Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Jóhanna Gísladóttir flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ráðlagður dagskammtur var á dagskrá þáttarins, Anna Sigríður Ólafsdóttir prófessor í næringarfræði, var með okkur klukkan hálf átta. Eftir helgi eru stórir át-dagar; bolludagur og sprengidagur og Anna Sigríður fór meðal annars yfir núvitund og skammtastærðir.
Ferðaspjallið var á sínum stað eftir morgunfréttir klukkan átta. Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túrista sagði okkur meðal annars frá stöðu Play og því hvernig gervigreind getur haft áhrif á alls konar ferðaþjónustu. Við fórum líka aðeins yfir áhrif verkfallanna sem var frestað í gærkvöldi.
Að lokum var fjallað um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í gær var haldið stórt samráðsþing þar sem fjallað var um landsáætlun að lögfesta samninginn. Yfirskrift þingsins var Ný framtíð og meðal þeirra sem tók þar til máls var Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagi Íslands. Hún var gestur okkar og sagði nánar frá samningnum og mikilvægi þess fyrir fatlað fólk.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir
Tónlist:
Ronettes, The - Be my baby.
Magnús Eiríksson, Kristján Kristjánsson Tónlistarm. - Kóngur einn dag.
Mannakorn - Á rauðu ljósi.
John, Elton - Rocket man (I think it's going to be a long long time).
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um gullæðið mikla sem hófst í Kaliforníu árið 1848. Í þessum þætti er fjallað um straum gullgrafara og annarra landnema til Kaliforníu og hryllilega meðferð þeirra á frumbyggjum landsins.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn feðginin Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri og Hera Hilmarsdóttir leikkona. Í næstu viku fer kvikmyndin Á ferð með mömmu í almenna sýningu. Hún er eftir Hilmar og Hera leikur í myndinni. Við ræddum við þau feðgin um samvinnuna, kvikmyndir, tónlistina og auðvitað um nýju kvikmyndina Á ferð með mömmu.
Í matarspjalli dagsins var ekki komist hjá því að ræða dagana sem koma beint eftir helgi, bolludaginn og sprengidaginn. Hvernig bollur eru bestar, hvað með saltkjötið?
Tónlist í þættinum í dag
Viltu, viltu / Hilmar Oddsson (Hilmar Oddsson)
Heppinn / Birgir Ísleifur og Lay Low (Hilmar Oddsson)
Uglan / Melchior (Hilmar Oddsson)
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón hefur Hlynur Steinsson, líffræðinemi og borgarbúi
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Reykkafarar fylgdu íbúum á áfangaheimili út úr brennndi húsi í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun.
Tæplega þúsund félagar í Eflingu mættu til vinnu í morgun eftir að verkföllum var frestað til miðnættis á sunnudag. Deilendur eru vongóðir um að ná saman áður en verkfallsfresturinn rennur út.
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð við Herðubreið í morgun. Orsök hans má mögulega rekja til landriss og kvikuinnskots í Öskju.
Utanríkisráðherra er meðal rúmlega hundrað þjóðarleiðtoga og ráðherra á árlegri ráðstefnu um öryggismál sem hefst í München í Þýskalandi í dag.
Prófessor í sagnfræði segir að tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður sé misráðin. Safnið veiti ómetanlega þjónustu. Hann vonar að tillagan verði felld.
Öryggisvörður í sendiráði Bretlands í Berlín í Þýskalandi, var í morgun dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir rússnesk stjórnvöld.
Flugfargjald til meginlands Evrópu gæti hækkað um allt að ellefu þúsund krónur, verði kerfi Evrópusambandsins fyrir losunarheimildir í flugi tekið óbreytt upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í gær eftir langvarandi meiðsli og yljaði áhorfendum með þremur fuglum á síðustu þremur holunum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Áhugaverðar niðurstöður könnunar Fjölmiðlanefndar voru birtar í vikunni. Könnunin snerist um upplýsingaóreiðu og skautun í íslensku samfélagi og í ljós kom að rúmlega þriðjungur Íslendinga telur að djúpríkið (e. Deep state) hafi grafið um sig í stjórnkerfinu hér og að leynileg samtök hafi oft mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir. Djúpríki er hugtak, eða samsæriskenning, sem gengur meðal annars út á að ríkjum og löndum sé stjórnað af leynilegu bandalagi hagsmunafla. Sunna Valgerðardóttir og Vera Illugadóttir fjalla um mis-fjarstæðukenndar samsæriskenningar í þætti dagsins.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Stærstu losunarfyrirtækin á Íslandi, þau sem menga lang lang mest, eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð í loftlagsmálum.
