Í Sagnaslóð er leitað fanga úr fortíðinni. Frásagnir úr sögu þjóðarinnar.
Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson.
Efni þáttarins er sótt norður í Skjaldabjarnarvík, nyrsta bæ Strandasýslu. Fyrri frásögn gerist að vetri þegar úti geisar stórhríð og gesta ekki von á þessum afskekkta bæ. Síðari frásögn er frá sumartíð þar norðurfrá þegar náttúran skartar sínu fegursta.
Umsjón: Jón Ormar Ormsson.
Lesari: Sigríður Kristín Jónsdóttir.
Þátturinn var fyrst á dagskrá 29. febrúar 2008
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Þó að tímabundið hlé sé komið á tollastríð í heiminum er sú ekki raunin milli Bandaríkjanna og Kína. Tollarnir á báða bóga eru yfir 100%. Hvernig horfir þetta mál, og yfirlýsingar ráðamanna, við almenningi í Kína? Hver eru áhrifin þar? Við ræddum það við Hafliða Sævarsson, verkefnastjóra á alþjóðasviði Háskóla Íslands og stundakennara, hann þekkir vel til í Kína og hefur kennt um sögu og efnahag Kína.
Tollar komu líka við sögu þegar Björn Malmquist sagði okkur tíðindi frá Evrópu. Björn fór líka yfir nýjustu atburði í Úkraínu, og sagði okkur frá myndlistarsýningu í Brussel.
Í síðasta hluta þáttarins var svo rætt við sýningarstjórana Dagnýju Heiðdal og Ólaf Inga Jónsson, en á laugardaginn var opnaði sýning í Listasafni Íslands á fölsuðum verkum. Það tengist auðvitað stóra málverkafölsunarmálinu, og markmiðið með sýningunni og námskeiði sem einnig verður haldið, er að vekja fólk til vitundar og læra að þekkja fölsuð listaverk.
Tónlist:
Rúnar Júlíusson - Er þú gengur inn í vorið.
Rúnar Júlíusson - Það þarf fólk eins og þig.


Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Kristín Berta Sigurðardóttir vann í banka í 20 ár en breytti um stefnu og er í dag heilsunuddari. Í miðju námi greindist hún með brjóstakrabbamein, en ákvað að láta það ekki buga sig.

Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Tónlist af dægurlagaplötum sem Þorvaldur Halldórsson söng inn á þegar hann var orðinn landsþekktur söngvari og gítarleikari. Þorvaldur sló í gegn með Hljómsveit Ingimars Eydal og söng nokkur lög inn á plötur með þeirri hljómsveit. Hann gerði stuttan stans í Pónik og seinni hluta ævinnar söng hann nokkur dægurlög, þó svo að trúartónlistin tæki yfir þegar hann freslaðist árið 1977. Lögin sem hljóma í þættinum eru Sótarasöngurinn, Á góðviðrisdegi, Flugdrekinn og Töfraorðið, öll úr söngleiknum um Mary Poppins. Svo heyrast líka lögin Ég þrái þig, (Það) Gerir ekki neitt, Allt er átti ég með þér, Augun blá, Hví þá ég, Bíllinn minn og ég, Ég sakna þín, Ég átti von á því og Fullur sjór af síld sem hann syngur með Gylfa Ægissiyni.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Aukin skjálftavirkni hefur mælst innan Ljósufjallakerfisins á Snæfellsnesi síðan 2021 og farið mjög vaxandi síðan í ágúst í fyrra. Mælingar benda til þess að upptök skjálftanna séu á 15 til 20 kílómetra dýpi. Svo er það Reykjanesið, aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Og svo hefur töluverð jarðskjálftahrina verið í gangi frá því í fyrradag um 14 kílómetra VestNorðvestan við Húsavík. Þorvaldur Þórðarsson prófessor í bergfræði og eldfjallafræði kom í þáttinn í dag og fór yfir stöðuna.
Það er mánudagur þannig að Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálunum, kom til okkar í það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um það sem hefur tekið mikið pláss í fréttum undanfarið, þ.e. tollastríðið og sveiflurnar á hlutabréfamörkuðum, hvernig þetta allt saman snertir við hinum almenna borgara.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann leikur þessa dagana í verkinu Fjallabak í Borgarleikhúsinu. En hann var auðvitað kominn í þáttinn til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hjörtur Jón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Farm Boys e. Will Fellows
For Whom the Bell Tolls e. Ernest Hemingway
Murderbot Diaries e. Martha Wells
Giovannis Room e. James Baldwin
Robinson Cruseo e. Daniel Dafoe
Tónlist í þættinum í dag:
Söngur um lífið / Rúnar Júlíusson (lagahöfundur óþekktur, texti Þorsteinn Eggertsson)
Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)
Don’t Stop / Fleetwood Mac (Christine McVie)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Rússar hafi gert "mistök" með eldflaugaárás á úkraínsku borgina Sumy um helgina, þar sem meira en þrjátíu manns féllu. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu vill að Trump komi í heimsókn til að skilja betur afleiðingarnar af allsherjarinnrás Rússa.
Fjórir piltar sem lentu í alvarlegu bílslysi skammt frá Hofsósi á föstudag eru ekki lengur í lífshættu. Samverustund verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á morgun vegna slyssins.
Sósíaldemókratar unnu sigur í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum í Finnlandi í gær. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu flestir laka kosningu. Finnaflokkurinn beið afhroð.
Þrír úr bæjarstjórn Akureyrar vilja skýringar á því að atNorth hafi í þrígang fengið úthlutað lóð undir gagnaver í bænum án auglýsingar. Forseti bæjarstjórnar segir það hag fyrirtækisins og bæjarbúa að þau bæti í reksturinn.
Minkabanar og refaskyttur hafa sent kvörtunarbréf til sveitarfélaga sem sum borga enn samkvæmt 30 ára gömlum taxta fyrir grenjavinnslu og veiðar og sniðganga vana veiðimenn. Formaður félags atvinnuveiðimanna segir minkinn eitthvert mesta og versta skaðræði lífríkisins.
Heilmikið hrafnahret gekk yfir stóran hluta landsins í gær. Vetrarveður er í kortunum og gul viðvörun í gildi fyrir norðanvert landið vegna hvassviðris og hríðar.
Norður-Írinn Rory McIlroy varð í gærkvöld sjötti kylfingurinn til að vinna öll fjögur risamótin í golfi. Ellefu ár eru síðan McIlroy vann síðast risamót.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Þegar Þetta helst hafði lokið þriggja þátta umfjöllun um háhyrningaveiðar Sædýrasafnsins, þá barst þættinum óvæntur tölvupóstur frá hlustanda. Pósturinn var frá hinni 21 árs gömlu Sigrúnu Helgudóttur sem hefur skrásett örlög hvers einasta háhyrnings sem veiddur var við Íslandsstrendur. Og Sigrún færði okkur fréttir.
Umsjón: Þóra Tómasdóttir

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Útvarpsfréttir.

Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.

Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Sögur fyrir yngra fólkið okkar eru í fararbroddi þessa vikuna. Barnamenning hefur verið allsráðandi á Barnamenningarhátíð í Reykjavík og við látum það lita þáttinn í dag.
Við ræðum við fjóra unga og upprennandi rithöfunda, aðeins slembiúrtak af stórum hópi krakkahöfunda í 3. bekk Vesturbæjarskóla en þau voru að skrifa sögur og héldu útgáfuhóf, eins og gert er með allar góðar bækur. Heyrum sögurnar og aðeins um þær hér á eftir.
Skemmtilegt viðtal við Jessicu Love frá Bandaríkjunum. Bækur hennar eru afskaplega myndrænar, fjalla um Júlían. Þær eru stuttar en djúpar fjalla um fjölbreytileika mannflórunnar, og það að fullorðnast andspænis hefðum samfélagsins en líka í takt við síkvikt, lifandi og litríkt mannlífið.
Myndríku bækurnar um þá félaga Pétur og köttinn Brandur eftir sænska mynd- og rithöfundinn Sven Nordqvist hafa verið endurútgefnar og endurþýddar undanfarið en nokkrar þeirra komu út undir lok síðustu aldar í þýðingu Þorsteins frá Hamri. Við förum í sænsku sveitirnar og ræðum við Ástu Halldóru Ólafsdóttur og Þorbjörgu Karlsdóttur.
Samtal við ritstjóra Lestrarklefans um lista BBC yfir 100 bestu barna og ungmennabækur allra tíma. Við förum í barnabókaferðalag í gegnum aldirnar með Rebekku Sif Stefánsdóttur og Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.
Umsjón: Embla Bachmann
Í þessum þætti fjöllum við um bækurnar Vigdís, Eldgos og Tjörnin sem eru skrifaðar og teiknaðar af Rán Flygenring. Rán deilir með okkur hvað henni finnst erfiðast að teikna og hvort teikningar hennar hafi breyst mikið frá fyrstu bókinni sem hún myndlýsti. Bókaormurinn Birgitta segir okkur frá Tjörninni sem er nýjasta bók Ránar.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Hljóritun frá tónleikum Bjargar Brjánsdóttur og Ingibjargar Elsu Turchi í Hljóðön í Hafnarborg sunnudaginn 23. mars 2025
Efnisskrá:
Eisodos (2025)
Blöndun/Fusione (2023)
Svigar (2025)
II (2025)
Ómun (2024)
Svigar II (2025)
----
Einnig heyrist saga úr 1001 nótt með viðeigandi fiðluspili Rainer Honecks í brotum úr Scheheresade eftir Nikolaj Rimsky - Korsakov og úr Aziz og Aziza eftir Kip Hanrahan.
Í lokin hljómar persnesk tónlist með þeim Alireza Ghorbaini og Homayoun Shajarian

