12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 31. desember 2023
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Landris mælist enn í kringum Grindavík og allir eru á tánum vegna ástandsins segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Allir verða skráðir inn og út úr bænum.

Mannskæð átök eru víða um heim á þessum síðasta degi ársins. Rússar hófu loftárásir á Úkraínu í morgun og ekki sér fyrir endann á átökunum á Gaza. Palestínumaður óskar sér friðsamra áramóta.

Óþolið innan ríkisstjórnarinnar hefur magnast ansi hratt upp og það virðist um það bil að sjóða upp úr í samstarfinu, segir prófessor í stjórnmálafræði. Hann telur líklegra en áður að stjórnin sitji ekki kjörtímabilið á enda.

Umboðsmaður

Gul viðvörun verður í gildi á gamlsárskvöld á Suðausturlandi sem hefur áhrif á brennuhald. Það hlánar í kjölfarið og von á að flughált verði á vegum á morgun.

Stærsti dagur flugeldasölu björgunarsveitanna er í dag en talsmaður Landsbjargar segir söluna hafa gengið vel í aðdraganda áramóta.

Árið 2024 er þegar gengið í garð víða í Eyjaálfu með tilheyrandi fögnuði.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 22 mín.
,