VIð ætlum að ræða við Sigurpál Ingibergsson gæðastjóra sem hefur skoðað sjálfbærniskýrslur og farið yfir alla losun, allan hagnað og kolefnisbindingu yfir 90 fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Niðurstaðan er svört (ekki græn).
Margir hafa hamstrað undanfarið vegna verkfalls Eflingar, sem nú hefur verið frestað. Fólk hefur hamstrað elsdneyti eins og við ræddum aðeins í gær hér í Samfélaginu en líka mat og jafnvel lyf. En hvaðan kemur þetta orð ?hamstra?? og er það kannski eitthvað tengt vinalega nagdýrinu sem við þekkjum svo vel? Við hittum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut áðan við kaffivélina og spurðum hana út í hamstur og fleira.
Svo er Dýraspjallið: Það er Sigríður Rut Frandóttir líffræðingur, sérfræðingur í flugum, sérstaklega ávaxtaflugum, sem segir okkur allt um þessi mögnuðu viðfangsefni sín.
Útvarpsfréttir.
Anna Gyða Sigurgísladóttir kynnir sér mismunandi störf og starfsstéttir; Meinafræði, pípulagning, handsnyrting, krufningar, framkvæmdar- og forstjórar verða meðal efnis í þáttunum.
Í þætti dagsins kynnum við okkur nánar starf djákna.
Útvarpsfréttir.
Blanda er þemað í þessum þætti. Það má blanda ýmsu saman og blöndur er víða að finna í lífi hvers manns. Við fáum áfenga blöndu af humlum og geri á Ísafirði, blöndum krem og smyrsl í Hafnarfirði og svo er það sjálf Blanda sem rennur út í hafið. Allt þetta skoðum við í þessum síðasta þætti vertíðarinnar. Inslög unnu Ágúst Ólafsson, Dagur Gunnarsson og Halla Ólafsdóttir.
Umsjón: Dagur Gunnarsson
Við verðum að mestu á Vestfjörðum í þætti dagsins. Heyrum af framtíðarsýn ungmenna í Reykhólahreppi, það eru þau Kristján Steinn Guðmundsson fulltrúi í ungmennaráðinu og Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi sem segja frá. Við fræðumst líka um starfsemi Edinborgarhússins á Ísafirði þegar Ingi Björn Guðnason leiðir okkur um húsið. En við byrjum hins vegar á Austurlandi. Þar fræðumst við um verkefni sem Rótarýklúbbur Héraðsbúa hefur staðið að, sem er að setja upp söguskilti nærri búsetustöðum Jóns lærða á Austurlandi, til minningar um sögu hans og verk. Það er Stefán Þórarinsson fyrrverandi læknir á Egilsstöðum sem segir frá.
Efni í þáttinn unnu Gígja Hólmgeirsdóttir og Ágúst Ólafsson.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Plata vikunnar er High Priestess of Soul með Ninu Simone.
Umsjón: Þorgerður E. Sigurðardóttir.
Hlið A:
1, Don't you pay them no mind
2. I'm gonna leave you
3. Brown eyed handsome man
4. Keeper of the flame
5. The gal from Joe's
6. Take me to the water
Hlið B:
1. I'm going back home
2. I hold no grudge
3. Come Ye
4. He ain't coming home no more
5. Work song
6. I love my baby
Útvarpsfréttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 17. febrúar 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum.
Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá.
Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar.
Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá.
Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann.
Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu.
Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög sem eiga þýskan eða austurrískan uppruna, sem eru sungin á íslensku. Lögin í þættinum heita Linditréð, Lili Marlene, Strákur að vestan, Ákall, SOS ást í neyð, Væru, kæru, tæru dagar sumars, Gefðu að hann nái til lands, Þórsmerkurljóð, Þegar sól vermir jörð og eina sænska lagið í þættinum, Vér göngum svo léttir í lundu.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Stærstu losunarfyrirtækin á Íslandi, þau sem menga lang lang mest, eru ekki að standa sig og sýna litla ábyrgð í loftlagsmálum.
VIð ætlum að ræða við Sigurpál Ingibergsson gæðastjóra sem hefur skoðað sjálfbærniskýrslur og farið yfir alla losun, allan hagnað og kolefnisbindingu yfir 90 fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Niðurstaðan er svört (ekki græn).
