
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.



Útvarpsfréttir.

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Umsjón: Halldóra Björnsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Lögin sem heyrast í þessum þætti eiga það sameignlegt að vera endurgerðir eða ábreiður eins og slík lög eru stundum nefnd. Páll Óskar syngur lagið Yndislegt líf (What a wonderful world), Ellen Kristjánsdóttir lagið Gráttu úr þér augun (Cry me a river), Bubbi Morthens syngur lagið Síðasti dansinn, Anna Halldórsdóttir lagið Kata rokkar og Sigursteinn Hákonarson og Andrea Gylfadóttir syngja lagið Angelía. Helgi Pétursson flytur lagið Syng ég þér blús (Singin' the blues), Bogomil Font og Millarnir flytja lagið Á skíðum skemmti ég mér, Stefán Hilmarsson syngur um Helgu, Erna Gunnarsdóttir syngur lag sem heitir Vinurinn (Ben), Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson syngja saman lagið Kannski er ástin (Perhaps Love) og Ragnar Bjarnason lagið Allar mínar götur. Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Útvarpsfréttir.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.

Íslenskt lag eða tónverk.

Útvarpsfréttir.

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í síðustu tveimur þáttum ársins rifjum við upp það helsta sem flutt hefur verið í Samfélaginu árið 2025. Í dag förum við yfir fyrri hluta ársins.

Útvarpsfréttir.

Magnús Blöndal Jóhannsson tónskáld var fæddur árið 1925.
Árið 1997 gerði Bjarki Sveinbjörnsson þrjá þætti í þáttaröðinni Tónstiginn, sem tileinkaðir voru Magnúsi og tónlist hans.
Elektrónisk stúdía.
Bjarki fékk persónulegt leyfi hljómsveitarstjóra, Karkl Lilliendahls og textahöfundar Friðriks Theodórssonar til að leika band sem Magnús Bl. Jóhannsson á.
Inn í þáttinn er skotið hljóðrituðu viðtali við Þuríði Pálsdóttur þar sem hún segir frá sínum þætti í verkinu Samstirni. 3:15 mín.

Útvarpsfréttir.
„Aðeins guð þarf að nota punkt — og þegar yfir lýkur er ég viss um að hann muni nota hann.“ Þetta lét ungverski rithöfundurinn Lásló Krasznahorkai eitt sinn hafa eftir sér í viðtali. Krasznahorkai er athyglisverður og krefjandi höfundur sem hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 2025 „fyrir sannfærandi og framsýnt höfundarverk sitt sem, mitt í hryllingi heimsendis, staðfesti kraft listarinnar“. Í þættinum fjallar Jóhannes Ólafsson um Krasznahorkai, bakgrunn hans, stíl og punkta guðs.

Útvarpsfréttir.

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í þessum þáttum köfum við djúpt ofan í þjóðsögukistu heimsins. Sögurnar eru allskonar, sumar fyndnar, aðrar fróðlegar, sumar alveg út í hött og enn aðrar kannski svolítið hræðilegar eða draugalegar. Í hverjum þætti heyrum við tvær eða þrjár þjóðsögur frá ýmsum heimshornum.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Köngulærnar og jólatréð (flökkusaga frá austur Evrópu; Úkraínu, Þýskalandi og Póllandi).
Leikraddir:
Embla Karen Róbertsdóttir
Bastían Kári Valgeirsson
Kaja Dýrleif Valgeirsdóttir
Sigríður Sunna Reynisdóttir
Melkorka Ólafsdóttir
Valgeir Sigurðsson
Handrit, lestur, klipping og hljóðskreyting: Ingibjörg Fríða Helgadóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Cécile McLorin Salvant er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi og hefur að auki hlotið þrjár Grammy-tilnefningar og fjölda annarra viðurkenninga og verðlauna fyrir tónlistarflutning sinn. Hún hefur hrifið hlustendur um víða veröld fyrir einstaklega tjáningarríka og magnaða söngrödd, frumlegt verkefnaval og sterkar og grípandi lagasmíðar. Á efnisskrá tónleikanna í Eldborg verður blanda af frumsaminni og eldri tónlist úr ýmsum áttum.
Cécile McLorin Salvant er fædd í Bandaríkjunum árið 1989 en rekur uppruna sinn til Haítí, Túnis og Frakklands. Hún nam lögfræði og óperusöng áður en hún sneri sér að jazzsöng en hún vakti fyrst verulega athygli árið 2010 þegar hún bar sigur úr býtum í jazzsöngkeppninni Thelonious Monk Jazz Vocal Competition. Salvant hefur sent frá sér sex breiðskífur sem bera vott um einstaka víðsýni, forvitni og tilraunagleði í verkefnavali og lagasmíðum. Blús og barokk, jazz, popp og gospeltónlist og þjóðlagahefðir allra heimshorna renna þar saman við eigin tónlist Salvant, sem miðlar af einstöku listfengi og djúpu næmi fyrir kjarna tónlistarinnar hverju sinni.
Auk hennar komu fram á tónleikunum í Hörpu 31. ágúst 2025 - píanóleikarinn Sullivan Fortner, trommuleikarinn Kyle Poole og bassaleikarinn Yasushi Nakamura.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: [email protected]
Í síðustu tveimur þáttum ársins rifjum við upp það helsta sem flutt hefur verið í Samfélaginu árið 2025. Í dag förum við yfir fyrri hluta ársins.

Sagt frá ýmsum stöðum um allt land sem eiga sérstakt pláss í hjörtum viðmælenda.
Umsjón og dagskrárgerð: Gígja Hólmgeirsdóttir
Hver er eftirlætisstaðurinn þinn á landinu? Þessari spurningu hefur fólk um allt land svarað í þáttaröðinni Af stað. Nú er búið að taka saman nokkur þessara innslaga og flokka eftir landsfjórðungum: Norður-, suður-, austur-, vestur. Í þessum þætti er haldið austur.
Viðmælendur: Urður Snædal, Þorgeir Arason, Guðmundur R. Gíslason og Þorbjörg Sandholt.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.