Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Hvað segja kjósendur í Norðausturkjördæmi um kosningarnar framundan? Við heyrum brot af hringferð RÚV um landið. Frambjóðendur kynntu flokkana í Morgunútvarpinu, forystufólk mætti í sjónvarpið og á Morgunvaktinni var meðal annars rætt um málefni eldri borgara.
Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Viðmælandi í Eyðibýlinu er Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Umsjón Héðinn Halldórsson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.
Umsjón: Pétur Halldórsson.
Heimsótt eru hjónin Merete Rabølle og Steinn Rögnvaldsson, bændur á Hrauni á Skaga. Steinn segir frá smábátaútgerð sinni sem hann rekur nú orðið frá Skagaströnd en áður var gert út frá Hrauni. Hann er með fimm tonna trillu sem hann gerir út í félagi við bræður sína og nágranna, bæði á línu og grásleppunet. Grásleppuhrognin vinna þeir sjálfir á Skagaströnd en selja fiskinn á fiskmarkaðnum þar. Steinn ræðir um útgerðina og veiðiskapinn, gæftir í vetur og ástandið í sjónum úti fyrir Norðurlandi sem hann segir að sé mjög gott um þessar mundir. Til dæmis kom krían upp pattaralegum ungum í fyrrasumar og nóg æti virðist vera fyrir hana og aðra sjófugla öfugt við það sem er vestan- og sunnanlands. Síðan segir Merete frá því hvernig leið hennar lá að Hrauni frá Danmörku þaðan sem hún er. Hún segir frá lífinu á Hrauni, búskapnum og hlunnindanýtingu en ræðir líka um framtíð byggðar á Skaga þar sem mjög hefur fækkað undanfarna áratugi, möguleikana sem hún sér, til dæmis að selja svalandi og frískandi norðanáttina.
Veðurstofa Íslands.
Læsi og lesskilningi barna á Íslandi hefur hrakað hratt á undanförnum árum þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til þess að sporna við þessari þróun. PISA-rannsókninn 2022 leiddi í ljós að tæplega helmingur 15 ára drengja býr ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi, sama gildir um tæplega þriðjung stúlkna. Niðurstaðan er áhyggjuefni fyrir þjóðina alla. Í þáttaröðinni Læsi er rætt við fjölbreyttan hóp fólks sem kemur að skóla- og fræðslumálum á Íslandi. Fólk sem leggur sitt af mörkum til að styðja við fjölbreytta flóru nemenda í skólum landsins.
Þáttaröðin Læsi er framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Bækur gegna lykilhlutverki þegar kemur að lestri og lesskilningi. Það vantar hinsvegar meiri fjölbreytni í bókaútgáfu fyrir börn og ungmenni. Bæði námsgögn og yndislestrarbækur.
Viðmælendur í fimmta þætti eru Bergmann Guðmundsson, Brynhildur Þórarinsdóttir, Dröfn Vilhjálmsdóttir, Halldóra Björk Guðmundsdóttir, Harpa Reynisdóttir og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir.
Guðsþjónusta.
Séra Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Gunnar Gunnarsson.
Sönghópurinn við Tjörnina og Barnakórinn við Tjörnina syngja undir stjórn Gunnars Gunnarsonar (Sönghópurinn) og Álfheiðar Björgvinsdóttur (Barnakórinn).
Hljóðfæraleikarar eru Gunnar Gunnarsson píanó, Örn Ýmir Arason kontrabassi og Aron Steinn Ásbjarnarson saxófónn.
Lestur ritningarlestra og guðspjalls: Ebba Margrét Magnúsdóttir.
TÓNLIST:
Forspil: Steal Away to Jesus – Amerískur sálmur eftir Wallace Willis.
Fyrir predikun:
Sálmur 223. Gakk inn í Herrans helgidóm. Texti: Valdimar Briem. Lag: Severius Gastorius.
Sálmur 312. Arabísk miskunnarbæn: Þú sem ert lamb Guðs. Texti: Kristján Valur Ingólfsson. Lag: Yusuf Khill.
Sálmur 269. Dýrðarsöngur. Lag og texti frá Taizé-klaustrinu í Frakklandi – Jacques Berthier.
Þakklæti (To be Grateful). Lag og ljóð: Magnús Kjartansson.
Sálmur 481. Lofið vorn Drottin. Texti: Helgi Hálfdánarson. Lag: Stralsund 1665.
