09:05
Á Búsúkíslóðum
Þeodorakis og Hadjidakis.
Á Búsúkíslóðum

Hlustendur eru teknir með í ferðalag um Grikkland, Tyrkland og síðan fram og aftur um aldir og áratugi. Slóðin er mörkuð með búsúkí eða hinum gríska gítar. Hlustendur eru dregnir inn á hinu ýmsu staði þar sem búsúkíð er plokkað og í leiðinni er saga rebetika tónlistarinnar rakin en hún er samtvinnuð dramatískri sögu sem ennþá svíður undan í grískri þjóðarsál.

Grikkland er í raun stórveldi þegar kemur að tónlist. Hlustendur sannfærast örugglega um það á flakki þeirra milli héraða. Á því flakki verður stoppað hvarvetna sem hljóðfæraleikur heyrist. Í lok ferðar fá hlustendur svo að heyra hvernig rebetika hefur mótað gríska tónlistarmenn sem nú eru að gera það gott.

Umsjón: Jón Sigurður Eyjólfsson

Nú eru hlustendur komnir á þann hluta búsúkíslóðarinnar sem stendur þeim hvað næst. Þessi þáttur fjallar um Mikis Þeodorakis, sem samdi lagið um Zorba, og Manos Hadjidakis, sem samdi lagið Börnin frá Pírea. Þessir menn afrekuðu það að leggja ljóð fremstu skálda Grikklands í munn almennings. Þessu merku tónskáld voru vinir en pólitískir andstæðingar. Þeodorakis var einnig í fararbroddi fylkingarinnar sem velti Papadopoulos einræðisherra af stóli árið 1974. Tónlist hans skipaði mikilvægan sess í þeirri baráttu og því hljómaði hún eins og frelsisóður í mörg ár eftir að Grikkland varð aftur frjálst frá einræðinu. Bæði þessi tónskáld eiga einnig mestan þátt í því að búsúkíið fór að hljóma um heim allann.

Er aðgengilegt til 26. júlí 2025.
Lengd: 40 mín.
e
Endurflutt.
,