Margir hafa hamstrað undanfarið vegna verkfalls Eflingar, sem nú hefur verið frestað. Fólk hefur hamstrað elsdneyti eins og við ræddum aðeins í gær hér í Samfélaginu en líka mat og jafnvel lyf. En hvaðan kemur þetta orð ?hamstra?? og er það kannski eitthvað tengt vinalega nagdýrinu sem við þekkjum svo vel? Við hittum Önnu Sigríði Þráinsdóttur málfarsráðunaut áðan við kaffivélina og spurðum hana út í hamstur og fleira.
Svo er Dýraspjallið: Það er Sigríður Rut Frandóttir líffræðingur, sérfræðingur í flugum, sérstaklega ávaxtaflugum, sem segir okkur allt um þessi mögnuðu viðfangsefni sín.
Innansveitarkronika kom út árið 1970. Sagan er skrifuð í stíl endurminninga og þjóðlegra fræða og greinir einkum frá atburðum í Mosfellssveit á seinni hluta nítjándu aldar. Þeir snúast um það að yfirvöld vilja leggja niður kirkju á Mosfelli þar sem haus Egils Skallagrímssonar er grafinn. En bændur í sveitinni una því ekki og tekst að bjarga klukku kirkjunnar og geyma í fjóshaug uns að því kemur löngu síðar að Mosfellskirkja rís á ný til fyrri vegsemdar fyrir tilverknað fóstursonarins á Hrísbrú, Stefáns Þorlákssonar. Inn í þessa frásögn fléttast saga Guðrúnar Jónsdóttur af því er hún villtist á heiðinni um vor með brauðið dýra. Hún lá úti í nokkur dægur en brauðið var ósnert í skjólunni.
Höfundur les. Hljóðritun frá 1979.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1979)
Veðurstofa Íslands.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, les. Á undan lestrinum hljómar upphaf tilheyrandi sálmalags sem Páll Ísólfsson leikur á orgel Dómkirkjunnar.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Þórunn Valdimarsdóttir hefur gefið út hátt í 30 bækur, sagnfræðileg stórvirki, glæpasögur og ævisögur svo eitthvað sé nefnt. En hennar nýjasta verk er af allt öðrum toga, lítil bók um stóra hluti nánar tiltekið. Við spjölluðum við Þórunni og forvitnuðumst um þessa nýju bók.
Fréttaflutningur af stórum sakamálum hefur breyst að undanförnu, en breytinguna má rekja til lagasetningar dómsmálaráðherra árið 2019 þess efnis að ekki megi segja svokallaða samtímaendursögn úr réttarhöldum. Blaðamannafélagið hefur reynt að fá þessu hnekkt enda um meiriháttar breytingu á fréttaflutningi af dómsmálum að ræða auk þess sem þinghald er opið, þ.e. það eiga allir að geta heyrt og séð það sem þar fer fram. Við ræddum þetta mál við Jóhann Óla Eiðsson lögfræðing og Brynjólf Þór Guðmundsson fréttamann hjá RÚV, en þeir hafa m.a. tekið þátt í að reyna að fá þessum reglum breytt.
Um þriðjungur Íslendinga telur að leynileg samtök á Íslandi hafi oft mikil áhrif á pólitískar ákvarðanir og að djúpríkið sé meinsemd sem hafi grafið um sig í íslensku stjórnkerfi. Könnunin afhjúpar Íslendinga þó sem upp til hópa frjálslynt og vísindasinnað fólk sem mislíkar þau sem setja sig upp á móti bólusetningum og afneita loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar um upplýsingaóreiðu. Við fengum til okkar Skúla Braga Geirdal verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Að vanda gerðum við upp vikuna með góðum gestum, að þessu sinni með þeim fyrrverandi Kveikskonum Þóru Arnórsdóttur og Láru Ómarsdóttur.
Ingunn Lára Kristjánsdóttir var á sínum stað að vanda í lok þáttar með ylvolg tíðindi af ríka og fræga fólkinu. Að þessu sinni rýndi hún í stórkostlega hálfleikssýningu Rihönnu á SuperBowl sl. sunnudagsnótt og skoðaði líka aðeins hjónaskilnaði í Hollywood.
Tónlist:
KK - Á æðruleysinu.
Omar Appollo - Evergreen (You didn't deserve me at all).
Amy Winehouse - Our day will come.
Harry Styles - Sign of the times.
Rihanna - Love on the brain.