Eftir predikun:
Sálmur 448. Það sem augu mín sjá. Texti: sr. Hjörtur Pálsson. Lag: Ragnhildur Gísladóttir.
Kveiktu á ljósi. Lag og ljóð: Valgeir Guðjónsson.
Þetta litla ljós. Lag og ljóð: Egill Ólafsson.
Eftirspil: La paloma azul „Dúfan bláa“ eftir Dave Brubeck.
Útvarpsfréttir.
Víðtækt rafmagnsleysi er í Úkraínu eftir drónaárásir Rússa á orkuinnviði. Þær eru með umfagnsmestu árásum sem Rússar hafa gert frá því stríðið í Úkraínu hófst.
Um sex þúsund fuglar drápust þegar eldur kviknaði í eggjabúi í Vogum á Vatsnleysuströnd í nótt. Eldsupptök eru ókunn.
Nemendur Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eiga á hættu að tapa hálfu ári úr námi sínu vegna verkfalls, segir móðir nemanda. Hún furðar sig á því að engar viðræður séu í gangi.
Fórnarlamba umferðarslysa og verður minnst með einnar mínútu þögn á athöfnum um land allt í dag.
Niðurstöður finnskrar rannsóknar sýna uggvænlega þróun í viðhorfum ungra karla til ofbeldis gagnvart konum. Þar kemur í ljós að fimmtungur allra karla telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi fyrir það hvernig þær líta út eða haga sér.
Það er engin skömm í því að sleppa tökunum þegar maður hefur keyrt sig í þrot og reyna aftur seinna. Þetta segir líkamsræktarkappi sem lauk átaki til styrktar Píeta samtökunum í gærkvöld, án þess að ná settu marki.
Glæsilegasti íslenski faldbúningurinn, sem enn er til, er væntanlegur til landsins á næsta ári á vegum Þjóðminjasafnins. Hann var fluttur frá Íslandi 1809 og var talinn glataður þar til hann fannst 150 árum síðar.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða segir Ingibjörg Fríða Helgadóttur okkur frá Malölu Yousafzai, einni af röddunum í upphafi allra Krakkaheimskviðuþátta. Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við fréttamanninn Önnu Lilju Þórisdóttur um bresku konungsfjölskylduna og samband þeirra við Ástralíu.
Árið 1913 var Guðbjörg Bjarnadóttir ritstjórafrú á Ísafirði, hamingjusöm í hjónabandinu, vel efnuð og fimm barna móðir. En á þessu eina ári hrundi allt. Eiginmaður Guðbjargar, Kristján H. Jónsson, dó úr krabbameini, allar eigur varð að selja fyrir skuldum og Guðbjörg hafði ekki annað úrræði en að láta fjögur barna sinna í fóstur, hér og þar um landið, og gerast sjálf vinnukona með eitt barnið með sér. Samt missti hún hvorki kjarkinn né lífsgleðina. Guðbjörg var langamma umsjónarmanns þáttarins, Unu Margrétar Jónsdóttur, og í þessum tveimur þáttum segir Una Margrét sögu hennar allt frá því að Guðbjörg fæddist utan hjónabands árið 1877, barn bónda og vinnukonu hans, og þar til hún dó níræð að aldri árið 1967.
Lesarar: Hanna María Karlsdóttir, Björn Þór Sigbjörnsson og Gunnar Hansson.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Kjartan Valdemarsson píanoleikari og tónsmiður og Stórsveit Reykjavíkur hafa sent frá sér nýja plötu þar sem er að finna tónaljóð Kjartans innblásin af íslenskri náttúru.
Kjartan ræðir við Pétur Grétarsson um tilurð tónlistarinnar og hljóðheiminn sem hann hrærist í.
Í tilefni af Erkitíð fann Tónhjólið í gullkistu Rásar 1 frumflutning á raftónlist eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann fylgdi sjálfur úr hlaði á frystu Erkitíðarhátíðinni 1994.
Einnig heyrum við í sigurhljómsveit ungliðakeppni EBU á Marciac hátíðinni í Frakklandi sem fór fram í júlí sl.
Hljómsveit sellóleikarans Adéls Viret bar þar sigur úr býtum.
Tónlistin í þættinum:
Kverkatak, Katla, Fjallkonan og Öræfi. Öll eftir Kjartan Valdemarsson og flutt af Stórsveit Reykjavíkur.
Búr eftir Atla Heimi Sveinsson. Flutt af segulbandi og Chalemaux klarinettutríóinu á tónleikum á Erkitíð 1994.
