15:00
Hernámsæskan
4. þáttur: Velmegun og dægurmenning
Hernámsæskan

Hernámsárin stóðu yfir á árunum 1940-1945 og voru einn örlagaríkasti tími þjóðarinnar. Í þessari þáttaröð verður saga tímabilsins sögð af sjónarhóli þeirra sem þá voru á æskuárum. Hvernig upplifði unga fólkið hernámið, hver voru samskiptin við herinn og hvaða áhrif hafði hernámið á æskulýðinn? Leifur Reynisson dregur fram munnlegar frásagnir víða um land og fléttar saman við samtímaupptökur og tónlist tímabilsins.

Í fjórða þætti beinist athyglin að velmegun hernámsáranna og þeirri byltingu sem varð í neyslumenningu landsmanna. Í stað atvinnuleysis kreppuáranna var næga vinnu að fá og höfðu Íslendingar aldrei séð annað eins peningaflóð. Með hernum fylgdu margvíslegar neysluvörur og dægurmenning. Æskan kynntist fjölmenningarsamfélagi í ríkari mæli en áður hafði þekkst. Sjóndeildarhringur unga fólksins stækkaði til muna vegna umsvifa hersins en einnig vegna þess áhuga sem margt æskufólk hafði fyrir stríðsfréttum sem bárust víða að.

Viðmælendur eru: Adolf Bjarnason, Björn Sigurbjörnsson

Bryndís Víglundsdóttir, Frantz Pétursson, Hafsteinn Flórentsson, Ingibjörg Árelíusardóttir, Ingvi Rafn Jóhannsson, Jón Sigvaldason, Kristín Þorleifsdóttir, Magnús Erlendsson, Sigurður Jóhannesson, Sigurjón Björnsson, Sigurjón Vilhjálmsso og Vigdís Jack.

Umsjón og dagskrárgerð: Leifur Reynisson. Ritstjórn og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir. Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Ljósmynd: Minjasafnið á Akureyri.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
,