Dua Lipa - Love again.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Umsjón: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 17. febrúar 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-02-17
EMILÍANA TORRINI - To Be Free.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB D [Alt Version] (114bpm Key b).
ARLO PARKS - Weightless.
Streisand, Barbra, Summer, Donna - No more tears (Enough is enough).
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB A [Alt Version] (106bpm Key C).
MUSE - Starlight.
PETER GABRIEL - Solsbury Hill.
BJARNI BEN - Pretty in pink.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB F [Alt Version] (96bpm Key g).
Depeche Mode - Ghosts again.
Marvin Gaye - How Sweet It Is (To Be Loved By You).
LEN - Steal My Sunshine.
KRISTÍN SESSELJA - I'm still me.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB A [Alt Version] (106bpm Key C).
SYCAMORE TREE - How does it feel?.
Björk Guðmundsdóttir - Big Time Sensuality.
JOJI - Glimpse Of Us.
RÁS 2 STEF 2023 - RUV RÁS 2 OOB H [Alt Version] (120 bpm Key c#).
JOAN JETT - I Love Rock'n'roll.
Celebs - Dómsdags dans.
Miley Cyrus - Flowers.
PROPAGANDA - p:Machinery.
KUSK & ÓVITI - Elsku vinur.
STARDUST - Music sounds better with you (radio edit).
RIHANNA - Lift Me Up.
Benedikt - Þora.
CALEB KUNLE - All in your head.
JULIETTE LEWIS - Hardly Wait.
200.000 NAGLBÍTAR - Enginn veit enginn sér.
STJÓRNIN - Ég Lifi Í Voninni.
WANDA JACKSON - Let?s Have A Party.
EURYTHMICS & ARETHA FRANKLIN - Sisters Are Doin' It For Themselves.
Hljómsveit Ingimars Eydal - Hoppsabomm (á skíðum skemmti ég mér).
ÍRAFÁR - Ég Sjálf.
Nolans, The - I'm in the mood for dancing.
Gossip - Heavy Cross.
MADONNA - Holiday.
Turner, Tina - Disco inferno.
Bonham, Tracy - Mother mother.
FLOTT - Hún ógnar mér.
JET BLACK JOE & SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR - Freedom.
KYLIE MINOGUE - Can?t Get You Out Of My Head.
WHITNEY HOUSTON - I Wanna Dance With Somebody (Who Loves Me).
Ruth Reginalds - Tóm tjara.
MAMMÚT - Salt.
SIGRÚN STELLA - Circles.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Reykkafarar fylgdu íbúum á áfangaheimili út úr brennndi húsi í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun.
Tæplega þúsund félagar í Eflingu mættu til vinnu í morgun eftir að verkföllum var frestað til miðnættis á sunnudag. Deilendur eru vongóðir um að ná saman áður en verkfallsfresturinn rennur út.
Jarðskjálfti 3,5 að stærð varð við Herðubreið í morgun. Orsök hans má mögulega rekja til landriss og kvikuinnskots í Öskju.
Utanríkisráðherra er meðal rúmlega hundrað þjóðarleiðtoga og ráðherra á árlegri ráðstefnu um öryggismál sem hefst í München í Þýskalandi í dag.
Prófessor í sagnfræði segir að tillaga um að leggja Borgarskjalasafn niður sé misráðin. Safnið veiti ómetanlega þjónustu. Hann vonar að tillagan verði felld.
Öryggisvörður í sendiráði Bretlands í Berlín í Þýskalandi, var í morgun dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að njósna fyrir rússnesk stjórnvöld.
Flugfargjald til meginlands Evrópu gæti hækkað um allt að ellefu þúsund krónur, verði kerfi Evrópusambandsins fyrir losunarheimildir í flugi tekið óbreytt upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Tiger Woods sneri aftur á golfvöllinn í gær eftir langvarandi meiðsli og yljaði áhorfendum með þremur fuglum á síðustu þremur holunum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Lovísa Rut
Lovísa Rut var landamæravörður í Popplandi þennan föstudaginn sem var í einu orði gírað.
Þórunn Antonía - Too Late
Jocelyn Brown - Somebody Else?s Guy
Miley Cyrus - Flowers
GDRN - Áður en Dagur Rís ft. Birnir
Blondie - One Way Or Another
Grýlurnar - Sísí
The Clash - Bankrobber
Biggi Maus - Má Ég Snúza Meir?