Watchmaker, Courbes og Horizon. Öll eftir Adéle Viret - hljóðrituð á Marciac hátíðinni í Frakklandi 22.júlí 2024
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Aðgerðasinnar krefjast þess að ensku Oxford-orðabækurnar breyti skilgreiningu sinni á enska orðinu woman (kona) og hætti að nota dæmasetningar sem séu litaðar af kvenhatri. Í þessu samhengi hefur verið nefnt að þriðjungur kvenna á aldrinum 18-24 ára verði fyrir barðinu á netníði. Hægt sé að stíga stórt skref í átt að því að draga úr skaða sem þetta veldur konum með því að líta á tungumálið, og það byrji í orðabókinni.
Kvöldfréttir útvarps
Alþingiskosningar eru handan við hornið og í ýmis horn að líta.
Baldvin Þór Bergsson tekur saman það sem hæst ber í viku hverri fram að kosningum.
Hvað segja kjósendur í Norðausturkjördæmi um kosningarnar framundan? Við heyrum brot af hringferð RÚV um landið. Frambjóðendur kynntu flokkana í Morgunútvarpinu, forystufólk mætti í sjónvarpið og á Morgunvaktinni var meðal annars rætt um málefni eldri borgara.
Veðurstofa Íslands.
Gestur úr Mannlega þættinum talar um bækur.
Lesandi vikunnar í Mannlega þættinum í þetta sinn var það Sólveig Ólafsdóttir sagnfræðingur og verkefnastjóri hjá Menntavísindasviði HÍ. Sólveig sagði okkur frá sýningum um Frú Guðríði og séra Hallgrím Petursson sem hún er að vinna að fyrir nýopnaða menningarmiðstöð á Hvalsnesi og svo kom hún að handritsgerð að sjónvarpsþáttaröðinni Hvað var í matinn. En fyrst og fremst sagði hún okkur auðvitað frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða höfundar og bækur hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Sólveig talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Barrokkmeistarinn e. Margréti Eggertsdóttur
Ljóðmæli - Veraldlegur kveðskapur Hallgríms Péturssonar
Dótarímur e. Þórarinn Eldjárn
Jarðljós e. Gerði Kristnýju
Innanríkið e. Braga Ólafsson
Helga í öskustónni, Bangsímon, Kapítula, safn Halldórs Laxness, Jane Austen, Virginía Woolf, George Elliott, Karen Blixen, Simone de Bevoir, Charlotte Bronte og Gertrude Stein
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Er hægt að skynja stað sem aðeins er til á forriti? Geta tilfinningar vaknað og minningar orðið til innan mæra tölvuleiks sem aðeins er hægt að sjá í gegnum tvívíðan skjá? Rætt er við sérfræðing í nafnfræði og tölvuleikjaspilara til margra ára um staðarskynjun og staðarnöfn í tölvuleikjum. Þá gerir pistlahöfundur tilraun til að endurnýja tengingu sína við gamlan, ástkæran tölvuleik.
Umsjón: Fjóla Kristín Guðmundsdóttir
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Sónata í F-dúr, ópus 99 fyrir selló og píanó eftir Johannes Brahms. Verkið er í fjórum þáttum: 1. Allegro vivace, 2. Adagio affettuoso, 3. Allegro passionato og 4. Allegro molto. Flytjendur: Erling Blöndal Bengtsson, selló og Árni Kristjánsson, píanó. Hljóðritun frá 1964.
Praesentia eftir Huga Guðmundsson. Flytjandi: Sif Margrét Tulinius, fiðla. Hljóðritun frá 2024 (leikið af hljómplötunni De Lumine).
Trompet konstert í Es dúr eftir Franz Josef Haydn. Verkið er í þremur þáttum: 1. Allegro, 2. Andante og 3. Allegro. Flytjandi: St. Martin in the fields hljómsveitin. Einleikari: Alan Stringer. Stjórnandi: Neville Marriner. Hljóðritun frá 1967.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Útvarpsfréttir.
Jón eigrar um akra tónlistarinnar, léttstígur og viljugur með skemmtilega fróðleiksmola í farteskinu.
Íslensk tónlist spilar yfirleitt stórt hlutverk. Þægilegur og laufléttur morgunþáttur í umsjón frumherja Rásar 2.
Umsjón: Jón Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Víðtækt rafmagnsleysi er í Úkraínu eftir drónaárásir Rússa á orkuinnviði. Þær eru með umfagnsmestu árásum sem Rússar hafa gert frá því stríðið í Úkraínu hófst.
