalk í vatni
Bruce Springsteen - Dancing In The Dark
Sam Fender - Getting Started
Svala - Bones
Steve Lacy - Bad Habit
Silk Sonic - Leave The Door Open
Solange, Lil Wayne - Mad
Júníus Meyvant - Color Decay
Angel Olsen - Big Time
Pale Moon - I Confess
Red Hot Chili Peppers - Scar Tissue
Brunaliðið - Ég er á leiðinni
Soccer Mommy - Shotgun
Jimmy Eat World - The Middle
Krassasig - 1-0
Mura Masa, Lil Uzi Vert, PinkPantheress, Shygirl - bbycakes
Máni Orrason - Change The World
Harry Styles - As It Was
Kate Bush - Running Up That Hill
The Weeknd - Take My Breath
Cardi B, Ye, Lil Durk - Hot Shit
Stuðmenn - Út á stoppustöð
David Bowie - Oh! You Pretty Things
Rebekka Blöndal - Lítið ljóð
Árný Margrét - cold aired breeze
Billie Eilish - Happier Than Ever
Dr. Gunni - Ég er í vinnunni

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Stjórnarandstöðuþingmenn af Suðurnesjum óttast að starfsemi Vísis og stór hluti af kvóta Suðurnesjamanna verði fluttur af svæðinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast hvorki um störf né kvóta Grindvíkinga.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir það hljóma afskaplega illa ef rukka á veggjöld í jarðgöngum. Íbúar á svæðinu þurfi daglega að fara um jarðgöng til að sækja þjónustu.
16 milljarða króna styrkur Evrópusambandsins til Carbfix er mikil viðurkenning fyrir íslenska nýsköpun segir framkvæmdastýra fyrirtækisins.
Landsbankinn og Íslandsbanki reikna með að verðbólga mælist á bilinu 9,2 til 9,3 prósent í júlí, sem yrði sú mesta í tæplega þrettán ár.
Forsætisráðherra Srí Lanka hefur skipað her og lögreglu landsins að grípa til allra tiltækra ráða til að halda stjórnarandstæðingum í skefjum. Neyðarástandi hefir verið lýst yfir og forsetinn er flúinn úr landi.
Ríflega þúsund Danir hafa sótt um bætur vegna aukaverkana af bólusetningu gegn kórónuveirunni. 32 umsóknir hafa verið samþykktar.
Víkingingur féll úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær eftir viðureign við sænska stórliðið Malmö.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Siggi Gunnars bauð upp á fjölbreytta tónlist og fróðleik í Popplandi dagsins. Ábreiða dagsins var lagið My Way með Frank Sinatra. Hann fór einnig í sögubækurnar og tengdi þær við tónlistina.
Spiluð lög:
Stuðmenn - Sumar í Reykjavík
Una Torfadóttir - En
Poppvélin - Bærinn minn
Sigrún Stella - Baby Blue
Lily Allen - LDN
Baggalútur - Hér er ég kominn
Hootie & The Blowfish
Egill Ólafsson - Ljósvíkingur
Jói Pé X Pally - Face
Jungle - Good Times
Wig Wam - In My Dreams
Arcade Fire - Unconditional I (Lookout Kid)
Stevie Wonder - My Sweet Lord
Hurts - Wonderful Life
Herbert Guðmundsson - I Follow You
Prins Póló - Málning þornar
Bubbi Mortheins - Þannig er nú ástin
Lenny KRavitz - It ain't over 'til it's over
Lizzo - About Damn Time
Friðrik Dór - Bleikur og blár
Paolo Nutini - Through The Echoes
Harry Styles - Late Night Talking
Ragga Gísla - Fegurðardrottning
Cafune - Tek It
Queen - Radio Ga Ga
Jamiroquai - Little L
Vök - Illuminating
Moses Hightower - Stutt Skref
Kusk og Óviti - Elsku vinur
Rihanna - Dimonds
Inhaler - These Are The Days
ÁBREIÐA DAGSINS: Frank Sinatra - My Way
Juliette Armanet - Le dernier jour du Disco
Gossip - Heavy Cross
Gorillaz - Cracker Island ft. Thundercat
Laufey Lín - Everything I Know About Love
Foo Fighters - Love Dies Young
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Nýverið var eitt af meistaraverkum Halldórs Laxness, Salka Valka gefin út í Bandaríkjunum í nýrri þýðingu. Það þýðir að í fyrsta skiptið eru öll stóru skáldverk nóbelskáldsins fáanleg vestan hafs. Af því tilefni er stór grein um Laxness í nýjasta tímariti New Yorker þar sem meðal annars er farið yfir það hvers vegna Bandaríkjamenn hættu að gefa út Laxness á sínum tíma. Halldór Guðmundsson þekkir þá sögu og segir hann okkur hana á eftir.
Þar sem er vatn og fiskur, þar er Gunnar Bender. Hann hefur verið duglegur við að upplýsa hlustendur um hvar laxinn sé að fá og hvar ekki í litla veiðihorninu í Síðdegisútvarpinu. Gunnar Bender mun á eftir ræða við okkur frá Fljótunum og segja okkur stöðuna á laxveiðinni þar.
Flest okkar hafa heyrt popplög sem gerð hafa verið til stuðning karlalandsliðinu í knattspyrnu. Færri okkar hafa heyrt lög til stuðning kvennalandsliðinu. Tónlistarmaðurinn Jón Þór Helgason sem öllu jafna kallar sig Weekendson var að klára lagið Stelpurnar og þar með hafa stelpurnar eignast sitt eigið lag. Hann kemur til okkar á eftir og leyfir okkur að frumflytja lagið sitt.
Líkamsrækt þarf ekki að kynna fyrir hlustendum, en hugarrækt, eða heilaleikfimi er minna í umræðunni en samt er vitað að við getum gert ýmislegt til að halda heilanum í formi og hugsanlega sporna gegn hrörnun og bilun heilans. Steinunn Þórðardóttir læknir kemur til okkar og gefur okkur góð ráð.
Listamaðurinn Tolli hefur ekki hækkað verð á listaverkunum sínum árum saman og er alltaf jafn vinsæll - hann lítur við hjá okkur og talar um lífið og listina.
En við byrjum á kvótanum. Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík hefur vakið upp hörð viðbrögð, forsætisráðherra hefur sagst hafa áhyggjur af þessu og að kaupin kalli á viðbrögð og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að færa stórútgerðinni kvótann á silfurfati. Oddný er komin hingað til okkar.

