18:30
Undiraldan
Landinn að gera það gott
Undiraldan

Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .

Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Nöfn tónlistarkvennana Laufeyjar Lín og Eydísar Evensen eru ekki á hvers manns vörum á landinu kalda en engu að síður raka þær inn miljjónum streyma á tónlistarveitum og við setjum á fóninn ný lög þeirra í Undiröldu kvöldsins. Önnur með nýja tónlist eru Svavar Knútur, Karl Olgeirs tríó ásamt Sölku, Jónas Björgvinsson, Kig and Husk og Miomantis.

Lagalistinn

Laufey Lín ásamt Adam Melchor - Love Flew Away

Svavar Knútur - November

Eydís Evensen - Wandering I (Thylacine Remix)

Karl orgeltríó ásamt Sölku Sól - Bréfbátar

Jónas Björgvinsson - Vistarband

Kig and Husk - Aha (Those were the days)

Miomantis - Manti's prey

Var aðgengilegt til 11. nóvember 2022.
Lengd: 30 mín.
,