Um sex þúsund fuglar drápust þegar eldur kviknaði í eggjabúi í Vogum á Vatsnleysuströnd í nótt. Eldsupptök eru ókunn.
Nemendur Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eiga á hættu að tapa hálfu ári úr námi sínu vegna verkfalls, segir móðir nemanda. Hún furðar sig á því að engar viðræður séu í gangi.
Fórnarlamba umferðarslysa og verður minnst með einnar mínútu þögn á athöfnum um land allt í dag.
Niðurstöður finnskrar rannsóknar sýna uggvænlega þróun í viðhorfum ungra karla til ofbeldis gagnvart konum. Þar kemur í ljós að fimmtungur allra karla telur að konur gætu átt skilið að verða fyrir ofbeldi fyrir það hvernig þær líta út eða haga sér.
Það er engin skömm í því að sleppa tökunum þegar maður hefur keyrt sig í þrot og reyna aftur seinna. Þetta segir líkamsræktarkappi sem lauk átaki til styrktar Píeta samtökunum í gærkvöld, án þess að ná settu marki.
Glæsilegasti íslenski faldbúningurinn, sem enn er til, er væntanlegur til landsins á næsta ári á vegum Þjóðminjasafnins. Hann var fluttur frá Íslandi 1809 og var talinn glataður þar til hann fannst 150 árum síðar.
Rúnar Róberts í huggulegum helgargír.
Vörðurnar í dag voru frá Chaka Khan, U2 og Suzanne Vega.
Lýsing
Topplagið í Bretlandi á þessum degi, 10. nóvember árið 1984, var lagið I feel for you með Chaka Khan. Eitís plata vikunnar var The Joshua Tree frá 1987 með U2. Og á þessum degi í tónlistarsögunni var staldrað þá staðreynd að árið 1973 fór Elton John á topp plötulistans í Bandaríkjunum með plötuna Goodbye Yellow Brick Road. Og Nýjan ellismell vikunnar átti Suzanne Vega en lagið heitir Rats og er af væntanlegri plötu sem kemur út í vor, 2025.
Lagalisti:
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-11-17
STUÐMENN - Fönn, Fönn, Fönn.
KINGS OF LEON - Use Somebody.
ÁSGEIR TRAUSTI - Nýfallið regn.
Árný Margrét - I miss you, I do.
JOAN OSBORNE - One Of Us.
Lipa, Dua - Illusion.
FLEETWOOD MAC - Dreams.
VALDIMAR - Slétt og fellt.
VALDIMAR - Blokkin.
VALDIMAR - Svartir hrafnar.
VALDIMAR - Of Seint.
VALDIMAR - Svartir hrafnar.
VALDIMAR - Stimpla mig út.
VALDIMAR - Svartir hrafnar.
Fontaines D.C. - In The Modern World.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
GEORGE MICHAEL - Fast Love.
Rednex - Cotton eyed Joe.
THE KILLERS - Mr.Brightside.
Foreigner - Turning Back The Time.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Shine a little love.
Bridges, Leon - Peaceful Place.
KK - I Think Of Angels.
Janelle Monae - Make Me Feel.
Daniil, Frumburður - Bráðna.
ROLLING STONES - Start Me Up.
CELESTE - Love Is Back.
Dire Straits - Calling Elvis.
Myrkvi - Glerbrot.
Bubbi Morthens - Settu það á mig.
Malen - Anywhere.
Blondie - The Tide Is High.
ARCTIC MONKEYS - Fluorescent Adolescent.
KATE BUSH - Running Up That Hill.
AMERICA - A Horse With No Name.
Helgi Björnsson - Ég fer á Land Rover frá Mývatni á Kópasker (nýtt sept 2014).
Fjallabræður, Emmsjé Gauti - Bensínljós.
Queen - It's a hard life.
BJÖRG PÉ - Timabært.
CHARLI XCX & RITA ORA - Doing It.
GENESIS - Invisible Touch.
GENESIS - Tonight, Tonight, Tonight.
Chappell Roan - Hot To Go!.
THE CURE - Lovesong.
GDRN - Háspenna.
SPICE GIRLS - 2 Become 1 [Single Version].
ROXETTE - Spending My Time.
Coldplay - ALL MY LOVE.
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Fréttastofa RÚV.
