15:00
Sólstöðuhugvekja Siðmenntar: Von að vetri

Vetrarsólstöður hafa haft djúpa merkingu fyrir mannkynið frá örófi alda óháð trúar- og lífsskoðunum. Á þessum dimmasta degi ársins höfum við horft til sólar og fagnað nýrri von; Veturinn hefur náð hámarki sínu og fyrir mörg okkar er þetta tími samveru, þakklætis og íhugunar um lífið og samböndin okkar.

Svo byrjar ljósið smám saman að taka aftur völdin; Við þreyjum þorrann og eftir það finnum við fyrir vorsólinni. Þessi dagur táknar því ekki aðeins endurnýjum heldur einnig náttúrulegan takt lífsins. Í vetrarsólstöðum felst einnig von um betri tíð.

Í tilefni dagsins býður Siðmennt, félag húmanista á Íslandi, upp á hátíðardagskrá, sem að þessu sinni hverfist um vonina. Við skoðum hvernig vonin birtist í lífi okkar, hvernig hún heldur okkur gangandi í gegnum myrkrið og hvernig hún getur orðið leiðarljós inn í nýtt ár.

Fram koma:

Fríða Ísberg - flytur þrjú sérvalin ljóð.

Sindri Freyr Bjarnabur - flytur brot úr bók í vinnslu sem heitir Sögur til afa.

Bjarni Snæbjörnsson - flytur hugvekju sem ber heitið Hugrekki til að vona.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, formaður Siðmenntar - flytjur kveðju frá Siðmennt.

Þáttastjórnandi er Bjarni Snæbjörnsson.

Tónlist:

Jólaljósin - Elín Ey

Hinsegin jólatré - Bogomil Font og Stórsveit Reykjavíkur

Jólasnjór - KK og Ellen

Yfir fannhvíta jörð - Gunnar Gunnarsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
,