Útvarpsfréttir.

Fréttir
Útvarpsfréttir.
Bæjarstjóri Akraness segir að gæta verði jafnræðis í útfærslu veggjalda svo íbúar landsbyggðarinnar verði ekki hlunnfarnir. Bæjaryfirvöldum hugnist illa ef gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum yrði hafin á ný.
Heilbrigðisráðherra segir fjórðu bólusetninguna fyrir 60 ára og eldri gegn COVID-19 verða í boði í haust miðað við þau áform sem eru uppi. Lyfjastofnun og sóttvarnarstofnun Evrópu mælast til þess að 60 ára og eldri fái fjórða skammtinn.
Borgarfulltrúi í Moskvu þarf að sitja tvo mánuði í gæsluvarðhaldi áður en réttarhöld hefjast yfir honum fyrir að hafa gagnrýnt innrás rússneska hersins í Úkraínu. Hann á tíu ára fangelsi yfir höfði sér verði hann sakfelldur.
Stjarneðlisfræðingur segir að vænta megi margra uppgötvana í stjörnufræði á næstu árum með tilkomu nýs geimsjónauka.
Breti sem skipulagði 14 daga hjólahringferð um Ísland bíður enn eftir hjólinu sínu, 10 dögum eftir komuna til landins.

Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.

Útvarpsfréttir.

Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Vinsælustu lögin á Íslandi vikuna 2. - 9. júlí 2022..