Gjallarhorn fyrir nýjar raddir, nýstárlegar hugmyndir, óhljóð og tónlist sem þú hefur aldrei heyrt. Í Ólátagarði á íslensk grasrótartónlist griðarstað.
Umsjón: Bjarni Daníel, Einar Karl og Björk.
Útvarpsfréttir.
Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum. Í þáttunum er eitt ár í íslenskri dægurlagtónlistarasögu tekið fyrir í einu frá árinu 1980 til 2020. Umsjónarmenn: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
GDRN landar fernum tónlistarverðlaunum, Flóni ákallar guð og Bríet fagnar 19 ára afmæli með plötu. ClubDub skýst upp á stjörnuhimininn, Reykjavíkurdætur reppa heiminn og Kælan mikla hitar upp fyrir The Cure. Bagdad bræður mala í kassanum, Teitur Magnússon ornar sér, Dr. Spock klæðist leðri og Gróa er prakkari. Árstíðir fagna tíu ára starfsafmæli og Magnús Þór býður þeim í sjötugsafmælið sitt en Auður er jákvæður, freðinn, þreyttur, manískur, siðblindur, hataður, heimskur og breiskur og Valdimar stimplar sig út.
Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlaugur Jónsson.
Lagalisti:
GDRN - Það sem var
GDRN & Floni - Lætur mig
GDRN - Án mín
GDRN - Hvað ef
Floni, Birnir & Joey Christ - OMG
John Grant - Is He Strange
John Grant - Love Is Magic
Axel Flóvent - Stars
Axel Flóvent - Close To You
Anaya & Bríet - Hotline Bling
Bríet - Hit The Road Jack
Bríet - In Too Deep
Bríet - Twin
Bríet & Aron Can - Feimin(n)
Friðrik Dór & Bríet - Hata að hafa þig ekki hér
Bríet & Greyskies - Carousel
Teitur Magnússon - Hverra manna
Teitur Magnússon - Orna
12:00 & Steinar - Sama stelpa
Aron Kristinn & Ra:tio - Þú ert það eina sem ég vil
ClubDub & Ra:tio - Litli Homie
ClubDub & Ra:tio - C3PO
ClubDub & Ra:tio - Drykk drykk drykk
ClubDub & Ra:tio - Clubbed Up
ClubDub, Ra:tio og Aron Can - Eina sem ég vil
Íkorni - Wannabe
Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason - Wasted
Hildur Vala - Sem og allt annað
Guðrún Gunnarsdóttir - Eilífa tung
Herbert Guðmundsson - Starbright
Stuðmenn - Hr. Reykjavík
Jóhann Jóhannsson - The Theory Of Everything
Valdimar - Of seint
Valdimar - Slétt og fellt
Valdimar - Blokkin
Valdimar - Ég vildi að þú vissir
Valdimar - Svartir hrafnar
Valdimar - Stimpla mig út
Auður - Þreyttur
Auður & GDRN - Manískur
Auður & Birnir - Heimskur og breyskur
Auður - Freðinn
Auður - Hataður
Auður, Valdimar & ClubDub - 2020
Ólafur Arnalds - Undir
Ólafur Arnalds - Saman
Högni Egilsson & Kiasmos - Zebra
Andhim & Högni Egilsson - Stay close to me
Svala Björgvins - For The Night
Reykjavíkurdætur & Svala Björgvins - Ekkert drama
Reykjavíkurdætur - Kalla mig hvað
Reykjavíkurdætur - Reppa heiminn
Kælan mikla - Nornalagið
Kælan mikla - Hvernig kemst ég upp
Kælan mikla - Draumadís
Kælan mikla & Bang Gang - Nótt eftir nótt
Dr. Spock - Namenakutsame
Dr. Spock - Gamli maður
Bagdad Brothers - Carlos í mölinni
Bagdad Brothers & K.óla - Malar í kassanum
Gróa - Ocean Is Amber
Gróa - Prakkari
Rythmatik - Death Of The Party
Rythmatik - Sugar Rush
Rythmatik - Linchpin
Helgi Björnsson - Ég stoppa hnöttinn með puttanum
Hórmónar - Költ
Írafár - Þú vilt mig aftur
Cyber - Hold
Árstíðir - While The Way
Árstíðir - Entangled
Árstíðir - Lover
Magnús Þór & Árstíðir - Ein róandi
Magnús Þór & Árstíðir - Elísabet
Magnús Þór, Jóhann Helgason & Árstíðir - Álfar
Magnús Þór & Árstíðir - Garðurinn minn