21:00
Mannlegi þátturinn
Gurrý garðyrkjufræðingur sérfræðingurinn og heilaheilsa
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Sérfræðingur vikunnar í þetta sinn var Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur. Hún talaði um og kom með ráðleggingar fyrir vetrarverkin, inniplönturnar og fleira. Það þarf að ýmsu að huga á veturna í þessu tilliti og svo í seinni hluta þáttarins svaraði Guðríður spurningum sem hlustendur hafa sent inn á netfang þáttarins, [email protected]. Til dæmis þessum: Er í lagi að klippa tré og runna á þessum tíma? Geta jólaljósin haft neikvæð áhrif á plöntur, t.d. platað þær til að fara að vaxa? Er of seint að setja niður haustlauka? Má rækta þá í pottum? Þessum spurningum og fleirum svaraði Guðríður í þættinum í dag.

Við fengum svo Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfræðing og doktor í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands, til að fræða okkur aðeins um heilaheilsu og það hvernig hugrænir þættir hafa áhrif á okkar daglega líf, en hún kennir á námskeiðinu Heilaheilsa og þjálfun hugans hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Hvað eru hugrænir þættir? Hvernig þjálfum við hugann? Hvernig hugum við að heilaheilsunni?

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,