12:42
Þetta helst
Djúpríkið og eðlufólkið
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Áhugaverðar niðurstöður könnunar Fjölmiðlanefndar voru birtar í vikunni. Könnunin snerist um upplýsingaóreiðu og skautun í íslensku samfélagi og í ljós kom að rúmlega þriðjungur Íslendinga telur að djúpríkið (e. Deep state) hafi grafið um sig í stjórnkerfinu hér og að leynileg samtök hafi oft mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir. Djúpríki er hugtak, eða samsæriskenning, sem gengur meðal annars út á að ríkjum og löndum sé stjórnað af leynilegu bandalagi hagsmunafla. Sunna Valgerðardóttir og Vera Illugadóttir fjalla um mis-fjarstæðukenndar samsæriskenningar í þætti dagsins.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,