Í gær var sagt frá því að enn finnist kakkalakkar á landspítalanum. Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir kíkir til okkar.
Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta þegar við ræðum samgöngumál og borgarlínu í ljósi kosninganna. Ýmislegt nýtt kom fram í nýrri umhverfismatsskýrslu sem Vegagerðin hefur lagt fram vegna framkvæmda við fyrstu lotu borgarlínunnar, og fjallað var um í gær.
Björn Berg Gunnarsson mætir í sitt reglulega fjármálahorn.
Við höldum síðan áfram að ræða við frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis, í þetta skiptið Fidu Abo Libdeh, orku- og umhverfistæknifræðingur, sem skipar fjórða sæti á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi, og Ævar Kjartansson, fyrrverandi útvarpsmann, sem er í þriðja sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Greint verður frá stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands klukkan hálf níu. Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar, verður hjá okkur og rýnir í ákvörðunina og áhrif hennar
Alþjóðadagur barna er í dag og þá kemur út árleg flaggskipsskýrsla UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um stöðu barna í heiminum (e. State of the World‘s Children). Skýrslan í ár ber yfirskriftina „Framtíð barnæskunnar í breytilegum heimi“ Birna Þórarinsdóttir segir okkur betur frá því.
Er aðgengilegt til 20. nóvember 2025.
Lengd: 1 klst. 57 mín.