15:03
Við sjávarsíðuna
Hraun á Skaga
Við sjávarsíðuna

Fólk og menning í strandbyggðum á Íslandi.

Umsjón: Pétur Halldórsson.

Heimsótt eru hjónin Merete Rabølle og Steinn Rögnvaldsson, bændur á Hrauni á Skaga. Steinn segir frá smábátaútgerð sinni sem hann rekur nú orðið frá Skagaströnd en áður var gert út frá Hrauni. Hann er með fimm tonna trillu sem hann gerir út í félagi við bræður sína og nágranna, bæði á línu og grásleppunet. Grásleppuhrognin vinna þeir sjálfir á Skagaströnd en selja fiskinn á fiskmarkaðnum þar. Steinn ræðir um útgerðina og veiðiskapinn, gæftir í vetur og ástandið í sjónum úti fyrir Norðurlandi sem hann segir að sé mjög gott um þessar mundir. Til dæmis kom krían upp pattaralegum ungum í fyrrasumar og nóg æti virðist vera fyrir hana og aðra sjófugla öfugt við það sem er vestan- og sunnanlands. Síðan segir Merete frá því hvernig leið hennar lá að Hrauni frá Danmörku þaðan sem hún er. Hún segir frá lífinu á Hrauni, búskapnum og hlunnindanýtingu en ræðir líka um framtíð byggðar á Skaga þar sem mjög hefur fækkað undanfarna áratugi, möguleikana sem hún sér, til dæmis að selja svalandi og frískandi norðanáttina.

Er aðgengilegt til 20. nóvember 2025.
Lengd: 42 mín.
e
Endurflutt.
,