Klassart - Flugmiði Aðra Leið
Krummi - Bona Fide ft. Soffía Björg
Harry Styles - Music For A Sushi Restaurant
Sam Smith - I?m Not Here To Make Friends
The Source - You?ve Got The Love ft. Candi Staton
The Kooks - She Moves In Her Own Way
Bragi - Stundum Snýst Heimurinn Gegn Þér
Coi Leray - Players
Tom Tom Club - Genius Of Love
Raye - The Thrill Is Gone
10CC - Dreadlock Holiday
Emmsjé Gauti - Hvað er að Frétta
Duran Duran - The Reflex
Flott - Hún Ógnar Mér
Diljá - Lifandi Inn Í Mér
Mugison - Kossaflóð
Steve Lacy - Helmet
Lottó - I?d Like To Be His Wife
Dennis Edwards - Don?t Look Any Further
Vök - In The Dark
Björk - Ovule (Sega Bodega Remix)
Hurts - Wonderful Life
Lizzo - Special ft. SZA
Páll Óskar & Milljónamæringarnir - Pabbi Vill Mambó
Elton John - Crocodile Rock
Kinks - You Really Got Me
Nýdönsk - Flauel
The Heavy Heavy - Go Down River
Macklemore - Thrift Shop ft. Wans
Móa - Glötuð Ást
Subwoofer - Give That Wolf A Banana
Queen - Cool Cat
First Aid Kit - Out of My Head
Emiliana Torrini - Hilton
Hannes - Stockholmvy ft. Waterbaby
Bronski Beat - Smalltown Boy
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ætlum að ræða manneklu á leikskólum í Reykjavík og það hvernig hún getur verið stór streituvaldandi þáttur í lífi fjölskyldna sem þurfa að nýta sér þjónustuna. Við fáum til okkar á eftir Elísabetu Daðadóttur lækni og unnusta hennar Snorra Traustason lyfjafræðing. Þau eru búsett í Grafarvoginum og eiga tvö börn, tveggja og þriggja ára. Elísabet sendi nýverið bréf á alla fulltrúa í Skóla og frístundaráði Reykjavíkurborgar og birti í kjölfarið færslu á fésbókar síðu sinni þar sem hún talaði um að flestir hefðu heyrt fréttir af mikilli manneklu á leikskólum Reykjavíkurborgar. En ekki væri víst að allir geri sér grein fyrir því hversu alvarlegt ástandið er orðið. Elísabet og Snorri koma til okkar og segja okkur sína sögu.
Bolludagurinn er á mánudaginn, þjóðin elskar bolludaginn. Við tökum forskot á sæluna og fáum að heyra allt um tilurð bolludagsins og skyggnumst inn í það hvernig þeir sem eru að búa til bollur í þúsundavís undirbúa stóra daginn. Gísli Þorsteinsson sagnfræðingur og sölu og markaðsstjóri Gæðabaksturs kemur til okkar.
Jafnréttisstofa hleypti þann 30. september af stokkunum vitundarvakningunni Meinlaust? Vitundarvakningunni er ætlað að vekja athygli á birtingarmyndum kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir sambandi á milli slíkrar hegðunar og hugmynda um karlmennsku, mörk og samþykki. Jafnréttisstofa leitaði til Samtakanna '78 til að safna saman sögum af áreitni sem hinsegin fólk hefur orðið fyrir í samfélaginu. Megnið af áreitni er svokallað öráreiti. En hvað er öráreiti og hvernig komum við auga á það til að svara þessum spurningum og fleirum varðandi Meinlaust ?samstarf Jafnréttisstofu og Samtakanna '78 kemur Daníel E. Arnarsson framkvæmdarstjóri Samtakanna 78.
Kominn er miður febrúar og daginn tekur nú að lengja á ný. Nú styttist í komu lóunnar, sauðburðinn, bjartar nætur, útilegur, grill og gleði. Vorboðinn ljúfi Söngvakeppnin gerir vart við sig en fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar verður í beinni hér á RÚV annað kvöld en þá taka fimm lög þátt og keppast um það að komast áfram í úrslitin sem haldin verða 4.mars. Við ætlum að hita upp fyrir kvöldið á morgun með kynnum keppninnar í ár, þeim Ragnhildi Steinunni, Sigga Gunnars og Unnsteini Manúel.
