06:50
Morgunvaktin
Peningar, Færeyjar og Billie Holiday
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá Íslandsbanka, hefur lengi velt fyrir sér ýmsu er varðar peninga. Bók hans Peningar kom nýverið út og þar er fjallað um peninga frá ýmsum hliðum. Bókin og svört verðbólguspá greiningardeildar Íslandsbanka voru til umræðu.

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og fjallaði um samskipti Íslands og Færeyja en nýverið kom út skýrsla varðandi samskipti eyjanna. Bogi ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um skýrsluna og samband landanna. Jafnframt var aðeins komið inn á vitnaleiðslur í stóra minkamálinu sem nú standa yfir í Kaupmannahöfn. Mogens Jensen, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, segir í dag sína hlið á málinu.

Rebekka Blöndal jazzsöngkona er mikill aðdáandi Billie Holiday og syngur lög hennar á tónleikum á Borgarbókasafninu í dag og næstu daga.

Tónlist: With you og Stjörnur stara með Rebekku Blöndal - Rebekka Blöndal. You've Changed og Trav'lin light með Billie Holiday.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,