23:00
Linsan - Konur í kvikmyndagerð
Ich bin dein Mensch og Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri
Linsan - Konur í kvikmyndagerð

Linsan beinir sjónum sínum að konum í kvikmyndagerð, afrekum þeirra og reynslu. Fjallað er um hinar ýmsu kvikmyndir sem gerðar hafa verið af konum og hafa sett mark sitt spjöld sögunnar.

Umsjón: Anna María Björnsdóttir.

Þýska kvikmyndin Ich bin dein Mensch, eða Ég er þinn, í leikstjórn Mariu Schrader, segir frá rannsóknarkonu sem fær það verkefni að prufukeyra vélmenni sem hefur verið forritað til þess eins að gera hana hamingjusama. Pálmi Freyr Hauksson, leikstjóri og handritshöfundur, veltir fyrir sér spurningum um siðferðislega tilvist vélmenna og hvert gagn þeirra geti verið.

Síðar í þættinum er rætt við Tinnu Hrafnsdóttur. Hún hefur borið ýmsa hatta á ferlinum því hún er bæði leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Hún segir frá óhefðbundinni leið sinni í leikstjórastólinn sem hún bjóst í raun aldrei við að eigna sér.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,