Og þó svo að margir séu í Söngvakeppnis búbblunni þá ákváðum við að bjóða upp á að auki eitthvað allt annað hér á sjötta tímanum þegar við fáum íslensku Iron Maiden tribute sveitina Maideniced til okkar. Þeir ætla að taka fyrir okkur Iron Maiden lag í órafmagnaðri útgáfu, eitth
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn 17. febrúar 2023
Umsjónarmaður: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. Honum verður fram haldið klukkan tíu í fyrramálið. Samninganefnd Eflingar frestaði í gærkvöld öllum verkföllum fram á miðnætti aðfaranætur mánudags. Stóru viðskiptabankarnir tilkynntu allir um vaxtahækkanir í dag. Óverðtryggðir vextir á lánum hjá Arion banka, Landsbankanum og Íslandsbanka hækka allir um 0,5 prósentustig, ef frá eru talin ný óverðtryggð íbúðalán í Landsbankanum.
Hátt á þriðja hundrað íbúar í þremur fjölbýlishúsum í Kaupmannahöfn hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Óveðurslægðin Ottó fer yfir Danmörku og er talið óvíst að húsin standi af sér storminn.Alexander Kristjánsson sagði frá.
Mikið uppbyggingarstarf er framundan eftir eldsvoða á áfangaheimilinu Betra líf í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður heimilisins, segir að allt kapp hafi verið lagt á að finna húsaskjól fyrir 27 manns sem þar bjuggu. Það tókst undir kvöld. Andri Yrkill Valsson ræddi við Arnar.
Níu yfirmenn hjá embætti ríkislögreglustjóra halda stórauknum lífeyrisréttindum, sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri færði þeim. Landsréttur staðfesti í dag að Sigríði Björk Guðjónsdóttur hafi ekki verið heimilt að vinda ofan af samkomulagi forvera síns. Alexander Kristjánsson sagði frá.
Kandídatinn Kristófer Kristófersson útskrifaðist í dag með hæstu einkunn sem gefin hefur verið í BS-námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands á útskriftarathöfn í Háskólabíói. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við hann.
Langvarandi landris við Öskju og jarðhiti virðist valda bráðnun íss á Öskjuvatni. Eldfjallafræðingur sem flaug yfir eldstöðina í gær segir kviku liggja grunnt undir yfirborðinu. Eldgos í Öskju geta verið nokkuð stór. Bjarni Rúnarsson ræddi við Ármann Höskuldsson um stöðu mála við Öskju.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir, mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks í Bretlandi, sem komi einnig fram sem klofningur innan hinsegin samfélagsins. Trans fólk er óttaslegið og sorgmætt eftir morðið á sextán ára trans stúlkunni Briönnu Ghey, sem var stungin til baka af jafnöldrum sínum í vikunni. Alma Ómarsdóttir talaði við Uglu.
Á annað hundrað flugfélög í heiminum hafa orðið gjaldþrota síðastliðin fjögur ár. Þess er krafist að reglum verði breytt til þess að flugfélögin beri sjálf kostnaðinn af að koma farþegu
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson
Plata þáttarins: Sandinista! - The Clash
Þögull eins og meirihlutinn (í speglinum) - Þursaflokkurinn
Something About England - The Clash (Plata þáttarins)
Public Image - Public Image Limited
Shadowplay - Joy Division
Don't Want To Know If You Are Lonely - Husker Du
Jumping Someone Else's Train - The Cure
Follow The Leaders - Killing Joke
Happy House - Siouxsie and the Banshees
Vinir (no friends) - Fræbbblarnir
Barmy - The Fall
Problems - Sex Pistols
Somebody Got Murdered - The Clash (Plata Þáttarins)
Welcome To Paradise - Green Day
DLZ - TV On The Radio
Cut Your Hair - Pavement
If I Had A Tail - Queens Of The Stone Age
Drain You - Nirvana
Nick Cave - Jan Mayen
I Can't Stand It - Eric Clapton
Skateaway - Dire Straits
Candy's Room - Bruce Springsteen
Refugee - Tom Petty & The Heartbreakers
Animalia - HAM
The Call Up - The Clash (Plata þáttarins)
Waitin' In School - Ricky Nelson
Long Cool Woman (In A Black Dress) - The Hollies
Hate Street Dialogue - Rodríguez
Trash City - Joe Strummer & The Latino Rockabilly Wars
Old Man (Live) - Neil Young
Fact 67 - Brian Jonestown Massacre
Lookin' Out My Back Door - Creedence Clearwater Revival
The Magnificent Seven - The Clash (Plata þáttarins)
I'd Love To Change The World - Ten Years After
Seek & Destroy - Metallica
Blönduð tónlist frá 10. áratug síðustu aldar.