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is

Praxis eftir Fay Weldon.
Dagný Kristjánsdóttir les.
Sjötti lestur af 26.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Aukin skjálftavirkni hefur mælst innan Ljósufjallakerfisins á Snæfellsnesi síðan 2021 og farið mjög vaxandi síðan í ágúst í fyrra. Mælingar benda til þess að upptök skjálftanna séu á 15 til 20 kílómetra dýpi. Svo er það Reykjanesið, aflögunargögn sýna skýrt merki um að landris haldi áfram undir Svartsengi. Landris mælist nú hraðara en eftir síðustu eldgos. Og svo hefur töluverð jarðskjálftahrina verið í gangi frá því í fyrradag um 14 kílómetra VestNorðvestan við Húsavík. Þorvaldur Þórðarsson prófessor í bergfræði og eldfjallafræði kom í þáttinn í dag og fór yfir stöðuna.
Það er mánudagur þannig að Georg Lúðvíksson, sérfræðingur í heimilisfjármálunum, kom til okkar í það sem við köllum fjármálin á mannamáli. Í dag talaði hann um það sem hefur tekið mikið pláss í fréttum undanfarið, þ.e. tollastríðið og sveiflurnar á hlutabréfamörkuðum, hvernig þetta allt saman snertir við hinum almenna borgara.
Svo var það lesandi vikunnar sem í þetta sinn var leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson. Hann leikur þessa dagana í verkinu Fjallabak í Borgarleikhúsinu. En hann var auðvitað kominn í þáttinn til að segja okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hjörtur Jón talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Farm Boys e. Will Fellows
For Whom the Bell Tolls e. Ernest Hemingway
Murderbot Diaries e. Martha Wells
Giovannis Room e. James Baldwin
Robinson Cruseo e. Daniel Dafoe
Tónlist í þættinum í dag:
Söngur um lífið / Rúnar Júlíusson (lagahöfundur óþekktur, texti Þorsteinn Eggertsson)
Yakkety yak smacketty smack / Change (Jóhann Helgason)
Don’t Stop / Fleetwood Mac (Christine McVie)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir við okkur um veðrið yfir páskana í upphafi þáttar og veðurviðvaranir.
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum það sem framundan er í umferðaþungri viku.
Besta deild kvenna hefst á morgun og stemningin er mikil. Helena Ólafsdóttir heldur utan um umfjöllun um deildina á Stöð 2 sport og kíkir til okkar.
Jóhann Ágúst Hansen listmunasali á Gallerí Fold heldur áfram með okkur að ræða fölsuð málverk í umferð.
Við ræðum ákveðið TikTok-æði sem fylgir Minecraft myndinni við Guðný Ásberg rekstrarstjóra Sambíóanna og Rósalind Óskarsdóttir vaktstjóra í Sambíóunum Kringlunni.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við fengum fullt af nýrr og spennandi tónlist í þætti dagsins. Ný lög frá Birgi Stefánssyni, Sycamore Tree, Malen, Ed Sheeran, Miley Cyrus og fleirum þá er ný plata vikunnar frá hljómsveitinni Amor Vincit Omnia.
Tónlistargetraun dagsins var spennandi eins og oftast.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-14
SÍÐAN SKEIN SÓL - Klikkað.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn).
Inspector Spacetime - Hlaupasting.
Fleetwood Mac - Never Going Back Again.
Lizzo - Still Bad.
Sycamore tree - Time Will Tell.
CeaseTone - Only Getting Started.
Sheeran, Ed - Azizam.
Chappell Roan - The Giver.
Birgir - Fleiri daga.
ROLLING STONES - 2000 Light Years From Home.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Malen, Sigrún Stella Haraldsdóttir - If we could go back in time.
VÖK - Night & day.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
REX ORANGE COUNTY - Keep It Up.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Walkmen, The - The rat.
Stuðlabandið - Þú.
THE JAM - Going Underground.
KYLIE MINOGUE - All The Lovers.
Elín Hall - Hafið er svart.
Steinunn Jónsdóttir - Stiklað á stóru.
Sálin hans Jóns míns - Syngjandi sveittir.
Jakob Frímann Magnússon - Bein leið.
Cyrus, Miley - End of the World (Radio Edit).
Lifun - Ein stök ást.
THE BEATLES - Here Comes The Sun.
RAKEL OG KÁRI - I don't know who you are.
L7 - Shitlist.
COLDPLAY - Hymn For The Weekend (feat. Beyonce).
Emmsjé Gauti, Króli - 10 Þúsund.
HJÁLMAR OG MUGISON - Ljósvíkingur.
Skunk Anansie - Lost and Found.
Auðunn Lúthersson - Sofðu rótt.
Amor Vincit Omnia - 100.000 km/klst.
TERENCE TRENT D'ARBY - Wishing Well.
Springsteen, Bruce - Rain In The River.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt.
Mono Town - The Wolf.
Numan, Gary - M.E..
Aron Can - Monní.
Spacestation - Loftið.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Rússar hafi gert "mistök" með eldflaugaárás á úkraínsku borgina Sumy um helgina, þar sem meira en þrjátíu manns féllu. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu vill að Trump komi í heimsókn til að skilja betur afleiðingarnar af allsherjarinnrás Rússa.
Fjórir piltar sem lentu í alvarlegu bílslysi skammt frá Hofsósi á föstudag eru ekki lengur í lífshættu. Samverustund verður í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á morgun vegna slyssins.
Sósíaldemókratar unnu sigur í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum í Finnlandi í gær. Ríkisstjórnarflokkarnir fengu flestir laka kosningu. Finnaflokkurinn beið afhroð.
Þrír úr bæjarstjórn Akureyrar vilja skýringar á því að atNorth hafi í þrígang fengið úthlutað lóð undir gagnaver í bænum án auglýsingar. Forseti bæjarstjórnar segir það hag fyrirtækisins og bæjarbúa að þau bæti í reksturinn.
Minkabanar og refaskyttur hafa sent kvörtunarbréf til sveitarfélaga sem sum borga enn samkvæmt 30 ára gömlum taxta fyrir grenjavinnslu og veiðar og sniðganga vana veiðimenn. Formaður félags atvinnuveiðimanna segir minkinn eitthvert mesta og versta skaðræði lífríkisins.
Heilmikið hrafnahret gekk yfir stóran hluta landsins í gær. Vetrarveður er í kortunum og gul viðvörun í gildi fyrir norðanvert landið vegna hvassviðris og hríðar.
Norður-Írinn Rory McIlroy varð í gærkvöld sjötti kylfingurinn til að vinna öll fjögur risamótin í golfi. Ellefu ár eru síðan McIlroy vann síðast risamót.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Útvarpsfréttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á mánudögum er sulta dagsins soul, jazz og annað sem grúvar.

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.


Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.